19. júní


19. júní - 19.06.1973, Síða 43

19. júní - 19.06.1973, Síða 43
Nú mega karlmenn ganga í Kvenréttindafélagið 13. Landsfundur Kvenréttindafélags íslands var haldinn 19-22. júní 1972 Landsfundurinn var settur að Hótel Sögu í Reykjavík með hátíðarfundi og kaffisamkvæmi í tilefni 65 ára afmælis KRFl á þessu ári en aímælisdagurinn var 27. jan. s.L Guðný Helgadóttir, formaður Kvenréttindafélagsins ávarpaði gesti og fimdarfulltrúa og sagði siðan 13. Landsfundinn settan. Forsetafrú, Halldóra Ingólfsdóttir Eldjárn, var viðstödd setn- inguna og sat kaffisamkvæmið, en hún er vemdari Lands- fundarins. Fundarkonur sátu boð forseta Islands og forsetafrúar að Bessastöðum miðvikudaginn 21. júni. Var alúðlega og virðulega tekið á móti hópnum af forseta- hjónunum; forseti bauð konurnar velkomnar með stuttri ræðu, Guðný Helgadóltir þakkaði fyrir rausnarlegar veitingar og vinsemd þá og virðingu, sem Landsfundinum er sýnd með heimhoði að Bessastöðum. Forseti hauð konunum að ganga í Bessastaðakirkju þar sem hann sagði sögu hennar og lýsti ýmsum dýrgripum, sem þar eru. Kari Skjönsherg, lektor, formaður norska Kvenréttindafélags- ins, kom í heimsókn á fundinn frá Noregi. Bauð formaður hana velkomna. ICari Skjönsherg ávarpaði fundarkonur og flutti kveðjur frá norska Kvenréttindafélaginu. Hún er komin til Islands til þess að sitja þing norrænna bama- og unglingabóka- höfunda. Hún kvnnti fyrir fundarkonum ýmis timarit og blöð, sem kvennasamtök gefa út í Noregi. Skýrsla formanns: GwSný Helgadóttir, formaður Kvenréttindafélags Islands, flutti skýrslu um starf stjómar og félagsins. Frá siðasta Lands- fundi hafa tvisvar orðið formannaskipti. Lára Sigurhjöms- dóttir haðst eindregið undan kosningu á aðalfundi i marz 1969, hafði hún þá verið í stjóm félagsins í 20 ár og þar af for- maður siðustu 5 árin, en varaformaður í 11 ár. Sigurveig Guð- mundsdóttir var kosin í hennar stað, en hún haðst undan kosningu 1971 og tók þá Guðný Helgadóttir við. Fundir em haldnir reglulega einu sinni i mánuði frá október til maí, og í september er haldinn fundur með kven- réttindanefndum og fleiri konum úr Reykjavík og nágrenni vegna fjáröflunar fyrir Menningar- og minningarsjóð kvenna. Fastur söludagur er nú þriðji laugardagur í september ár hvert. Stjórnarfundir em nokkra fleiri en almemiu fundirnir og einnig þarf stjómin stundum að koma saman yfir sumartimann. Á fundum eru rædd ýmis merk mál, flutt fróðleg erindi og þau tekin til meðferðar og umræðna. Má þar nefna eftirtalin erindi: Sigurveig Guðmundsdóttir flutti erindi um réttindi kaþólskra kvenna til prestvigslu. Guðmundur Jóhannesson, læknir, um nvjungar og framfarir i fæðingarhjálp. Anna Sigurðardóttir um 'nenntun og skólagöngu íslenzkra kvenna, og var það flutt 1 janúar 1970 í tilefni af alþjóðainenntaárinu. Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, um skólamál. Bjami Bragi Jónsson, forstjóri Efnahagsstofnunar rikisins um endurhæfingu og til- færslu milli starfsgreina. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, um 19. JÚNJ almannatrj'ggingalögin. Magnús Guðjónsson, formaður Samb. ísl. sveitafélaga um lög um innheimtustofnun sveitafélaga. Sigurbjörn Þorbjömsson, rikisslcattsstjóri, um skattamál. Auður Eir Vilhjálinsdóttir, guðfræðingur, um viðhorf kirkjunnar til prestvigslu kvenna. Desemberfundurinn er jafnan helgaður bókmenntakynn- ingu og lesa þá gjaman konur úr eigin ritverkum. Á des- emberfundinum er ávallt flutt jólahugvekja. Nóvemberfundinn annast ungar konur innan félagsins, sem hafa tekið sér nafnið „Úur“. Þær starfa einnig að ýmsum vcrkefnum, er þær velja sjálfar og má þar nefna könnun sem þrer gerðu á launamálum starfsfólks í bönkum og könnim á lesefni bama í sambandi við x'itgáfu bamabóka. Á stjórnmálasviðinu fylgjast konur i Kvenréttindafélaginu jafnan vel með og kynna sér mál, er Alþingi fjallar um hverju sinni og hafa haft af þeim afskipti svo sem að senda áskomn til félagsmálaráðherra um hækkaðan fæðingastyrk, senda ein- dregin mótmæli til Alþingis við bruggun og sölu áfengs öls i landinu og þær hafa látið til sin taka vandamálið inn ofnotkun fíkni- og eiturlyfja. Árið 1969 komst á ánægjulegt og árangursrikt samstarf milli KRFl og Kl og Bandalags kvenna í Reykjavík um fjársöfnun vegna stækkunar fæðingardeildar Landspítalans. Fékk sú söfnun afar góðar undirtektir og verður nýja fæðingardeildin væntan- lega tilbúin á næsta ári. Að beiðni KRFl var tveim konum bætt i rikisskipaða nefnd vegna endurskoðunar á lögum um fóstureyðingar. KRFl kaus árið 1970 þriggja kvenna nefnd til að gera til- lögu um breytingar á almannatryggingarlögunum, sem vom i endurskoðun lijá rikisskipaðri nefnd. Vom tillögur nefndar- innar allar teknar til greina að öllu eða einhverju leyti í laga- frumvarpinu, sem samþykkt var á Alþingi 1970—1971. Vegna samþykktar Alþingis 1971 um að ríkisstjómin léti fara fram könnun á jafnrétti þegnanna á Islandi, skrifaði KRFl rikisstjórninni bréf og óskaði þess, að nefnd sú, sem ynni að þeirri könnun, yrði skipuð jafnt konum sem körlum og var KRFl boðið, með bréfi félagsmálaráðuneytisins, dags. 2. júlí 1971, að tilnefna tvær konur í nefndina. Var svo gert og til- nefndar þrer Lára Sigurbjömsdóttir og Katrín Smári. Tvær nefndir, kosnar af KRFÍ starfa að eftirfarandi málum: önnur til þess að fylgjast með þvi hvað gerist varðandi lög um réttindi og skyldur rikisstarfsmanna, og hin til að fylgjast með breytingum á skattalögum. Hefur sú nefnd sent Alþingi álitsgjörð. Alþingi hefur oft sent ýmis fmmvörp til KRFl til umsagnar, áður en þau eru afgreidd svo sem um: 1. Endurskoðun hjúskaparlaga, 2. Jafnlaunadóm, 3. Orlof húsmæðra, en þau lög voru eingöngu samin af konum en lögð fram sem stjómarfrumvarp, 4. Dagvistarheimili fyrir böm. Þessum erindum reynir félagið að svara eftir beztu getu og er oftast tekið tillit til ábendinga þess. 41

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.