19. júní


19. júní - 19.06.1973, Page 46

19. júní - 19.06.1973, Page 46
þykkt Alþjóðavinnumálastoínunarinnar. Frá þeim tíma var Island því skyldugt til að stuðla að því, að reglan um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafnverðmæt störf tæki til alls starfsfólks. Að reglan ujn jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf verði lögfest. c).Að til sé einhvers konar ráð eða dómstóll, sem ein- staklingar og stéttarfélög geta leitað til, til að fá leið- réttingu mála sinna í sambandi við launamisrétti milli kynja. 3. Láglaunastörf verði metin til launa að verðleikum og með tiJIiti til þess, hvers virði þau eru fyrir þjóðarbúið í heild. 4. Framfylgt verði tafarlaust lögum og reglum um aðbúnað, heilbrigðis- og öryggismál á vinnustöðum. 5. Hraðað verði sem mest má afgreiðslu laga frá Alþingi um „vinnuvemd11 og jafnframt verði framfylgt vinnuvemd bama og unglinga skv. Bamavemdarlögunum. 6. Stuðningi lýst við fmmvarp til laga um aðstoð ríkisins við byggingu dvalarheimila fyrir böm. I nágrannalöndum okkar er stytting vinnutima og teygjan- legri vinnutimi að verða að veruleika. Við teljum þetta fyrirkomulag mjög heppilegt fyrir alla aðila, vinnuveit- endur og launþega, konur og karla. 7. Sköpuð verði aðstaða fyrir fólk til þess að taka þátt í at- vinnulifinu á ný, með námskeiðahaldi og öðm slíku. 8. Unnið verði að kauptryggingu fyrir allar stéttir í landinu. 9. Orlofslögunum sé framfylgt og að strangt eftirlit sé með, að orlofsfé sé ekki gi-eitt út með launum. 10. 13. Landsfundur KRFf leggur rika áherzlu á, að vinnu- rannsóknir séu ekki einvörðungu notaðar til að finna grand- völl fyrir ákvæðisvinnu, heldur verði megintakmark þeirra að stuðla að skynsamlegri vinnubrögðum í atvinulífi lands- manna s. s. betri stjórnun og skipulagningu atvinnustarf- seminnar, bættri verkstjóm, einfaldari og léttari vinnu, auknu öryggi á vinnustöðum og bættum vinnuskilyrðum. Að fengnum upplýsingum af reynslu hinna Norðurland- anna á ákvæðislaunakerfum, hljótum við að vera vel á verði um framkvæmd þeirra. 1. I.nga- og fundarskapnnefnd. Breytingartillaga við 4. gr. laga KRFf. „Meðlimir félagsins geta orðið: a. einstaklingar, karlar og konur hvar sem er á landinu frá 16 ára aldri og liafi þeir meðmæli einhvers félags manns. b. kvenfélög og önnur félög, sem kosið hafa 3 manna samstarfs- nefnd til þess að vera tengiliður við KRFÍ og styðja vilja málefni þess, t. d. með merkjasölu fyrir Menningar- og minningarsjóð kvenna og sölu á blaði félagsins". 13. Landsfundur KRFÍ kjósi þriggja manna nefnd til að endurskoða fundarsköp fyrir Landsfundi KRFf. 2. Allshcrjarnefnd. „13. Landsfundar KRFf beinir þeim tilmælum til allra aðildarfélaga, að þau beiti sér fyrir þvl I heimahémðum sínum, að landssamtökin Landvernd hljóti allan þann stuðning, sem unnt er að veita til að vinna að vernd á góðri og eflingu hans. Beinir fundurinn því og til aðildarfélaga að athuga hvort unnt væri að koma á starfshópum sem hefðu þau verkefni að vernda og rækta sórstök svæði, sem í hættu væm fyrir upp- blæstri og skemmdum". „13. Landsfundur KRFI, lialdinn 19.-—22. júni 1972, hefur kynnt sér samþykktir frá fundi norrænna kvenréttindafélaga, sem var haldinn 7.—12. maí s.l. með styrk frá norræna menn- ingarsjóðnum, og var samþykktunum beint til Norðurlandaráðs. Landsfundurinn telur mjög æskilegt, að flest þeiira atriða, sem samþykktin fjallar um, komist sem fyrst til framkvæmda, en önnur telur fundurinn allrar athygli verð og til umhugsunar við framtiðarskipulagningu þjóðfélagsins. Fundurinn vill benda islenzkum stjómvöldum á, að brýnustu atriði norrænu samþykktarinnar em þessi: að sett verði í stjórnarskrá landsins ákvæði um jafnstöðu milli karls og konu. ■að meginreg\an um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf verði lögfest. að sett verði löggjöf, sem tryggi, að öllum bömum gefist kostur á vist á dagheimili rétt eins og í skóla“. 1. „13. Landsfundur KRFf, haldinn 19,—22. júní 1972, ákveður að félagið haldi áíram útgáfu blaðsins 19. júní, í svipuðu foimi og verið hefur“. 2. „Fundurinn leggur til, að endurskoðuð verði reglugerð blaðsins 19. júní, og telur rétt, að þeirri nefnd, sem falið verður að endurskoða þingsköpin, verði falið það verkefni". 3. „Landsfundurinn telur, að prenta beri reglugerð fyrir 19. júní og í'eglugerð fyrir fulltmaráðið um leið og lögin verða prentuð". Frá starfi KRFÍ 1972—1973. Félagsfundir hafa verið haldn;r samkvæmt því, sem lög félagsins mrela fyrir og stjórnarfundir eftir þvi, sem tilefni gefst. Á fundum hafa jafnan verið flutt erindi um ýms merk mál og farið fram umræður. Um mánaðamótin febr.-marz var haldinn aðalfundur. Þar fór fi'am auk venjulegra aðalfundar- starfa, kosning fulltnía á 13. Landsfund KRFf, sem haldinn var s.l. sumar og getið er um hér i blaðinu. Á marzfundi vom rædd skattamál og breytingar á þeim, sem þá lágu fyrir Alþingi. Framsöguerindi flutti Auður Auðuns alþingismaðui. Á aprilfundi flutti doktor Þuriður Krisljánsdóttir erindi um skólamál. Á maifundi flutti Guðrún Jónsdóttir, formaður Arkitekta- félags íslands erindi sem hún nefndi: Skipulag ibúðahverfa og áhrif umhverfisins á íbúana. í september var að venju haldinn fundur með konum úr Reykjavik og nágrenni til að undirbúa merkjasölu Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sem fer fram árlega 3. laugardag í septejnber. Á októberfundi sagði varaformaður KRFf Ásta Bjömsdóttir fréttir af Landsfundinum. En aðalefni þess fundar var erindi, sem norsk kona, Tlelga Stene lektor, flutti. Hún er kennari við kennaraháskólann i Osló. Nefndi hún erindi sitt: Konur og saga (Kvinder og historie). ,Nóvemberfundui-inn var að venju á vegum ungra félags- kvenna (tJa). Einnig tóku þátt í þessum fundi konur úr Rauösokkahreyfingunni. Þama var einkuin til umræðu fmm- varp, sem lá fyrir alþingi, um hlutdeild rikisins um stofnun og rekstur dagvistunarheimila fyrir böm. Samkvæmt samþykkt þessa fundar var kosin nefnd skipuð konum bæði úr KRFl og Rauðsokkahrcyfingunni. Var verkefni hennar að gangast fyrir undirskriftasöfnun, þar sem skorað er á alþingi að samþykkja 44 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.