19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 32
MáSurmálsgreinar eru margþættar, svo sem ís-
lenzkar bókmenntir, skrifleg íslenzka og bamabók-
menntir. Loks er nemendum kennd framsögn og upp-
lestur. Nokkur síðustu ár bafa nemendur í sam-
bandi við þessa námsgrein, æft fyrir bamaskemmtun,
sem þeir síðan halda opinberlega undir stjóm kenn-
arans, Raldvins Halldórssonar, leikstjóra. Er þessi
bamaskemmtun orðin fastur liður í fóstmnáminu.
Enn má nefna námsgreinar eins og félagsfræði,
næringarefnafræði, líkams- og heilsufræði, átthaga-
fræði og náttúmfræði.
Á bóklega tímabilinu er ætlaður allmikill timi til
heimsókna á margvíslegar stofnanir fyrir böm.
Störf og starfssvið.
Þegar rætt er um Fóstruskólann, hlutverk hans
og starfsemi, hlýtur athyglir. að beinast að störfum
fóstranna, starfssviði þeirra og þörfinni á sérmennt-
uðum fóstmm. Skal mi vikið nokkmm orðum að
þessu efni.
í Revkjavik eru starfandi á vegum Bamavina-
félagsins Sumargjafar 13 leikskólar og 11 dagheimili
og auk þess 2 skóladagheimili. Fyrirsjáanlegt er að
á næst.u árum munu rísa æ fleiri dagvistunarstofn-
anir, bæði í Reykjavík og úti á landi. Þær dag-
vistunarstofnanir, sem þegar em starfræktar, skortir
enn fóstmr. Auknar kröfur um lengingu opnunar-
tima stofnananna krefjast vaktaskipta og þar með
fjölgunar á starfsliði. 1 Hafnarfirði em 3 dagvistunar-
stofnanir, í Kópavogi 2, á Seltjamamesi 1, og í
Reykjavík eru nokkrar dagvistunarstofnanir, auk
þeirra, er Bamavinafélagið Sumargjöf rekur, sem
starfræktar em af öðrum aðiljum, t. d. af sjúkra-
húsum. t öðmm kaupstöðum og kauptúnum em
a. m. k. 30 dagvistunarstofnanir, reknar af bæjar-
félögum, kvenfélögum eða öðmm félagasamtökum.
Áætlað er, að í mesta lagi helmingur þessara stofnana
hafi sérmenntaðar forstöðukonur og aðeins örfáar
þeirra hafa með sér fóstrur til starfa á deildum.
Er hér brýn þörf á úrbótum.
En hér er meir í efni. Starfssvið fóstra er alls ekki
bundið við dagheimili og leikskóla, þó að langflestar
vinni við þær stofnanir og mest áherzla hafi hingað
til verið lögð á að mennta þær til þeirra starfa. Gifur-
leg eftirspurn er eftir fóstmm til fjölda annarra stofn-
ana. Brýn þörf er á fóstrum á hvers konar stofnunum,
þar sem börn, sjúk eða beilbrigð, á forskólaaldri
dvelja um lengri eða skemmri tíma, og ýmsar fleiri
stofnanir þurfa á starfsliði að halda, sem hlotið hefur
fóstmmenntun.
Sem dæmi um stofnanir, aðrar en dagvistunar-
stofnanir, sem hafa fóstmr í þjónustu sinni, eða
þyrftu að hafa þær og óska eftir þeim, mætti nefna
eftirfarandi:
Dagheimili, vistheimili og sérskólar fyrir vangefin
böm.
Vistheimili og upptökuheimili fyrir munaðarlaus
og vanrækt böm.
Heyrnleysingjaskólinn.
Dagvistunarstofnanir og vistheimili fyrir fötluð
börn og lömuð, þar á meðal fjölfötluð böm.
Bamageðdeildir.
Barnadeildir á almennum sjúkrahúsum.
Sumardvalarheimili fyrir borgarböm.
Þá má og nefna:
Sex ára deildir eða forskóladeildir bamaskólanna.
( Á Norðurlöndunum em nær eingöngu fóstmr, ekki
kennarar, sem annast þær).
Leikvelli.
Skóladagheimili.
Heimavistir fyrir yngstu börn bamaskólanna.
Barnabókasöfn. (Á Norðurlöndum tíðkast að ráða
fóstrur til að annast yngstu viðskiptavinina, lesa fyrir
þá og leiðbeina þeim.
I.oks þarf Fóstmskólinn á að halda fóstmm með
framhaldsmenntun til kennslu og til verknáms-
leiðbeiningar og eftirlits með nemum. Enn er þörf
á fóstrum til eftirlits og ráðgjafastarfa við dagvistun-
arstofnanir og önnur bamaheimili um land allt, svo
og við dagvistun á einkaheimilum eins og tiðkast hér
í Reykjavík.
Þörfin á fóstmmenntuðu fólki er mikil og fer hrað-
vaxandi.
Framtíðarhorfur. Fósturekóli Islands.
Breytt inntökuskilyrði o. fl.
Eins og fram kom í upphafi greinar þessarar, vom
lög samþykkt á Alþingi 26. marz s. 1. um Fóstm-
skóla íslands, er skuli vera ríkisskóli. Munu þau lög
taka gildi i sumar.
Þessi lög hafa ekki í för með sér neina byltingu á
innri starfsemi skólans, enda stendur skólinn á
gömlum merg. Að sjálfsögðu mun þó ýmislegt breyt-
ast smám saman, eins og það hefur gert hingað til,
eftir kröfum tímans.
I hinum nýju lögum er hlutverk skólans skilgreint
nokkuð ítarlega, en þar segir í 2. gr. laganna:
„Hlutverk skólans er að mennta fólk til uppeldis-
starfa á hverskonar uppeldisstofnunum fyrir böm
frá fæðingu til 7 ára aldurs, svo sem vöggustofum,
30
19 júní