19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 18
Foreldrar virðast eiga tiltölulega auðvelt með að setja bömum regl- ur um hreinlæti, borðsiði og þess háttar, því að þeim vom sjálfum settar svipaðar reglur. Um hin nvju áhrifatæki gegnir öðm máli. Við verðum að hyrja á því að reyna að meta, hvað er gott fyrir börnin og haga okkur síðan í sam- ræmi við það. Áhrifamesti fjölmiðillinn, og hinn eini, auk útvarps, sem áhrif hefur á yngstu bömin, er sjón- varpið, sem er jú á heimilinu sjálfu. Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif sjónvarps, en engin niðurstaða hefur enn fengizt. Við vitum ekki nóg um áhrif sjón- varps á börn, eða hvað hrærist í hugarheimi bams, sem á sjónvarp horfir, ué hvaða áhrif það kann að hafa síðar. Þó er til dæmis talið, að ung börn skilji alls ekki kvik- myndatækni, svo sem það, þegar skipt er um sjónarhom og sami maður sést nú að framan, er áður sást aftan frá. Böm geta eins skynjað þetta sem tvo menn. Einn- ig eiga þau erfitt með að skilja, þegar tveir atburðir, sem koma hvor á eftir öðrum á tjaldið, gerast á sama tíma, eða jafnvel hinn seinni á undan hinum fyrri. Talið er, að böm nái fyrst 12—14 ára nægilegum þroska til að skilja kvikmvndatæknina. Þetta er þó einstaklingsbundið, og böm vorra tíma læra vafalaust fyxr „kvik- mvndamál“ en við gerðum. Hins vegar er tilfinningasvömn bama, sem kunnugt er, miklu meiri en fullorðinna, og hafa kvikmyndir og sjónvarp því mun meiri áhrif á þau en fullorðið fólk, a. m. k. á meðan mynd er sýnd. Af ofansögðu virðist mega á- lvkta, og em sjálfsagt flestir sam- mála um, að nauðsynlegt sé að stilla í hóf sjónvarpsneyzlu bama, og verða foreldrar að velja og hafna sjónvarpsefni þeim til lianda, og þótt sjálfsagt sé, að böm- in hafi eitthvað um valið að segja, verða foreldramir að vera hinn ráðandi aðili. Kvikmyndir, sem sýna ofbeldi og grimmd, svo sem barsmíðar, morð og þess háttar, geta hugsan- lega liaft óheppileg áhrif, sérstak- lega ef bamið horfir á slíkar myndir að staðaldri og ef til vill einsamalt Enginn veit með vissu um áhrif sjónvarps við langvar- andi notkun. Að vísu vantaði ekki grimmdina og óhugnaðinn í ævin- lýrin, sem ætluð vom börnum fyr- ir 30 árum, en þá var það venju- lega vel þekkt rödd, sem las, og bömin áttu auðveldara með að átta sig á því, að þetta var „i þykj- ustunni“. Þegar hins vegar raun- verulegt fólk, þótt á mynd sé, er að herja og drepa hvort annað, hljóta börnin að álykta, að svona sé heim- urinn a. m. k. að einhverju leyti, og telja hann veiæi en hann þó er, og fá ef lil vill þá hugmynd, ef þau sjá svona lagað nógu oft, að þetta sé allt í lagi. Börn ættu aldrei að sitja ein langtímum saman fyrir framan sjónvarp, og ættu foreldrar að vera á varðbergi gegn slíku. Verði böm óeðlilega fíkin í sjónvarp, er eitt- hvað að, og rétt að hugsa um, hvort það geti legið i ónógu sambandi foreldranna við barnið. Það gæti hugsazt, að veruleikinn væri orð- inn óbærilegur fyrir bamið, og það farið að lifa um of í heimi dag- drauma. Nú er það svo í hinu íslenzka þjóðfélagi, að algengt er, að for- eldrar vinni bæði úti, og bömin því stundum ein heima lengi dags. Sem betur fer, sendir íslenzka sjón- varpið ekki út á daginn, en mér skilst, að hersjónvarpið á Kefla- víkurflugvelli sendi út alla daga frá hádegi, og sé það svo, sem sagt er, að fjöldi íslenzkra heimila hafi aðstöðu til að ná þeim útsending- um, er viss hætta á ferðum, ekki sízt viðvíkjandi yngri bömunum, sem skilja ekki það, sem sagt er, verða dauðhrædd við al'ls konar atriði og hafa þá engan að spyrja eða halla sér að. Sjónvarp hefur marga góða kosti og getur haft góð áhrif á böm ekki síður en slæm. Islenzka sjón- varpið er að mörgu leyti ágætt; fræðsluþættir góðir og ýmislegt skemmtiefni vel við hæfi bama. Þó virðast þættir þeir, sem sérstak- lega eru ætlaðir bömum, svo sem Slundin okkar, miðaðir við vngstu bömin eingöngu, og 7—8 ára börn og eldri lítinn áhuga hafa á þeim. Hér á undan hefur verið drepið á ýmsar hættur i sambandi við álirif fjölmiðla, og hefur mér orðið tiðrætt um sjónvarp, sem ef til vill er eðlilegt. Ég vildi þó að lok- um segja, að þrátt. fyrir allar hætt- ur, er hvorki sjónvarp né aðrir fjöl- miðlar fært um að hafa nein úr- slitaáhrif á börn. Andrúmsloft heimilisins og tilfinningatengsl foreldra og barna eru það, sem mestu ræður um það, hvort bamið verður hamingjusamur einstakl- ingur í sátt við umhverfi sitt. Svo framarlega sem gott samband for- eldra og bama ríkir á heimilinu, er engin ástæða til að óttast, þótt lestrarefni 9 ára bams sé „Skeggj- aði morðinginn". eða „Hefnd gula skuggans“, og kvikmyndasmekk- urinn álika blóðþvrstur. Reykjavík, 16. apríl 1973 Signý Thoroddsen sálfræðingur. Svör við spurningum á bls. 21. 1. a, 2. c, 3. a, 4. a, 5. a, 6. c, 7. a, 8. a, 9. b, 10. a, 11. b, 12. c, 13. b, 14. a, 15. c, 16. c, 17. a, 18. a. 16 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.