19. júní


19. júní - 19.06.1973, Page 16

19. júní - 19.06.1973, Page 16
er aðeins tekin úr skápnum til að þurrka af henni og láta á sama stað? Á sama hátt þurfa hömin snemma að læra að notfæra sér almennings- og skólabókasöfn, læra að leita að heimildum, spyrja og fræðast af bókavörðunum, ganga vel og hljóðlega um. Þrjú barnablöð eru gefin út hér- lendis: Vorið, Bamablaðið og gamla Æskan, sem alltaf er síung, nú fjölbreytt að efni og til fyrir- myndar þeim, sem kynnast vilja og kynna vilja áhugamál yngsta fólksins. Þeir, sem ráða dagskrá útvarpsins (þar á ég við hljóðvarp og sjónvarp), ættu að líta oftar í Æskuna til að fá góðar hug- myndir. Hins vegar em hér á boðstólum mýmörg litrik myndablöð utan úr víðri veröld. Em þar fremstir í floklci Andrés önd og félagar, sölu- hæst allra erlendra blaða, fyrsta „lesefni11 fjölda bama, ágætt könn- unarefni fyrir þá, sem vilja kynna sér fyrstu áhrif fjölmiðla á krakk- ana. Persónulega held ég, að þeir félagar ^ánni ekki stórtjón. Þeir gegna eiginlega sama hlutverki og léttari tegund af skáldsögum fyrir stóra fólkið. Vildum við venjulegt fólk með algengan smekk, missa þær? Verri em „hasarblöðin" svo- nefndu og óhemju væmin táninga- blöð, sem gefa skrumskældar hug- myndir. Þessi blöð vil ég flokka með lélegustu k\dkmyndum, kvik- myndum um rán og ofbeldi, kyn- óra og flest það auvirðilegasta, sem fyrirfinnst í mannlegu sam- félagi, mengun af verstu tegund. Að frágengnum myndabókum og blöðum er sjónvarpið líklega sá fjölmiðill, sem börnin komast fyrst í kynni við nú á dögum. Margir hafa eflaust tekið eftir því, hvað síendurteknar auglýsingar sjón- varpsins hafa seiðandi áhrif á unga áhorfendur, svo mikil að þau læra textann utan að eins og töfraþulu og hafa á hraðbergi jafnvel löngu eftir að auglýsingarnar hverfa úr dagskránni Liggur því í augum uppi, enda oft fram tekið, hve þýðingarmikið er, að þessar aug- lýsingar séu á réttu og eðlilegu máli og ekki afkáraleg afbökim á erlendum textum myndanna — og sama má að sjálfsögðu segja um prentaðan texta við annað sjón- varpsefni. Að mínu mati hefur það síðarnefnda tekið lofsverðum framförum í seinni tíð og mál- blómum fækkað að mun, þó oft mætti nú lú garðinn betur! Sjónvarpið hefur, sem kunnugt er, barnatima tvisvar í viku. Ég hygg, að langstærsti áhorfenda- hópurinn séu börn upp að ellefu ára aldri, eftir það fer áhuginn dvínandi ekki aðeins fyrir bama- timunum, heldur sjónvarpi yfir- leitt þegar frá eru skildir íþrótta- þættir og poptónlist. Vinsælastir hjá yngri börnunum virðast föstu þættimir, eins og Kmmmi, Fúsi flakkari og síðast Glámur og Skrámur. Allir, ungir og aldnir, hafa gaman af góðum teiknimynd- um og barnamvndum á borð við Línu Langsokk. Minni hylli njóta kórar og danssýningar, það efni er einhvem veginn aldrei nógu „lifandi“ í framsetningu. Eg minntist áðan á þætti sem gera í senn að fræða og skemmta. Reynt er að skjóta sliku inn í barnatímana; mætti þó vera miklu meira af því. Enginn þarf að segja mér, að það þurfi að kosta óhemju- fé, aðeins hugmyndaflug. Hljóð- varpið hefur daglega barnatíma, mest sögulestur, sumt afburðagott, annað miður. Leikrit em sem fyrr vinsælust. Tónlistartímamir hafa að mínu viti borið af undanfama vetur og eru skýrt dæmi um þau vinnubrögð og framsetingu, sem bezt gerast. Að öðm leyti þykja mér bamatímamir oft einkennast af handahófskenndu vali á efni og flytjendum. Ég þykist vita, að ástæðan sé sú, að útvarpið vanti sérstaka deild, sem sér um allt það efni, sem börnunum er ætlað og hefur sérhæfðum starfskröftum og fjármagni yfir að ráða. Ég þekki mótbámmar, ekki viljaleysi, held- ur f járskortur. Auðvitað kostar slík sérdeild fé. En er þetta ekki einn liður í uppeldi yngstu kynslóðar- innar, sem á að erfa landið, o. s. frv., svo vitnað sé í faguryrði tæki- færisræðunnar? ÍJtvarpið er það tæki, sem öflugast er til uppeldis áhrifa, góðra sem illra. Höfum við efni á, að spara fé til að efla góðu áhrifin? Og hvað um skólasjón- varpið? Hvenær fáum við meira af því til viðbótar tungumálakennsl- unni, sem hefur verið svo afburða- vinsæl undanfarna vetur? Hvenær fáum við íslenzkar myndir á borð við þær, sem ég horfði á í brezka sjónvarpinu nýverið? Þar var pabbi á gangi með bömunum sín- um á sunnudegi að vorlagi. Þau spjölluðu um það, sem fyrir augun bar, blóm og fugla, skorkvikindi og annað dýralíf. Þetta var kennslustund í átthagafræði. Ég veit, að til skólasjónvarps skortir líka fé. En má ekki spara á einhverju öðm sviði og fjárfesta i framtíðarborgurunum? Hvers vegna má ekki auka tekjur áhrifa- mestu fjölmiðlanna, hljóðvarps og sjónvarps, með nefskatti á hvert mannsbam i landinu? Flestir eða allir njóta hvort sem er þessara fjölfiölmiðla og þá sér til nokkurs gagns og skemmtunar. Þetta er að mínu viti réttlátara en að þeir borgi einir sem viðtækin eiga. Hvað er svo að segja í stuttu máli um dagskrá útvarpsins, þó einkum sjónvarpsins, sem ekki er ætluð bömum eingöngu, en ber þó óhjákvæmilega fyrir augu þeirra 14 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.