19. júní


19. júní - 19.06.1973, Síða 30

19. júní - 19.06.1973, Síða 30
en það er Grænaborg, sem enn er starfrækt. Barna- vinafélagið Sumargjcif hefur alla tið unnið að af alúð að þessum málum með myndarlegum og marg- víslegum tilstyrk frá Reykjavíkurborg. Verður hlutur félagsins að stofnun og rekstri dagvistunarstofnana og mörkun uppeldislegra starfshátta á þessum stofn- unum seint fullmetin. 1 apríl 1973 urðu stefnuhvörf i þessum málum, er samþykkt voru á Alþingi lög um dagvistunar- stofnanir á íslandi. Er þar í fyrsta sinn gert ráð fyrir veigamiklum framlögum rikisins til stofnunar og reksturs dagvistunarstofnana, þ. e. a. s. leikskóla og dagheimila. Má búast við, að mikil fjölgun verði á þessum stofnunum næstu árin, enda ekki vanþörf á. Dagheimilum og leikskólum fjölgaði mjög hægt í Reykjavik til að byrja með. Skilningurinn á gilcii þessara stofnana var takmarkaður og þörfin á þeim ekki eins brýn og nú. Sémienntaðar fóstrur voru ekki til, og þess enginn kostur að mennta þær hér á landi. Fáeinar konur hlutu þó fóstrumenntun er- lendis rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld og á styrjaldar- árunum. Bamavinafélagið Sumargjöf sá brátt fram á, að ekki var unnt að reka dagvistunarstofnanir sem upp- eldisstofnanir, ef ekki fengist sérmenntað starfslið. Stjóm félagsins hófst því handa og stofnaði skóla til þess að mennta fóstrur. Hóf skólinn göngu sína haust- ið 1946 og var þá kallaður Uppeldisskóli Sumar- gjafar. Tókst að fá styrk til reksturs skólans frá ríki og Reykjavikurborg. 1 upphafi var gengið út frá þvi, að þessir tveir aðiljar legðu til jafnan styrk til skólans, en í reyndinni var það svo, að Reykjavíkurhorg studdi skólann allmiklu betur, og ber að þakka það. Skólinn hefur starfað á þessum grundvelli í þau 27 ár, sem liðin eru frá stofnun hans. Undirrituð hefur veríð skólastjóri frá upphafi að loknu meistaraprófi í uppeldis- og sálarfræði í Bandaríkjunum. Hinn 26. marz 1973 vora samþykkt lög á Alþingi um Fóstruskóla Islands, er verða á ríkisskóli. Fóstra- skóli Sumargjafar lauk þar með göngu sinni að loknu þessu skólaári og brautskráði í maí s. 1. nemendur í síðasta sinn, en Fóstruskóli fslands hefur starfsemi sína haustið 1973. Mun ég nú gera grein fyrir ýmsum þáttum í starf- semi Fóstruskóla Sumargjafar, en að lokum ræða stuttlega um hin nýju lög um Fósturskóla fslands og helztu hreytingar, sem þau hafa í för með sér. Nemendaf jöldi og brautskráðar fóstrur. Frá Fóstruskóla Sumargjafar hafa alls brautskráðst 341 fóstra. Af þessum hópi luku aðeins 88 fóstrur námi á fyrstu 15 árum skólans, þ. e. á árabilinu 1946—1961. En þess ber að geta, að á því tímabili voru nemendur teknir inn í skólann aðeins annað hvert ár. Siðustu 12 árin þ. e. á árabilinu 1961—1973 hafa hins vegar brautskráðst 253 fóstrar. Sýna þess- ar tölur glögglega, hversu mjög skólinn hefur vaxið á síðasta áratugnum, enda sívaxandi aðsókn. Fyrsta árið — þ. e. skólaárið 1946—1947 — vora alls 9 nemendur í skólanum, en skólaárið 1972—1973 vora nemendur 131. Starfslið og húsnæðismál. Við Fóstraskóla Sumargjafar er aðeins einn fast- ráðinn starfsmaður, og er það skólastjórinn. Allir kennarar eru stundakennarar, og era þeir alls 20, enda námsskrá skólans mjög fjölbreytt. Ein fóstra starfar og við skólann sem verknámsleiðbeinandi. Er 28 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.