19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 25
staðreynd: „að efling heimilanna er sá bezti sjóður, sem hægt er að skila framtíðinni“, eins og segir í ævisögu hennar, sem kom út árið 1960. f þeirri ævi- sögu, skrásettri af Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, má lesa sögu stórbrotinnar konu, sem með dæmafáum kjarki heldur fast við hugsjón sína „að vinna eitthvert gagn fyrir land og þjóð“, brýzt í því að fara til Noregs 1896 og tekur þar kennarapróf árið 1899 með prýði og hefur æ siðan unnið þjóðinni ómetanlegt gagn, full af áhuga og bjartsýni. Ævisaga Halldóru er hollur lestur og að auki full af fróðleik um þjóðhætti frá því fyrir aldamót. Mættum við fleiri kunna og fara með bænarversið hennar Halldóru. Halldóra Bjarnadóttir hefur alltaf verið fljót til að skrifa bréf, eitt haustið leit ég inn til hennar á ferð minni suður; hélt að hún svæfi og vildi ekki vekja hana, skrifaði því nokkur orð, kveðju til hennar á blað. Tveim dögum seinna fékk ég bréf frá henni, þar sem hún kvað mig hafa átt að vekja sig, hún hefði nógan thna til hvíldar en líka nóg málefni til að ræða um. Þá var Halldóra 98 ára gömul. Halldóra skrifar stuttar setningar líkt og í sim- skeyti, en kjarnyrtar. Hún var ekki lengi um daginn að svara bréfi mínu, með fyrirspum mn hvort hún gæti ekki sent 19. júní grein um sjálfvalið efni, bréf og grein komu fljótlega og fer greinin hér á eftir. Að endingu er Halldóm Bjamadóttur óskað Guðs blessunar um alla framtíð með virðingu og þakklæti fyrir ómetanlegt starf hennar allt fram á þennan dag. Lára Sigurbjörnsdóttir. Skólaþroska barna má taka frá tveim hliðum Það er heiöur og ánœgja, a'ö geta enn kynnt konu sem bœtzt hefur í hóp þeirra íslenzku kvenna sem hafa áunniÖ sér doktorstitil, en þdð er ÞuriÖur J. Kristjánsdóttir, doktor í uppeldislegri sálarfræÖi (Educational Psychology). Dr. ÞuríÖur J. Kristjánsdóttir er BorgfirÖingur áÖ ætt og uppruna, fædd aö Steinum í Stafholtstungum og bjuggu foreldrar hennar þar, þau Rannveig Oddsdóttir frá Steinum og Kristján Franklin Björnsson frá Svarfhóli, húsa- smiÖur og bóndi. Þuríður Krisljánsdóttir tók próf frá Kennaraskóla Islands árið 1948, kenndi síðan næstu 2 ár við Gagn- fræðaskóla Stykkishólms, þá aftur við nám í 2 ár, fyrra árið í Reykjavík, jafnframt því að vinna við þingskriftir en seinna árið var Þuriður við nám í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn. Heimkomin frá Kaupmannahöfn, kenndi Þuríður við heimavistarskólann að Skógum og frá árinu 1953 —66 við gagnfræðaskólann við Hringbraut, sem síðan flutti og varð Hagaskóli. En á þessu tímabili var Þuriður eitt ár í Englandi við nám í uppeldis- fræði. Frá árinu 1966 var Þuríður við nám í Ameríku í háskóla í Iliinois, tók þar B.S. próf (Bachelor of Science); árið 1968 í kennslufræði á gagnfræðastigi (secondary education) og emnig í sálarfræði. Árið eftir eða 1969 tók Þuríður magisterpróf í uppeldis- legri sálarfræði. Veturinn 1969—70 varm Þuríður Kristjánsdóttir að doktorsritgerð sinni hér í Reykja- vík og gegndi skólastjórastörfum við Fóstruskólaxm jafnframt. Doktorsritgerð sina varði hún svo við há- skólann í Illinois 1971. Við ameriska háskóla er krafizt eins árs náms í háskóla eftir magisterpróf, síðan er tveggja daga skrif- legt próf úr faginu og þá er áætlunin um doktors- 19. JÚNÍ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.