19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 26
ritgerSina lögð fram og varin fyrir dómnefnd. Ef sú áætlun er tekin gild, er hægt að halda áfram og doktorsritgerðin að lokum varin við háskólann. Frá árinu 1971 hefur dr. Þuriður kennt við Kenn- araliáskóla íslands i sálarfræði og skólasögu, en hefur frá árinu 1969 unnið að rannsókn á 6 ára bömum, þau sem þá þegar vom b)rrjuð í skóla og rannsaka námsgengni þeirra. Ritgerð dr. Þuríðar heitir: „The Relationship of Preschool Experience to Acliievement and Selected Aspects of Adjustment in Grade One.“ — Þ. e. „Samband forskólareynslu og námsframfara og fé- lagslegrar aðlögunar í fyrsta hekk barnaskóla.“ — Er ekki dýrt áS stunda nám viS háskóla í Banda- rikjunum? — Jú, það er mjög dýrt; skólagjöld em afar há fyrir útlendinga og allt uppihald dýrt. Ég hefði aldrei haldið áfram svona lengi, ef ég hefði ekki verið svo heppin að fá góða styrki. Fyrsta árið fékk ég Fulbright styrk, sem greiddi ferðir og skólagjöld. Seinna fékk ég stjrrk úr Thor Thors sjóðnum og samkeppnisstvrk [fellowship] frá háskólanum. Eitt árið fékk ég starfsstyrk [research assistantship]. Það má segja, að ég hafi lítið þurft að borga sjálf, nema uppihald fyrsta árið. Við skólann höfðu er- lendir stiídentar sömu réttindi til að keppa um styrki og heimamenn. — TJm hvaS fjallar doktorsritgerSin? — Hún fjallar um áhrif mismunandi forskóla- reynslu á námsgengi og félagslega aðlögun i fyrsta bekk barnaskóla og er hluti af ferilrannsókn, sem mun taka yfir a. m. k. sjö ár, ef til vill níu. — Hvernig stóS á, aS þú valdir þetta verkefni? — Þegar ég hafði ákveðið að halda áfram námi til doktorsprófs, þá var mjög til umræðu hér heima, einkum í Reykjavik, að taka sex ára böm inn i skól- ana. Þær umræður snemst m. a. um námsefni og kennslutilhögun. Þá ákvað ég verkefnið. — TJm hvaSa „mismunandi forskólareynslu“ er hér aS ræSa? — Þegar ég hóf athugunina haustið 1969 vom sex ára deildir í Skóla ísaks Jónssonar og við Mýrar- húsaskóla á Seltjarnamesi. Fékk ég fúslega leyfi til «ð fvlgjast með nemendum í báðum þessum skólum. í Skóla Tsaks Jónssonar var námsefni og kennsla að nokkm svipuð því, sem er í fyrstu bekkjum bama- skólanna, en í Mýrarhúsaskóla likara þvi, sem nú er i sex ára deildum í Reykjavik, þ. e. sumpart með læ'kskólasniði og miðast meira við undirbúning undir bamaskólanámið en niðurfærslu þess, þótt byrjað sé á lestrarkennslu síðari hluta vetrar. Ekki vom nein tök á að hafa sérstaka tilraunakennslu í sambandi við rannsóknina. — Voru þessir hópar svo bornir saman innbyrSis? — Já, það var gert, en fyrst og fremst var hvor hópur um sig borinn saman við sambærilegan hóp, sem hvorki var í skóla né tímakennslu þennan vetur. — Hvernig voru þeir hópar þá fundnir? — Það var ekki um annað að ræða en fá skrá yfir öll börn í Reykjavik, sem vom fædd árið 1963, og hringja síðan heim til þeirra, sem vom í Skóla ísaks Jónssonar. Væm börnin hvorki í skóla né tíma- kennslu, var beðið um leyfi til að prófa þau. Mátti heita, að allir veittu slíkt leyfi, enda þótt það kostaði þá fyrirhÖfn, að koma með bamið til prófunar í ein- hvern barnaskóla bæjarins. Þetta var mikið verk og var að nokkru unnið á vegum Skólarannsóknardeild- ar Menntamálaráðuneytisins, en þar var ég í hálfu starfi þetta ár. Naut ég einkum aðstoðar Elsu Sig- ríðar .Tónsdóttur, kennara. Hvert bam i tilrauna- hópunum tveimur var parað við jafnaldra, sem ekki var í skóla, en var af sama kyni, hafði sömu greind samkvæmt mælingu og átti föður (foreldra) úr svip- aðri atvinnustétt. — Hverjar voru svo niSurstöSur rannsóknarinnar? — 1 rauninni em niðurstöður ekki komnar fram enn nema að litlu leyti. Ætlunin er að fylgjast með börnunum gegnum barnaskólann að minnsta kosti. P'ullunnið er úr mælingum og athugunum fyrstu tveggja áranna, og um það ljallar ritgerðin. Bömin voru þroskaprófuð haustið 1969 (6 ára) og vorið 1970. Þau voru lest.rarprófuð vorin 1970, 1971 og 1972, öll árin af frú Hildi Þórisdóttur, kennara, og reikningspróf var lagt fyrir vorin 1971 og 1972, (í lok 1. og 2. bekkjar). Sömu vor fylltu kennarar út spurningalista um hvert barn, sem átti að gefa til kynna félagslega aðlögun barnsins. Eins og fyrirfram var vitað, þá voru börnin úr Skóla ísaks Jónssonar langt á undan sínum samanburðarhópi, bæði i lestri og reikningi, á öllum prófunum. Forvitnilegt verður hins vegar að fylgjast með, hvort sá munur helzt og þá hvað lengi, hvort hann kemur e. t. v. fram á fleiri námsgreinum, hvort þessi börn þurfa frekar eða síður á sérhjálp að halda i lestri en samanburðar- hópurinn o. s. frv. Börnin úr Mýrarhúsaskóla vom ekki á undan sínum samanburðarhópi í lestri í lok sex ára bekkjarins svo marktækt væri, en það vom þau baiði í lestri og reikningi í lok fyrsta bekkjar. Reikningsprófin vom nýstárleg, að nokkm eftir er- londri fvrirmynd, og prófuðu m. a. orða og hugtaka- 24 19. JÚJMÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.