19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 13
rækt virðist iriér vera lögð við að þroska sköpunarþörf bama á þessu heimili, og finnst mér það mjög æskilegt, þar sem foreldrar hafa bæði misgóða aðstöðu og hug- mvndaflug til að leiðbeina bömum sínum á því sviði. Einnig er lögð áherzlu á að vekja áhuga bam- anna á umhverfi sínu. Sem dæmi um það má nefna, að farið var með allan hópinn til að fylgjast með undrinu, þegar hryssa ein kastaði í nágrenni barnaheimilisins. Ann- að skemmtilegt dæmi er það, að fóstmmar fóru með bömin niður í miðbæ til að fagna komu hand- ritanna, þegar þau komu til lands- ins. Aður höfðu börnin verið frædd allvel um handritamálið. Ég held, að foreldrarnir hafi almennt ekki tök á að leyfa börnum sínum að fylgjast með atburðum sem þess- um, eins vel og .fóstrur, sem hafa þetta að atvinnu, og einnig held ég, að fáir foreldrar hafi hugsun á því. Þegar við „húsmæður“ stöndum í bakstri og alls konar undirbún- ingi fyrir stórhátíðir, koma börn okkar frá barnaheimilunum með ýmsa smáhluti, sem þeim hefur verið kennt að búa til, einnig segja þau okkur sögur og fara með vísur, sem þau hafa lært, og allt er þetta tengt hinum ýmsu hátíðum. Held ég, að fá heimili myndu hafa tíma til að sinna börnum á þennan hátt vegna anna og af öðrum ástæðmn. Skógarborg virðist þó vera í nokkurri sérstöðu, hvað stærð snertir. Þar eru ekki nema á milli tuttugu og þrjátíu böm, og er það efalaust mikill kostur. Ég efast ekki um, að fóstrun á einkaheimilum geti verið ágæt, sé vel skipulagt, bæði hvað mannval og aðstæður snerti. Hvað safnaðarheimilum við- víkur, má vel vera, að þau geti skilað barnagæzlulilutverkinu á- gætlega, þó að mínu áliti aðeins, ef trúmálum er haldið utan við dag- leg störf. Þar held ég, að hvert heimili verði að fá að hafa úrslita- vald. Mestu máli skiptir þó, að börn njóti umhyggju og hæfilegs at- liafna- og skoðanafrelsis. Ég held, að foreldrar geti fyllilega treyst þvi fólki, sem Fóstruskólinn og Sumar- gjöf velja til að annast þessa starf- semi. Nú get ég að vísu ekki talað nema út frá eigin reynslu. Við verðum aldrei vör við, að drengur- inn okkar fari með neinum trega að heiman á morgnana, þó að við teljum okkur hafa skapað honum ágæt skilyrði og hann njóti yfir- leitt alls þess, sem við teljum nauð- synlegt. Þetta getur aðems borið vott um tvennt, annaðhvort er svona leiðinlegt heima eða þá svo mikið gaman á barnaheimilinu, og því vil ég heldur trúa af eðlilegum ástæðum. Aftur á móti verð ég oft vör við, að drengurinn minn vill liafa með sér persónulegan smá- hlut að heiman. Þó að ég ymii ekki utan heimilis, teldi ég æskilegt, að barnið mitt hefði kost á að dveljast á barna- heimili einhvern tíma dags, ekki til að losna við það, heldur til þess, að það kynntist öðrum viðhorfum en eru heima hiá því og umgengist annað fólk, bæði fullorðna og böm. Auk þess finnst mér drengurinn minn betur kunna að meta helgar og sumarfrí, þegar við erum öll saman heima eða að heiman. Að lokum vil ég koma á fram- færi þeirri skoðun minni, að nauð- synlegt er að laða fleiri karlmenn til starfa á bamaheimilum. Það lilýtur að vera börnum eðlilegast að umgangast bæði kynin, auk þess em mörg börn á bamahehnil- um börn einstæðra mæðra. Helga Ragnarsdóttir hjúkrunarkona. Börn og fjölmiðlar Sífellt meira af þeirri reynslu, sem böm okkar fá af raunvemleik- anum, er óbein, það er að segja, að skotið er inn millilið milli bams- ins og raunveruleikans. Bækur, blöð, útvarp, sjónvarp, kvikmynd- ii', allt eru þetta fjölmiðlar, sem sýna okkur og bömum okkar ým- ist ónákvæm líkön af raunveru- leikanum eða fjarlæga mynd af honum, sem við sjáum gegnum gler og getum engin áhrif haft á. Hver er svo aðalmunurinn á fjölmiðlum og þeirri miðlun, sem fram fer við bein samskipti milli fólks. Fjölmiðlunin er í fyrsta lagi óbeiry það er að segja, hún krefst yfirleitt tæknilegra hjálpar- 19. JIJNÍ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.