19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 28
Stofnunin, sem ég vinn hjá, heitir „Independent Credit Union“, og er í borginni Anderson í Indiana fylki í Bandaríkjunum. Þetta er eins konar lífeyris- eða samvinnusjóður fyrir starfsfólk Delco-Remy, sem er dótturfyrirtæki General Motors. Starfsfólk Delco- Remy getur safnað peningum í sparisjóð hjá þessari stofnun og fengið lán út á sparifé sitt fyrir öllu, sem hugsazt getur. Aðallega fær fólk lán til kaupa á bíl- um, húsgögnum. bátum, o. s. frv. Starfsfólkið endur- greiðir svo lánin með því að heimila fyrirtækinu að taka afborgun lánsins af vikukaupi sínu, og ef það óskar, má einnig taka af vikukaupi þess peninga, sem það vill leggja í sparisjóð vikulega. Fyrirtækið (Delco Remy), sendir svo stofnuninni (Credit Union) ávís- un vikulega fyrir heildarupphæð kaupfrádráttar með- limanna. Ávísun þessi nemur um þessar mundir ná- lægt þrjú hundruð þúsund dollurum á viku. Fjárhagsstofnun þessi var stofnuð árið 1946 af nokkrum starfsmönnum og -konum, sem unnu hjá Delco-Remy. Byrjað var með nokkra meðlimi, og var skrifstofan í litlu herbergi. Vann stjómin svo í frítímum sínum, kauplaust, á skrifstofunni og réði eina konu til að sjá um daglegan rekstur. Aðalstjóm- arkonan vann að þessu mest, og er talið henni að þakka, að stofnunin vakti athygli samstarfsmanna hjá Delco-Remy og fékk viðurkenningu frá Indiana fylki. Fór fleira og fleira fólk að hafa áhuga á þessu og leggja peninga í stofnunina, þar sem vextimir vom hærri en gerist og gengur í bönkum. Síðan hefur stofnunin stækkað svo, að nú nema eignimar um átta milljónum dollara, og er staðsett í nýrri byggingu á tveimur hæðum. Meðlimunum hefur fjölgað frá um 100 fyrsta árið í um 14000 árið 1970 og í maí 1973 vom meðlimimir um 19000. Nú vinna þar 25 menn. 24 konur og einn karlmaður. Konan, sem rekur stofnunina, er sú sama og stofn- setti hana og fær hún núna hátt kaup. Hún er mál- svari stjórnarinnar. Hún sér um að ráða starfsfólkið, og er engin stórákvörðun tekin án hennar samþykkt- ar, svo sem fjárfestingar stofnunarinnar, sem hafa verið mjög hagstæðar, eins og sjá má af ágóða stofn- unarinnar. Þar sem þessi stofnun er talin eign meðlima henn- ar, borgar liún ekki fremur en aðrar sams konar stofnanir (Credit Unions), skatta af tekjum sínum. öllum tekjum er skilað aftur til meðlimanna með því að borga þeim hærri vexti af sparifé sínu og krefjast minni vaxta fyrir lán þeirra. Nú sem stend- ur, borgar stofnunin 6% vexti á ári af sparifé. Árs- vextir af lánum nema 6(4 % á ári. Einnig njóta með- limirnir annarra fríðinda, svo sem líftrygginga sem eru á öllum lánum og á sparifé (upp að $2000). Þ. e. a. s. deyi meðlimur, sem á sparifé í stofnuninni og er með lán, þá tvöfaldazt spariféð, sem erfinginn fær, og er lánið greitt af tryggingastofnun. Eins og sjá má af ofanskráðu, er mjög hagstætt fyrir starfsfólk Delco-Remy og þeirra fjölskyldur að leggja peninga sína inn í stofnunina og að fá lán þar. Sams konar stofnanir (Credit Unions) eru til, og alltaf fleirum að skjóta upp víðs vegar um Banda- ríkin. Eru þessar stofnanir bönkum til mikillar mæðu, þU að bankamir eru ekki samkeppnishæfir, segja þeir, vegna þess að þeir síðamefndu þurfa að borga svo mikla skat.ta. Hafa bankayfirvöld í Banda- ríkjunum stofnað nefnd til að fá stjómvöld til að skattleggja Credit Unions, en það gengur ekki, þvi að tekjur þeirra falla undir þá liði, sem ekki má skattleggja. Byrjaði ég að vinna hjá Independent Credit Union í desember 1970. Hafði ég áður unnið hjá lánastofn- un í sömu borg, og var ráðin með hliðsjón af reynslu minni þar. Fyrst vann ég sem gjaldkeri, en síðan við að taka á móti fólki, sem kom inn til að fá lán, og að svara spurningum þess í síma. Upp á síðkastið hefi ég unnið við að tala við fólk um lán og að veita þeim eða neita þeim urn lán, hvort sem við á. Er það 26 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.