19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 40
tung] um miðjan nóvember er Loy Krathong. Þá biðja menn til Búddha um að láta vatnið endast og þurrka- tílnann verða stuttan. Búa þeir þá til báta, sem þeir skreyta með blómum, reykelsi og kertum og setja síðan út á fljótin og á tjarnir, sem oft eru í görðum. Síðan dansa þeir á eftir, borða og skemmta sér. Stendur hátíð þessi eitt kvöld. Held ég þessum sið með stúlkunni minni í Danmörku og hennar vin- konum. Nota ég þá litla sundlaug, sem börnin mín eiga. Eitt sinn þegar nágrannarnir urðu þess varir, að ég var að fylla laugina um miðjan nóvember, tóku þeir bara um ennið. Það var auðséð, að þeir héldu, að ég væri eitthvað skritin að vera að fyBa sundlaug í þessu kalsaveðri, og ekki batnaði það, þegar þeir sáu okkur dansa í kringum laugina í hráslaganum um kvöldið. f iok þurrksins í apríl eru önnur hátíðahöld, sem kallast Song Kran. Dýfir þá fólk höndunum í skálar með vatni og dreypir þvi siðan hvert á annað. Er þetta gert í heimahúsum. — En svo að vi'S rœSum svolítiS um Indónesíu, hvernig fundust þér kjör fólks á þeim tíma, sem þú bjóst þar? — Árin 1960—1963 voru erfið ár í Indónesíu, og má segja, að fólkið á einhverjuin gjöfulustu eyjum heims hafi búið við hungursneyð. — Hverjar telur þú orsakir hinna erfiSu lífskjara fólksins? — Held ég, að þar megi um kenna stjórn Suk- harnós. Upphaflega var hann mikill hugsjónamaður, en breyttist hin síðari árin. Var honum um megn að ráða fram úr þeim vandamálum, sem að steðjuðu. Ef til vill má að einhverju leyti rekja rætur þessa Frá Bali í Indónesiu. Þar ber fólk byrSar á höfðinu. Hús í þorpi á Balí í Indónesíu. ástands til þess, hve óviðbúnir Indónesar voru að taka að sér stjóm Indónesíu, þegar hún öðlaðist sjálf- stæði nokkmm árum eftir stríðslok. — HvaS er þcr minnisstœSast úr háttum Indónesa? — Samkvæmt kenningu Múhammeðs fasta margir Indónesar einn mánuð á ári, og kallast sá mánuður ramadan. Fasta þeir þá frá sólampprás tB sólarlags og mega ekki einu sinni renna niður munnvatni sínu. Eftir sólarlag er borðað og slegið á trumbur. Svalla þá sumir um nætur. Strax að föstu lokinni um miðjan vetur er hátíð í þrjá daga og þrjár nætur. Þá hittist f jölskyldan, og allir verða að fá sér ný föt. — Eru allir Indónesar MúhammeSstrúar? — - Á Balí er fólk aðallega Búddhatrúar. öðmvísi en aðrir Indónesar em þeir glaðværir, vinnusamir og listrænir. Þar vinna aðallega konur Má sjá þær bera byrðar á höfðinu, og verða þær tigulegar af þvi. En karlmennirnir skemmta sér við hanaslag. Samt sem áður taka konurnar yfirleitt þátt i trúarlegum há- tíðum á kvöldin í musterunum eða nálægt þeim. Er þá inikið um dans og leiklist. Þykir heiður að þvi, að utanaðkomandi sæki þessar hátíðir, og sýna þá Balí- búar gestum mikla kurteisi og umönnun. — En hvernig eru indónesískar konur? — Konur i Indónesíu em fallegar og listrænar. Þær ganga i þjóðbúningi, en það gera thailenzkar konur vfirleitt ekki. — Hver er staSa kvenna í Indónesíu? — Múhammeðstrú er ríkjandi í Indónesíu, og mega menn þess vegna eiga fjórar konur hver. Þó er staða kvenna miklu frjálsari í Indónesíu en í Arabalönd- um. Geta konur í Indónesíu farið allra sinna ferða án þess að hafa slæðu fyrir andlitinu. —- HvaS viltu segja um störf kvenna utan veggja heimilisins? 38 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.