19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 39
— Er auSvelt fyrir alla áS menntast í Thailandi?
— Börn á bamaskólastigi eru skólaskyld. En ekki
er unnt að segja, að eftirlit sé strangt með því, að
skólaskyld börn sæki skóla. Kennsla i barnaskólum er
ókeypis, en hins vegar verða nemendur að greiða
skólagjöld við flesta framhaldsskóla. Þannig er
menntun ennþá forréttindi í Thailandi og erfiðara
fyrir fólk af lágum stigum að afla sér æðri menntun-
ar og hækka í þjóðfélagsstiganum.
— Þú talar um, aS algengast sé, aS lágstéttakonur
vinni hússtörf. Finnst þér, áS þú sem Evrópubúi hafir
haft önnur viShorf til þjónustufólks en Thailendingar
sjálfir?
— Hástéttunum í Thailandi fundust við Evrópu-
menn og Ameríkanar hafa slæm áhrif á húshjálpar-
vinnumarkaðinum, þar sem stúlkur höfðu það betra
hjá okkur og við borguðum þeim hærri laun. Olli það
upplausn að dómi thailenzkra hástétta, þar sem stúlk-
urnar byrjuðu í húsum Thailendinga og lærðu hjá
þeim almenn húsverk, síðan fóru þær að vinna fyrir
Evrópumenn, og seinast réðu þær sig til Ameríkana,
þar sem þeir borguðu þeim hæst laun.
— Hverjir gœta bús og barna hjá lágstéttunum, á
me'ðan mœSurnar fara út aS vinna?
— Þá eru það helzt afarnir og ömmumar, sem
gæta barnanna, á meðan mæðuraar eru við sína
vinnu utan heimilanna. Engar almanna tryggingar
eru í Thailandi. Feðurnir og mæðumar endurgjalda
öfunum og ömmunum barnagæzluna með þvi að sjá
Munkar i gulurn kuflum viS musteri nokkurt. ÞáS var eirts-
konar herskrlda hjá Thailendingum að fara í klaustur i eitt
ár eða svo. Og kom fxað oft fyrir, að þeir þurftu cð fá frí úr
vinnunni þess vegna.
þeim farboi’ða. Vert er þó að geta þess, að læknis-
hjálp og sjúkrahúsvist er ókeypis.
— Finnast þér fjölskyldubönd vera sterk í Thai-
landi?
— Mikil virðing er borin fyrir þeim, sem eldri eru.
Við húshjálp hjá mér núna í Danmörku hef ég tæp-
lega fertuga konu thailenzka. Varð hún að fá leyfi
foreldra sinna til að koma með okkur hjónunum til
Danmerkur. Hefðu foreldrar hemxar sagt nei, hefði
hún ekki komið ineð okkur.
— llver eru helztu trúarbrögS Thailendinga?
--Thailendingar eru Búddhatrúar. Búddhatrú og
kristin trú eru lík trúai'brögð og laus við allt ofstæki,
eins og finna má hjá Múhanuneðstrúarmönnum.
Hinn áttfaldi vegui', sem Búddha kenndi, er svipaður
boðorðum kristinna manna.
— HváS viltu segja okkur frá trúarhátíSum Thai-
lendinga?
— - Á veti'um er þurrkatími f rá því í október og þar
til í maí. Þegar monsúninn er liðinn hjá, við fullt
FÖTSPOR BÚDDHA, eitthvert fallegasta musteri í Thailandi,
og er það i um það bil 150 km fjarlœgð norður af Bangkok.
19. JÚNÍ
37