19. júní


19. júní - 19.06.1973, Side 44

19. júní - 19.06.1973, Side 44
Hefur t. d. verið spurt um hag ógiftra mœðra hér og að- stæður útivinnandi mæðra. Anna Sigurðardóttir hefur verið fréttaritari KRFJ við útlönd og hefur hún oft sent fréttir frá íslandi í timarit Alþjóðasambandsins. Margrete Ingledeurw var hér á ferð s.l. sumar og skrifaði hún í blað Alþjóðasamtakanna fréttir um starf KRFÍ og frásögn af ferð sinni. Samband nor- rænna kvenréttindafélaga hélt ráðstefnu i Noregi í maí 1972. Anna Sigurðardóttir og Lára Sigurbjömsdóttir sátu þá ráð- stefnu og mun Lára segja frá henni síðar á landsfundinum. Tjtvarpsnefnd KRFl hefur verið lögð niður og mun Anna Sig- urðardóttir segja nánar frá því. Ríkisstyrkur til KRFl hefur fram að þessu — síðan 1964 — verið kr. 50.000,00 á ári, en á s.l. ári var hann hækkaður í kr. 125.000,00. Formaður flutti kveðjur frá Svöfu Þorleifsdóttur og Aðal- björgu Sigurðardóttur, en þær eru báðar með elztu félags- konum i Kvenréttindafélaginu og hafa unnið því vel og dyggi- lega, en hvorug gat af heilsufarsástæðum sótt þennan lands- fund. Aðalbjörg bað fyrir sérstaka orðsendingu til landsfundar- ins þess efnis: „Að konur mættu aldrei gleyma þvi að heimilið væri og mundi ávallt verða grundvöllur og homsteinn þjóð- félagsins, hvernig svo sem tímar breyttust". Að lokum óskaði formaður fundarkonum Landsfundarins allra heilla og bað þess, að fundarstörf yrðu farsæl og árangurs- rik. Bað fundarkonur hugleiða vel aðalmálefni fundarins, sem er: „Illutverk konunnar í mótun þjóðfélags framtíðarinnar“. Einnig að fundarkonur stæðu vel saman að samþykktum til- lagna og sameinuðust í því að einbeita sér að þessu aðalmáli fundarins. Formaður sagði frá því, að tillaga um, að karlmenn fengju inngöngu i Kvenréttindafélag Islands hefði verið rædd á aðalfundi félagsins s.l. haust og samþykkt þar. Verður sú tillaga borin upp á Landsfundinum nú. Skýrsla og reikningar Menningar- og minningarsjóSs kvenna. Auður Auðuns flutti skýrsltina, skýrði reikninga og sagði frá styrkveitingum. Sjóðurinn veitti 83 styrki árin 1968—1971 að upphæð samtals kr. 460.000,00. Styrkimir vom veittir stúlkum, sem flestar vom við háskólanám erlendis. Upphæðir hæstu styrkja hvert ár vom frá kr. 6.000,00 og upp í kr. 8.000,00. Sjóðstjómin hefur ekki séð sér fært að hækka styrki frá því, sem verið hefur, en þó hafa verið gerðar tvær undan- tekningar. Katrinu Thoroddsen, lækni, var sýnd sú sæmd og þakklæti af hálfu sjóðstjómar, að fela henni að tilnefna stúlku, sem myndi hljóta kr. 10.000,00 styrk, sem hún gerði með mikilli gleði og ánægju. Þá vom Halldóru B. Bjömsson veittar kr. 10.000,00 úr sjóðnum til stuðnings við þýðingu og útgáfu Bjólfskviðu. Talaði Auður Auðuns hlýlega um þessar konur og ininntist þeirra með þakklæti og virðingu. Skipulagsskrá sjóðsins, sem samþykkt var í ágúst 1945, var tekin til endurskoðunar og gerðar á henni breytingar 23. júní 1971. Á 6. gr. skipulagsskrárinnar var gerð breyting og segir nú að leggja skuli fjórðung vaxta við höfuðstól, en öðmm árlegum tekjum sjóðsins skal heimilt að verja til styrkveitinga. Einnig var breytt ákvæðum um útgáfu æviminningabókar og atriðum varðandi varðveizlu handrita. Þriðja breytingin er á 9. gr. varðandi umsóknarfrest og tímamörk á árinu í sambandi við umsóknir, til hagræðis fyrir sjóðstjóm og umsækjendur. Em þessar breytingar til mikilla bóta og hafa verið gerðar í samráða við stjórn KRFl. 1. DreifbýliS og menningiiráhrif þess. 1. 13. Landsfundur KRFl haldinn 19.—22. júni 1972, lítur svo á, að mjög mikilvægt sé, að búseta haldist í dreifðum byggðum landsins og að því beri að stefna, að sem bezt samstarf og samstaða sé milli dreifbýlis og þéttbýlis, svo þjóðin njóti góðs af gagnkvæmum menningaráhrifum. 2. 13. Landsfundur KRFl vill benda á — gagnvart skólamál- um dreifbýlis — hve mikil þörf er á, að í heimavistar- skólum séu fastráðnir starfsmenn, er sinni bömunum eftir skólatimann, húsmóðir og heimilisfaðir. Að öðm leyti telur fundurinn heppilegast, að lögð sé áherzla á, að bömin fari í heimagönguskóla ef mögulegt er að koma þvi við, eða að þau a. m. k. séu ekki yngri en tíu ára, er þau fara i heimavistarskóla, einkuin ef ekki er húsmóðir við skólann. 3. Fundurinn bendir á, að æskilegt sé að efla ábyrgðartil- finningu unglinga og áhuga á að hlynna að sinum heim- ilum og finna ánægju í þvi að taka þátt í uppbyggingu þeirra. Félagasamtök gætu stuðlað að slíku hvert á sínum stað, t. d. með þvi að miða tómstundarstörf, námskeið og fleira við það, að unglingar fái skilning á þvi, að þeirra þáttur í samstarfi innan heimilanna er mikill og ómetan- legur. 4. Fundurinn telur æskilegt. að gefinn sé fullur gaumur að vandamáluin gamla fólksins, því sé gert fært að dvelja sem lengst á eigin heimilum, en ef aðstæður leyfa ekki slíkt, þá séu tiltækir dvalarstaðir, sem veita þá þjónustu, sem nauðsynleg er. Æskilegast er, að slík dvalarheimili séu ekki of stór og séu sem víðast um landið svo eldra fólkið þurfi ekki að fara úr sínu héraði. 1 þessu sambandi bendir fundurinn á, að DAS er upp- bjrggt af fjármagni frá öllum landsmönnum svo eðlilegt hlýtur að teljast, að dvalarstaðir aldraðra á vegum þess verði reistir viðar en í Reykjavík. Einnig vill fundurinn beina þeirri áskorun til fjárveitingarvaldsins, að það leggi fram fé til bygginga og reksturs elliheimila á hliðstæðan hátt og til sjúkrahúsa. 5. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir fyrirhuguðum lækna- miðstöðvum úti um landsbyggðina og i kjölfar þeirra full- komnari heilbrigðisþjónustu og skorar á viðkomandi yfir- völd að hraða þessum framkvæmdum. 6. Fundurmn bendir á, að nú eru mörg prestaköll úti um landið prestslaus og skorar því á prestastétt landsins að sinna þeim verkefnum, er þar biða hennar. 7. Fundurinn harmar þá þróun mála í sveitum landsins, að vildisjarðir fari í eyði, meðal annars vegna þess, sem mjög ber á i seinni tið, að fjársterkir aðilar í þéttbýli kaupa þær og nýta síðan að litlu eða engu leyti nema fyrir sportveiði og því um líkt, takmarkaðan tima árs. Æskilegt virðist, að ráðamenn landbúnaðarmála tækju þetta og fleiri atriði til gagngerrar athugunar og úrbóta svo að aðgengilegra yrði fyrir ungt fólk að hefja búskap, það geti fengið betri fyrirgreiðslu viðvíkjandi jarðnæði og góð lánakjör til að koma sér upp bústofni og vélakosti. 8. Umgengni er víða ábótavant í sjávarþorpum og leiðinlegt að sjá jafnvel ný og falleg hús standa í ruslahaug og drasl fljótandi á sjónum og í fjörum. Einnig er leitt að sjá í sveitum fallin hús og vanhirtar illa viðhaldnar girðingar. Æskilegt væri, að kvenfélögin hvert á sínum stað úti á landsbyggðinni hefðu meiri áhrif til snyrtilegri umgengni utanhúss i sveit og við sjó. 42 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.