19. júní - 19.06.1984, Page 6
Orðavalið á
Alþingi er
samkvæmt
uppskrift
Salóme Þorkelsdóttir fyrsti
kvenforseti efri deildar Alþingis
Salóme Þorkelsdóttir er fædd og
uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar
eru Anna Sigurðardóttirog Þorkell Sig-
urðsson sem lést 1969. Þorkell var vél-
stjóri á togurum og mikill áhugamaður
um stjórnmál. Hann starfaði fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og skrifaði greinar í blöð
og tímarit. Móðir hennar hefur lítið
skipt sér af stjórnmálum en fylgist af
áhuga með því sem gerist í þjóðmálum.
Salóme kveðst því aldrei hafa verið í
vanda með að velja, þar sem hún hafi
svo að segja verið fædd inn í flokkinn.
Framhaldsnám stundaði hún við
Kvennaskólann í Reykjavík eftir að
hafa verið í undirbúningsdeild hjá Har-
aldi Björnssyni kennara og leikara. f
huga hennar eru Kvennaskólaárin sér-
stæð að því leyti að þá var síðari heims-
styrjöldin í algleymingi og ísland her-
setið. íslenskir sjómenn sigldu með afl-
ann til Englands öll stríðsárin og voru í
sífelldri hættu vegna kafbátaárása.
Áhrif þess voru því mikil á líf og störf
sjómanna og fjölskyldur þeirra.
Eiginmaður Salóme er Jóel Kr.
Jóelsson garðyrkjubóndi í Mqsfells-
sveit. Þar hafa þau búið allan sinn bú-
skap að fyrsta hjúskaparárinu undan-
skildu en þá voru þau í Biskupstungum.
Þau eiga þrjú uppkomin börn og barna-
börnin eru orðin fimm.
Alin upp í kvenfélaginu
„Ég hef frá því að ég man eftir mér
verið mjög pólitísk. Þann áhuga tók ég
í arf frá föður mínum. Fljótlega eftir að
ég flutti í Mosfellssveitina, þá tvítug og
nýgift, gekk ég í kvenfélagið eins og ég
hélt að tilheyrði. Forystukonur félags-
ins voru mjög félagsvanar og voru
fundasköp í heiðri höfð. Við urðum að
standa upp ef okkur lá eitthvað á hjarta
og ekkert þýddi að tauta úr sæti sínu.
í kvenfélaginu öðlaðist ég reynsluna
í félagsstörfunum og fékk smám saman
sjálfstraust. Þegar stofnað var sjálf-
stæðisfélag í Mosfellssveit var ég einn af
stofnendum félagsins og sótti síðan all-
flesta pólitíska fundi.
Upphaf hins eiginlega stjórnmála-
ferils var árið 1962. Þá var leitað til mín
um að gefa kost á mér í framboð vegna
væntanlegra hreppsnefndarkosninga.
Hafnaði ég í sæti fyrsta varamanns en
kom síðan inn sem aðalmaður 1965.
Árið 1967 hóf ég störf á hreppsskrif-
stofunni og vann seinustu árin sem
gjaldkeri hreppsins, en lét af störfum
þegar ég var kosin á þing í desember
1979.“
Vingjarnlegir eldri menn vísa
ókunnugum rétta leið upp á
áhorfendapalla efri deildar Al-
þingis. Á upphækkuðum, áber-
andi stórum og fallega útskorn-
um stól situr forseti efri deildar
og stýrir fundi. Forseti rís úr sæti
og gefur háttvirtum sjötta lands-
kjörnum þingmanni orðið -
engin nöfn eru nefnd. Þingfor-
seti tilkynnir atkvæðagreiðslu
um breytingartillögu og þrýstir
á bjölluhnapp í borðinu. Þing-
mönnum fjölgar í salnum og þeir
greiða atkvæði með handaupp-
réttingu.
Sá sem stýrir fundi er þing-
maðurinn Salóme Þorkclsdóttir,
fyrsta konan sem gegnir embætti
forseta efri deildar Alþingis.
Þingforseti er bæði kvenleg og
aðlaðandi kona sem augsýnilega
hefur haldið áfram að vera hún
sjálf en ekki breyst í neina karl-
konu á þessum svo mjög kyn-
skipta vettvangi.
Þegar betur er að gáð má
greina tvær aðrar konur meðal
viðstaddra þingmanna. Einn
málglaður á pöllunum telur það
vísbendingu um að konurnar séu
á góðri leið með að taka yfir.
Aðeins ein önnur kona hefur
gegnt embætti þingforseta.
Ragnhildur Helgadóttir núver-
andi menntamálaráöherra var
förseti neðri deildar Alþingis á
árunum 1961-1962 og 1974-
1978.
Gott veganesti
- Hvernig er að vera kona í stjórn-
málum?
„Með tilliti til heimilis og barna er það
alltaf vandamál fyrir konur. Börnin
okkar voru orðin nokkuð stálpuð þegar
ég byrjaði fyrir alvöru og það bjargaði
mér að hreppsnefndarfundirnir voru
ekki tímafrekir. Þegar ég tók síðan sæti
á þingi hafði ég gott veganesti sem var
mikil reynsla í sveitarstjórnarmálum,
sem ég tel góðan undirbúning.
Ég er ein af þeim konum sem lét til-
leiðast. Hafði engar stórar hugsjónir í
6