19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 7
byrjun en fann fljótlega að þetta var
bæði áhugavert og skemmtilegt við-
fangsefni. Starfið á þingi er vissulega
krefjandi. Fylgja verður flóknum þing-
sköpum, sem tekur tíma að venjast, og
vinnudagarnir eru oft langir en ég hef
mikla ánægju af starfinu. Ef ekki væri
ánægjan risi maður varla undir álag-
inu.“
Ávarpinu varð að breyta
- Getur sú staðreynd að forseti lýð-
veldisins er kona - hafa haft áhrif á að
þú varst valin deildarforseti?
„Já, ég er sannfærð um að það hefur
haft viss áhrif. Tilkoma Kvennalistans
hefur líka vakið til umhugsunar, þótt ég
persónulega sé ekki fylgjandi því að
vera skipað á bás vegna kynferðis. For-
seti má taka til máls þegar hann sjálfur
vill. Ég er að vissu leyti bundnari en
áður því ég get ekki vikið úr stól nema
með því að fela varaforseta fundar-
stjórn.
Starfið er skemmtilegt að takast á við
en mjög hefðbundið. Það eru ákveðnar
hefðir - orðavalið er samkvæmt upp-
skrift - þannig að ég breyti litlu sem
engu. Ein breyting varð þó ekki um-
Salóme Þorkelsdóttir í sæti sínu í efri deild
Alþingis. (Ljósmynd Anna Gyða Gunnlaugs
dóttir).
flúin. Venjan var sú að ávarpa þing-
forseta „herra forseti“. Samþingmenn
mínir neyddust til að breyta því og
ávarpa mig nú „virðulegi eða hæstvirti
forseti“.
Konur og stjórnmál
Það er dapurlegt hve konum gengur
illa í prófkjörum og að komast á lista.
Innkoma kvenna í stjórnmálin er auð-
vitað eðlilegust og best ef þær geta þró-
ast og þjálfast við hlið karlanna í góðu
samstarfi og þannig aukið hlut sinn og
áhrif smám saman. En ég skil vel að
konur séu orðnar óþolinmóðar. Nú eru
svo margar ungar konur sem eru til-
búnar og vilja takast á við málefnin.
Konurnar bæði vilja og þær þurfa að
vera með. Ef við hugum að mannlegu
þáttunum þá eru konurnar þar oft betur
að sér og láta þau mál frekar til sín taka.
Einn þeirra málaflokka sem ég hef
mikinn áhuga á eru umferðarmálin.
Það er mál sem varðar okkur öll. Fjöldi
umferðarslysa er alltof mikill, sem er
óhagkvæmt þjóðhagslega en ekki hvað
síst sársaukafullt. Fyrirbyggjandi starf
er þar mikilvægur þáttur. í starfi okkar
í nefndinni um tengsl heimila og skóla
hefur þetta verið til umræðu. Þar kom
fram þáttur „grenndarskóla“. Það eru
skólar sem eru reistir svo að segja mitt í
heimabyggð barnanna, sem gerir það
að verkum að skólaeiningarnir verða
fleiri en um leið smærri. Slíkt skipulag
skólabygginga skoðast sem liður í fyrir-
byggjandi starfi. Skólaganga barnanna
verður öruggari og betri ekki hvað síst
með tilliti til umferðarinnar. Auk þess
auðveldar það og stuðlar að auknum
samskiptum heimila og skóla. Ég hef
þá skoðun að allt sem hægt er að gera til
þess að fækka umferðarslysum sé þess
virði að það sé gert.“
7