19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 13

19. júní - 19.06.1984, Side 13
stofnuð æskudeild félagsins. Úur voru þær kallaðar og höfðu unnið ýmsar kannanir, svo sem á lestrar- og reikn- ingsbókum í barnaskólum og á skipan kvenna og karla í launaflokkum í bönkum landsins. Úu-hópurinn var stofnaður að ósk Alþjóðasambands kvenna (International Alliance of Women) sem Kvenréttindafélag ís- lands er aðili að. Á fundi sem sam- bandið hélt í London 1967 var þeirri ósk beint til aðildarfélaganna að þau reyndu að hafa sérstakar deildir -æsku- deildir- með konum yngri en 35 ára. Þar sem ég sat þennan fund kom það í minn hlut að koma þessari deild hér á lagg- irnar. Árið 1968 sáu tvær af Úunum, Ásdís Skúladóttir og Guðfinna Ragnarsdótt- ir, um klukkutíma dagskrá í útvarpinu. Par ræddu saman konur og karlar um „hlutverk kynjanna“ í fyrsta sinn á ís- landi á opinberum vettvangi. Það er því kannski ekki fráleitt að segja að nýja kvennahreyfingin hafi byrjað hjá Úunum. Það Ieið ekki langur tími þar til mér varð ljóst að Rauðsokkahreyfingin og KRFÍ hefðu varla getað starfað í sam- einingu og ekkert var við það að athuga að starfandi væru tvö félög sem ynnu að sama markmiði eftir ólíkum leiðum og meðal ólíkra hópa að vissu ieyti. Rauð- sokkahreyfingin átti því fullan rétt á sér, og hún vakti marga til umhugsunar um það misrétti sem konur eiga við að búa.“ Ekki hægt að staðla mannlífíð - Hvað finnsl þér þá hafa áunnist á þessum síðustu árum í jafnréttis- baráttunni — hvar stöndum við núna? „Það hefur í raun og veru ekki orðið nægilega mikil breyting í jafnréttisátt, þrátt fyrir þrotlaust starf þeirra allt of fáu sem vinna að þessum málum. Þetta virðist ætla að verða merkilega hæg þróun, nema þá helst á sviði mennt- unar. Það er enn iangt í land að fullt jafnrétti náist. Það næst ekki í hjú- skapnum til dæmis nema tekjur og eignir hjóna séu jafnar og þá eiginlega ekki nema þar sem engin börn eru til staðar. Annars vil ég ekki alhæfa neitt í kvenréttindamálum. Það fer svo mikið eftir kjörum hvers og eins og það verður aldrei hægt að staðla mannlífið. Það eru líka sífellt að koma upp ný mál sem taka verður afstöðu til og ýmist tefja eða hvetja þróunina til jafnari stöðu karla og kvenna. Mér dettur í hug tölvubyltingin sem dunið hefur yfir okkur á allra síðustu árum og gæti reynst konum hættuleg og svo hins vegar framkomu sérstakra kvennalista við alþingis- og sveitastjórnarkosn- ingar. Þeir hafa tvímælalaust sýnt að þeir áttu fullan rétt á sér eins og málum er háttað. Ég er í grundvallarhugsun á móti því að konur tefli sér fram án eðli- legrar samkeppni við karla á jöfnum grundvelli, en eitthvað varð að gera.“ Lífíð er of stutt - Að lokum, Anna, þegarþú horfiryfir farinn veg, ertu þá sátt við lífið og það sem þú hefur starfað við um ævina? „Þú spyrð mig nokkuð persónulega og ég hef nú ekki mikið hugsað um það hvort ég vildi hafa gert eitthvað öðru- vísi en ég gerði. En einu hef ég gert mér fulla grein fyrir og það er að ég sé ekk- ert eftir því að hafa ekki farið mennta- veginn svokallaða. Það hafði reyndar komið til tals að ég færi í Menntaskól- ann, en ég fór í Kvennaskólann og ástæðan var eiginlega sú að ég var hrædd um að ég væri ekki nógu greind til að fara í menntaskóla því ég gat ekki hugsað mér að verða ef til vill fyrir neðan miðjan bekk. Ég er sannfærð um að ég hefði ekki fengist við jafn fjöl- breytt málefni og ég hef gert, ef ég hefði gengið menntaveginn og t.d. orðið málakennari sem líklega hefði orðið fyrir valinu, ellegar hagfræðingur. Ég hef haft áhuga á svo mörgu um ævina og orðið að kynna mér svo margt vegna jafnréttismálanna og ég hef þá trú að það hafi verið mér styrkur að vera ekki bundin á neinn sérstakan bás vegna menntunar á ákveðnu sviði. Þú spurðir hvort ég væri sátt við lífið. Ég er ekki sátt við það hve mannlífið er stutt. Ég sé ekki fram á að mér endist aldur til að ganga nægilega vel frá öllu „dótinu" mínu, þ.e. öllum sneplunum og öllum listunum yfir bækur og tíma- ritsgreinar þar sem finna má eitt eða annað um störf og stöðu íslenskra kvenna í 1100 ár og nokkur ár betur. Sums staðar eru heimildirnar ein eða tvær setningar og jafnvel minna, t.d. í annálum. Þú sérð þetta í bókinni minni í haust. Þú skrifar þig á áskriftalista. Kannski þarf ég ekki að veðsetja íbúð- ina!“ I vestfirska 1 FRETTABLAÐID er landsmálablað sem kemur út á fimmtudögum gefur innsýn í lífsbaráttu fólks, sem býr strjált í harðbýlum landshluta er ekki ríkisstyrkt blað er ekki tengt neinum stjórnmálaflokki og á gengi sitt allt undir vinsældum sínum meðal lesenda svo og því áliti, sem það nýtur hjá auglýsendum er sent í pósti til áskrifenda um land allt Auglýsinga- og áskriftarsími blaðsins eru 94-4011 94-3223 og 94-3100 I utan almenns vinnutíma I vestfirska I FRETTABLADID PÓSTHÓLF 33 400 ÍSAFIRÐI 13

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.