19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 20

19. júní - 19.06.1984, Síða 20
< Lít ekki á starfið sem stökkpall út í pólitík Helga Jónsdóttir aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra hefur skrifstofu á efri hæð Stjórnarráðshússins. Hún segir að sér líki vel vistin í þessu fornfræga húsi, og ekki sé örgrannt að sér líði engan veg- nn eins og fanga, þótt þarna hafi upp- haflega verið vistaðir afbrotamenn. Og sjálfsagt á Helga fátt sameiginlegt með þeim, sem þar afplánuðu refsivist í eina tíð. Hún er frjálsleg og glaðlynd að sjá og segir sjálf að lífið hafi leikið við sig, hún gegni skemmtilegu starfi og búi við góða einkahagi. „Eg geri mér Ijóst að ég bý við dásamlegar aðstæður“, segir hún. „Ef ég væri einstæð móðir með alla mína ættingja norður í landi, hefði ekki getað stundað nám og fengið ómetanleg tækifæri upp í hendurnar, ja þá sæti ég trúlega ekki hér.“ Helga er rúmlega þrítug, dóttir Hólmfríðar Gestsdóttur og Jóns Skaftasonar yfirborgarfógeta. Hún er lögfræðingur að mennt, gift Helga H. Jónssyni fréttamanni og eiga þau eina dóttur, Oddnýju sem er þriggja ára. Á námsárum sínum stundaði Helga blaðamennsku, en starfaði síðan í dómsmálaráðuneytinu og var fulltrúi í skiptarétti Reykjavíkur, þegar henni bauðst að gerast aðstoðarmaður for- sætisráðherra eftir stjórnarmyndunina fyrir rúmu ári. „Þá var ég eiginleg á leið út í allt annað,“ segir hún. „Ég hafði lengi ætlað mér að stunda almenn lög- fræðistörf og var nánast búin að ráða mig á lögfræðistofu. En þegar mér bauðst þetta starf, fannst mér ég verða að taka því. Ég sá strax að þetta yrði einstakt tækifæri til að kynnast ýmsum mikilvægum innviðum þjóðfélagsins, — segir HelgaJóns- dóttir: aðstoðar- maður forsætisráð- herra og það hlyti að koma mér að miklu gagni við lögfræðistörf í framtíðinni. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum við það. Hér getur maður fylgst náið með því, hvernig stefnur eru mótaðar, ákvarð- anir teknar og þeim framfylgt, og von- andi látið eitthvað gott af sér leiða. Ég hef alltaf haft ánægju af hvers kyns lög- fræðilegum viðfangsefnum og mörg slík eru fólgin í þessu starfi. Hins vegar var ég í upphafi dálítið smeyk við að vinnan yrði það umfangsmikil að hún kæmi niður á einkalífinu, en sú hefur ekki orðið raunin sem betur fer. Steingrímur er frábær skipuleggjandi og vinnur markvisst að hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þau verkefni, sem hann felur mér að leysa rúmast oftast innan eðlilegs vinnutíma.“ „Starfssvið aðstoðarmanns ráðherra er hvergi skilgreint í lögum að því undanskildu, að hann á að fylgja þeim ráðherra, sem ræður hann og hverfa úr starfi jafnskjótt og sá hinn sami lætur af embætti. Starfið mótast algerlega af þeini ráð- herra, sem unnið er fyrir hvcrju sinni og er í rauninni hálfgerð hornreka í ráðu- neytaskipulaginu. Á milli ráðherra og aðstoðarmanns hans þarf að ríkja fullur trúnaður, þannig að sá fyrrnefndi geti treyst hinum fyrir verkum, sem hann vill kannski síður fela þeim, er hann þekkir lítið til. Þetta var talin megin- röksemdin fyrir því, að ráðherrum var með stjórnarráðslögunum frá 1969 heimilað að ráða sér aðstoðarmenn. Bjarni Benediktsson þáverandi forsætis ráðherra orðaði það þannig, þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að menn yrðu að skilja, að það væri eðlilegt, að menn óskuðu að hafa einhverja sér- staka trúnaðarmenn, þegar þeir kæmu að nýjum störfum í ráðuneytum, þar sem þeir væru öllum mönnum ókunn- ugir og ef til vill flestir eða allir starfs- menn skipaðir af andstæðingum þeirra. Þar sem starfssvið aðstoðarmann- anna er ekki afmarkað geta auðvitað komið upp árekstrar milli þeirra og fastra embættismanna. Sem betur fer hefur ekki borið á slíku hér, enda tóku starfsmenn forsætisráðuneytisins mér afar vel og eru góðir samstarfsmenn.“ „Þau verkefni sem mér eru falin eru ýmiss konar erindi, sem forsætisráð- herra vísar til mín. Oft snerta þau lög- fræðilega þætti, enda held ég að menntun mín hafi ráðið mestu um, að Steingrímur réð mig í þetta starf. Sjálfur er hann verkfræðingur og vildi gjarnan hafa lögfræðing sér við hlið, enda þótt hann hafi viðað að sér geysi- mikilli þekkingu í lögum í sínum opin- beru störfum. Hálfgerð hornreka Enginn fflabeinsturn J 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.