19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 23
Vinnuveitendur ættu að
hagnýta sér stjórnunar-
hæfileika konunnar
— segirJón Þór Þórhallsson forstjóri SKÝRR
Tölvuvæðing í fyrirtækjum vex mjög hratt og segja má að við séum varla
viðbúin þessari sprengju á atvinnumarkaðnum. Þar á ég við að við erum stutt
á veg komin að mæta þróuninni með því að fjölga atvinnutækifærum í iðnaði
á móti þeim störfum sem falla niður með tilkomu þessarar nýju tækni. Á hitt
ber að líta að tölvuvæðing hefur í för með sér mikla vinnuhagræðingu og
aukin afköst í fyrirtækjum. Svo dæmi sé tekið, þá léttir tölvan störf ritara til
mikilla muna, en á móti kemur, að fyrirtækin alla vega hjá því opinbera fá
aukin afköst. Þetta kemur ekki fram í auknum launum, þar eð frumvörp hafa
ekki verið lögð fram né þingsályktunartillögur, sem ganga í þá átt að fylgja
þessari þróun eftir sem skyldi.
Til að fræðast um kosti og jafnvel
galla þessarar þróunar, varð að ráði að
undirrituð æskti viðtals við Jón Þór Þór-
hallsson, forstjóra Skýrsluvéla ríkisins
og Reykjavíkurborgar, til að gefa les-
endum blaðsins kost á að vita meira um
tölvur og þýðingu þeirra í atvinnulíf-
inu. Jón Þór er þekktur fyrir að styðja
konur i jafnréttisbaráttu þeirra og er
það einkar ánægjulegt og mætti vera
mun algengara en nú er. Auk þess að
vera forstjóri SKÝRR, er hann einnig
dósent í viðskiptadeild Háskóla íslands
og kennir þar.
- Hvernig er hlutfall á milli kynja
háttað á þínum vinnustað?
„Þrír yfirkerfisfræðingar af 7 eru
konur þ.e.a.s ca. 40% starfsmanna.
Starfsmenn SKÝRR eru 94 talsins þar
af 24 konur eða 25%. Tveir starfsmenn
(deildarstjórar) gegna mínu starfi
þegar ég er fjarverandi annar er kona.“
Konur leggja sig allar fram
- Eru einhver sérstök atriði, sem þú
hefur í huga við val nýrra starfsmanna?
„Við leitum að hæfu fólki á viðkom-
andi starfssviöi. Skiptir þá engu máli
hvort um karl eða konu er að ræða.
Sömu réttindi, sömu skyldur. Það að a)
konur séu alltaf veikar, b) séu alltaf að
eiga börn og c) konum henti ekki að
vinna störf á tæknisviði, er að mínu
mati hreinir fordómar sem eiga engan
rétt á sér. Mín reynsla hefur verið sú að
konur leggi sig allar fram í sínum
störfum ekki síður en karlar og nái góð-
um árangri. Rannsóknir t.d. í Banda-
ríkjunum sýna einmitt að konur eru
ekki síður hæfar til að starfa að fram-
leiðslu hugbúnaðar en karlar.“
- Hver er þín skoðun á því sem hirtist í
erlendum tímaritum um að óhollt sé
fyrir barnshafandi konur að vinna við
tölvuskerma?
„Ekkert hefur komið fram ennþá í
læknisfræðilegu tilliti, sem sýnir fram á
að óhollt sé fyrir barnshafandi konur að
vinna við tölvuskerma, einungis ein-
stök tilvik. Menn eru þó sammála um,
að skjávinna reynir á augun. Auðvitað
verður aldrei bætt með fé ef heilsutjón
er tilfinnanlegt.“
- Erum við á eftir í setningu reglugerða
um vinnuumhverfi, aðhúnað á vinnu-
stöðum, hlé á vinnu o.s.frv. miðað við
nágrannalöndin ?
„Líklega erum við það miðað við
Norðurlandaþjóðir og sömuleiðis
Bandaríkin.“
- En tölvuvæðingin sem slík, er hún
skemmra á veg komin hér en annars
staðar?
„Við erum á eftir miðað við Banda-
ríkin en Evrópulöndin eru nokkuð á
eftir Bandaríkjunum í tölvuvæðing-
unni.“
- í sjónvarpsþœtti nýlega var talað við
Odd Benediktsson um tölvur. I svari
hans kom fram, að við hefðum tölu-
verða möguleika á að framleiða hug-
búnað til sölu hérlendis og jafnvel er-
lendis. Hver er þín skoðun á því máli?
„Hugbúnaður er mikið staðlaður, en
Jón Þór Þórhallsson
við kaupum þó ekki t.d. orðskiptinga-
forrit fyrir íslensku. Sumt af þessu
þurfum við því að útbúa hér. Hug-
búnaður til notkunar tölva í sjávar-
útvegi er hinsvegar nokkuð sem yrði
hagkvæmt að útbúa hér á landi núna.
Ýmiss konar hugbúnaður í sambandi
við rekstur fiskiskipanna, yrði vel fall-
inn til framleiðslu hér á landi bæði til
sölu innanlands og til útflutnings. Þá
detta mér t.d. líka í huga ýmiss konar
hjálpartæki fyrir skipstjóra, sem fram-
leiða mætti hér. Bandaríkjamenn eru
að útbúa hugbúnað sem þeir kalla að-
stoðarflugmann. Við gætum þá fram-
leitt hugbúnað sem við gætum kallað
aðstoðarskipstjóra.
- Tölvan hefur víðtæk áhrifíþjóðlífinu
til hins betra og sums staðar til hins verra
eða hvað?
„Það má deila um það. Sem dæmi um
notkun tölva á heimilum, var í útvarps-
þætti um daginn viðtal við 12 ára dreng.
Hann var spurður, hvað mamma væri
að gera, pabbi o.s.frv. Svarið kom:
Mamma er að vinn við heimilistölv-
una.“
- Hefur þú einhverjar ráðleggingar til
kvenna sem hafa hug á að læra tölvunar-
fræði í Háskóla? Eða eru fordómar
23