19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 29
Tölvuskólinn Framsýn tók til starfa í september áriö 1982, og hafa flest nám- skeið sem skólinn hefur haldið verið fullsetin. Konur jafnt sem karlar sækja tölvunámskeiðin hjá Framsýn; karlar hafa vinninginn í hópi þátttakenda, eru 56%, en áhugi kvenna er greinilega mjög mikill. Diðrik Eiríksson sem er skólastjóri Framsýnar sagði að konur sæktu fyrst og fremst ritvinnslunámskeiðin. Skól- inn liefur verið með ýmiss sérnámskeið fyrir félög og stofnanir og hafa konur oft verið þar í meirihluta. Til dæmis var efnt til sérnámskeiðs fyrir Röntgen- tæknafélag íslands þar sem ni.a. var sér- staklega fjallað um not félagsmanna af tölvum. Námskeiðið sóttu 60 konur en aðeins 2 karlar. Diðrik lengst til hægri á náinskeiði Frainsýnar. Framsýn með tölvunámskeið út um landið Á sumrin hefur Framsýn efnt til tölvukennslu fyrir unglinga á aldrinum 12 til 16. Diðrik sagði að stúlkurna væru feimnari að koma á þessi námskeið en strákar, að því er virtist. „Það er eins og einhver innbyggð takkaþörf komi frant í strákunum," sagði Diðrik. Hann sagði ennfremur að mikið væri um að fólk, sem komið hefði á eitt tölvunámskeið kæmi aftur og tæki þá annars konar námskeið. Við athugun hefði komið íljósað 40% sækja fleiri en eitt námskeið. Sumt fólk kemur á tölvunámskeiðin vegna þess að það telur að námskeiðið veiti því vinnu beint, en að sjálfsögðu hefur fyrri starfsreynsla mikla þýðingu og menntun líka. Þekking eða þátttaka í tölvunámskeiði auðveldar þetta þó. Framsýn hefur haldið fjöldamörg námskeið úti á landi. Námskciðin eru þá venjulega frá föstudegi til mánu- dags. Hefur mikil aðsókn verið að þessum námskeiðum og fólki þótt gott að geta sótt námskeiðin heima í sinni heimabyggð og þurfa ekki til Reykja- víkur til þess að afla sé þessarar fræðslu. Á námskeiðunum er sama námsefni og í Reykjavík, en því aðeins þjappað saman á styttri tíma. Hel'ur það líkað vel. Við spurðum Diðrik um verð nám- skeiðanna. Hann sagði þau ef til vill nokkuð dýr, þar sem 18 tíma námskeið kostaði 3.750 krónur. En allt verð er afstætt. „Til samanburðar má nefna að fari fólk á dansnámskeið þurfa 20 að njóta leiðsagnar sama leiðbeinandans, á meðan aðeins 12 eru í hópnum á tölvunámskeiðunum. Námsgögn fylgja ókeypis, og fólki er gefinn kostur á að koma og þjálfa sig á tölvurnar utan kennslutímans ef það hefur aðstöðu til,“ sagði Diðrik. Á skrá yfir námskeið Framsýnar má sjá um tuttugu mismunandi námskeið, grunnámskeið um tölvur, BASIC for- ritunarnámskeið, Cobol-forritunarnám- skeið, Fortran-forritunarnámskeið og Pascal-forritunarnámskeið. Þá er þar ritvinnsla, áætlanagerð, fjarhagsbók- hald, gagnagrunnsforrit, heildarnot- endanámskeið, og fleira. Tölvuskólinn Framsýn er til húsa í Síðumúla 27 í Reykjavík og er Diðrik Eiríksson skólastjóri eins og fyrr segir. fb Eftirtaldir aðilar hafa styrkt útgáfu blaðsins: íslenski verðlistinn v/Laugalæk, sími 33755 Vouge Skólavörðustíg 12, sími 25866 Sláturfélag Suðurlands Hans Petersen Lynghálsi 1, simi 83233 Bílaborg hf. Smiðshöfða 23, sími 81299 Hampiðjan hf. Stakkholti 2, sími 28100 Niðursuðuverksmiðjan ORA Vesturvör 12, sími 41995 Örtölvutækni hf. Ármúla 38, sími 91 -687220 Mjólkursamsalan Laugavegi 162, sími 10700 Ölgerðin Egill Skalla- grímsson hf. Þverholti 20, sími 11390 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.