19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 37
Börnin hafa gott af góöri skólamáltíð, og þau eru líka glöð á svip eins og myndir Onnu Gyðu sýna hér. tíma nemenda dag hvern í þeim skólum. Sagði skólastjórinn meðal annars: „Nemendur í þessum skólum búa við þann ótvíræða kost að hafa samfelldan skólatíma (heimavista- og heimanakst- ursskólum). í heimangönguskólunum er þessu öðruvísi farið. Skipulag þeirra skóla er að vísu breytilegt en hefur þó lítið breyst hvað skólatíma varðar síð- astliðin 50 ár, takið eftir síðastliðin 50 ár. Umtalsverðasta breytingin er að kennsla í grunnskólum hefur verið felld niður á laugardögum og kennsluvikum fjölgað. Það er óþarfi að minnast á það hér hve gífurlega miklar breytingar hafa orðið á samfélagsgerðinni á þess- um tíma. Mann hlýtur því að reka í rogastans þegar maður stendur frammi fyrir svona staðreyndum. A meðan skólatími dreifbýlisins hefur tekið al- gerum stakkaskiptum höfum við staðið í stað í þéttbýlinu.“ í 19. JÚNÍ í fyrra stóð á einum stað í þættinum um skólamálin. - „Það nægir greinilega ekki að konur afli sér starfs- menntunar og séu gjaldgengar til jafns við karla úti á vinnumarkaðinum, því þegar blessuð börnin eru komin á skólaaldur þá fer allt í hnút“. Skólamenn og foreldrar eru víst flest sammála um að ýmsu þarf að breyta innan veggja skólanna, bæði skipulag og innra starfi. Og ekki skulum við gleyma nemendunum. Þeirra líðan og vinnuaðstaða er það sem málið snýst um. Óreglulegur skólatími, hlaup á milli heimilis og skóla og dreifð kennsluaðstaða kemur mest niður á nemendunum. Við vitum öll hér á höf- uðborgarsvæðinu að mikil þennsla hefur verið í byggingum skólahús- næðis. Kröfur og það sjálfsagðar, hafa verið um skólabyggingar í nýjum hverf- um. Þeim hefur verið sinnt eftir bestu getu. En kannski að þennslan í bygg- ingamálum hafi dregið úr öðrum þátt- um svo sem uppbyggingu innra starfs og breytingum. Ekki ber að líta fram hjá þeirri staðreynd að margt hefur þó verið gert. Frá hálfu foreldra hefur kröfuna um samfelldan skóladag borið einna hæst hvað skipulagsbreytingar varðar. Ein af undirstöðum undir samfelldan skóla- dag er skólamáltíð, því gerum við þetta hvort tveggja að umræðuefni hér. Og reifum í stuttu máli það sem áunnist hefur. í fyrravetur samþykkti Fræðsluráð Reykjavíkur að gera tilraun nteð skóla- nesti í fjórum grunnskólum í Reykja- vík. Varnemendum 7., 8. og9. bekkja- deilda í viðkomandi skólum gefinn kostur á að kaupa nestispakka í skól- unum. Gafst sú tilraun allvel þrátt fyrir nokkra hnökra. Síðan var í framhaldi af þessari reynslu ákveðið í fræðsluráði að bjóða nestispakkaþjónustuna út á síð- asta ári og jafnframt að útvíkka til- raunina í alla grunnskólana. Tilrauna- þjónustan var í höndum Mjólkursatn- sölunnar í Reykjavík og þegar þjón- Texti: Þórunn Gestsdóttir 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.