19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 45

19. júní - 19.06.1984, Síða 45
Fallvölt veröld. áhuga á myndlist og sama er að segja um pabba, Stefán Þórarinsson. Áhugi þeirra og uppörvun hefur örugglega verið mér til góðs. Mamma settist í Myndlista- og handíðaskólann þegar ég var komin í menntaskóla og er þar nú við framhaldsnám í keramíkdeild." - Varstu ákveðin í því að fara í mynd- list að loknu menntaskólanámi? „Það hefur aldrei neitt annað komið til greina, en ég vildi fyrst ljúka stúd- entsprófi. Ég tók þrjá myndlistarkúrsa í menntó en gekk ekkert sérlega vel. Ég lagði mig ekki nægilega fram við að ná góðum árangri. Líkast til hef ég verið hrædd um að myndlistin truflaði bók- lega námið. Ég vissi að hún myndi fá sinn tíma síðar. Vorið 1977 tók ég inn- tökupróf í Myndlista- og handíðaskól- ann. Ég hafði frétt að fólk félli á þessu prófi og vildi þess vegna hafa vaðið fyrir neðan mig og sótti um áður en ég var búin að ljúka menntaskólanámi og hafði búið mig undir að sækja um aftur að ári. En ég komst inn og hóf þar nám haustið 1977 og lauk stúdentsprófi frá MH fyrir jól sama ár.“ - Hvenœr tókstu þá ákvörðun að fara í höggmyndanám? „Ég var búin að ákveða það þegar ég settist í forskólann, þótt ekki væri búið að stofna höggmyndadeild skólans. En ég vissi að hún var í undirbúningi og eftir tveggja ára forskóla, sem þá var, tók Ragnar Kjartansson myndhöggvari við hinni nýstofnuðu höggmyndadeild skólans. Hann er drífandi kennari, sparar ekki hólið en er að sama skapi gagnrýninn. Ég var aðstoðarmaður hans eftir að ég útskrifaðist, eftir fjögra ára nám, þegar hann var að vinna mikið verkefni fyrir KEA. Þetta var risastór kýr sem við unnum í gifs. Gifsmódelið var síðan sent úr landi þar sem gert var af því afsteypa í bronsi. Þetta var sumarið 1982 og um haustið fór ég til út- landa og skoðaði söfn og sýningar í tvo mánuði. Síðan kom ég heim og síðustu sex mánuðina hef ég verið að vinna að þessari sýningu.“ Form manneskjunnar - Hvernig finnur þú myndefnið? „Þegar ég byrjaði að undirbúa þessa sýningu hafði ég litla hugmynd um hvað ég vildi gera. Ég byrjaði á því að setjast niður og spyrja sjálfa mig, hvað ég vildi raunverulega helst gera. Ég reyndi að horfa inn í mig og bægði öllu öðru frá. Ég reyndi líka að leiða hjá mér, það sem ég hélt að aðrir myndu vilja að ég gerði. Og svo fór ég að hugsa um lífið og dauðann, ástandið í heiminum gefur auðvitað tilefni til slíkra hugleiðinga. Eftir því sem ég hugsaði meir um þetta, styrktist ég í trúnni á, að ég vildi vinna með form manneskjunnar og þá sér- staklega brjóstkassann. Það á eflaust við um fleiri en mig, að byrgja vanlíðan og einmannakennd inni í brjóstinu. Þar finnur maður til þegar manni líður illa. Sálin býr í brjóstinu og brjóstkassinn er eins og búr að lögun, það er líka sagt að líkaminn sé búr sálarinnar. Eflaust hefur „Líf og dauði“ Sigurðar Nordal haft áhrif á mig á þessum tíma, en ég var þá að lesa bókina. Þegar ég var búin að gera mér þetta allt ljós á mjög með- vitaðan hátt, var ég eiginlega komin af stað.“ - Dauðinn er nálœgur í mörgum verka þinna, hvernig hafa viðbrögð fólks verið við þessum verkum? 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.