19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 48

19. júní - 19.06.1984, Side 48
Jafnréttið og samskipti kynjanna Jafnréttifrá getnaði tilgrafar Hvað er að gerast í íslensku þjóð- félagi? Hvert stefnum við? Hvað er eig- inlega á seyði? Slíkar spurningar vöknuðu í huga mínum þegar ljós varð hin veika staða kvenna við samningaborðið nú í vetur. Ekki virtist einleikið hve erfiðlega þeim gekk, þrátt fyrir alla kvennabaráttuna. Og þær spurningar urðu æ áleitnari í huga mínum hvaða áhrif jafnréttisbar- áttan hefði haft á viðhorf manna og gildismat og einnig hver áhrif hennar hefðu orðið á samskipti kynjanna, í at- vinnulífinu og ekki síður í einkalífinu. Ég ákvað að kanna máiið. „Þið brúkið meira kjaft en áður“ svaraði samstarfsmaður minn af hinu kyninu að bragði, þegar ég spurði hvort hann teldi að jafnréttisumræðan hefði haft áhrif á samskipti kynjanna. Eftir þessa byrjun fór ég út í bæ að tala við fólk, bæði nafn- greint og ónafngreint, og þá einkum fólk sem starfs sín vegna hefur yfirsýn yfir ákveðin svið mannlífsins. í öllum viðtölunum byrja ég á spurn- ingunni: „Telurþú að jafnréttisumræða seinustu ára hafi haft áhrif á samskipti kynjanna?“ og í ljósi jafnréttisumræð- unnar ræðum við síðan ýmsa þætti mannlífsins, frá getnaði til grafar, í samræmi við reynslu og áhugasvið hvers eins. Við byrjum á mæðradeild- inni og endum á elliheimili. í viðtölunum sem hér fara á eftir segir fólk okkur frá viðhorfum sínum og lífs- reynslu - lífi sínu og störfum. Með því að kynna viðhorf þessa fólks er leitast við að varpa nokkru ljósi á það sem er að gerast meðal okkar í dag. Á þessum síðum fást að vísu engin endanleg svör við spurningunni um áhrif jafnréttisum- ræðunnar á samskipti kynjanna en hver og einn getur nú litið í eigin barnt og svarað fyrir sig. Það er vel ef við vöknum til umhugsunar um eitt og ann- að sem máli skiptir, og við höfum ekki leitt hugann mikið að áður. Og vel er þess virði að íhuga hvernig lífi við vilj- um lifa í framtíðinni. Jafnréttismálin og samskipti kynj- anna eru mál sem snerta okkur öll - bæði í atvinnulífinu og einkalífinu. liú koma feðurnir með í mæðraskoðun Á mæöradcild Heilsuverndarstööv- arinnar fer fram afar mikilvæg og fjöl- þætt starfsemi, sem skiptist í mæðra- skoðun, foreldrafræðslu og kyn- fræðslu. Tilgangur mæöraverndar er að stuðla að heilbrigði móður og barns, fínna sjúkdómseinkenni áður en skaði er skeöur, fræða verðandi foreldra um meðgöngu og hollar lífsvenjur og eyöa hræðslu og ótta. Á upplýsingablaði mæðradeildar stendur að æskilegt sé að maki fylgist 48 - Kætt við Helgu Daníels- dóttur, hjúkrunardeildar- stjóra á mæðradeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur með skoðun. Þetta eru sannarlega nýmæli. Ég sný mér til Helgu Daníelsdóttur, deildarstjóra, og spyr hvort hún telji að jafnréttisumræðan hafi haft áhrif á sam- skipti kynjanna. Helga játar því og segir: „Á undanförnum árum hafa átt sér stað geysimiklar breytingar á við- horfum til meðgöngu og barnsburðar. Karlmenn eru farnir að taka þátt í þessu með konunum og hafa miklu meiri til- finningu fyrir því að þeir séu feður -

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.