19. júní


19. júní - 19.06.1984, Page 52

19. júní - 19.06.1984, Page 52
Jafnréttið og samskipti kynjanna Oftar konan sem tekur skrefið að skilja „Mér virðist jafnréttisumræðan ekki hafa haft djúpstæð áhrif nema hjá mjög litlum hópi. Ur daglegu Iífi og í starfi finnst mér ég sjá að konur taki afstöðu til jafnréttis út frá verkaskiptingu á heimili og/eða gagnvart börnum og rétti kvenna til vinnu. Hins vegar ef litið er á náin persónuleg tengsl sem reynir á í sambúð þurfa báðir aðilar að skilja sín hlutverk, sín eigin viðbrögð og hvernig þau hafa þróast. Nauðsynlegt er að fá meiri innsýn til að skilja samspilið í sambúðinni t.d. af hverju annar tekur alltaf ábyrgð og hinn er stikkfrí. Mér finnst ekki að jafn- réttisumræðan hafi haft teljandi áhrif á þessa þætti.“ - Leita karlmenn til ykkar út af öðrum málum en konur? „Algengara er að konur leiti til okkar vegna barna eða sambúðarerfiðleika. Mér finnst hafa aukist að karlmenn leiti aðstoðar en þá gjarnan vegna eigin van- líðan t.d. í skilnaði eða vegna erfiðleika á vinnustað. Þeir virðast ekki vera eins uppteknir af tengslunum við aðra í fjöl- skyldu eða vinahóp.“ - Er þá mikið ósamrœmi milli þarfa karla og kvenna í sambúð? „Ég er sannfærð um að grundvallar- þarfir karla og kvenna eru þær sömu. Það þarf ekki annað en að líta á börn til að sjá að þau hafa sömu þörf fyrir ást, blíðu og að geta tjáð sig tilfinningalega, óháð kyni. Of langt mál er að lýsa því hvað kynuppeldið felur í sér, þó svo að það sé mikilvægt í þessari umræðu en á fullorðinsárum er greinilegt að karl- menn og konur taka ólíka afstöðu til til- finningamála.“ Konur eru kröfuharðari á tilfinningasviðinu - Geturðu nefnt dæmi um þetta? „Þessi mismunur kemur oft fram í sambúð. Konur eru kröfuharðari á til- finningasviðinu og virðast hafa meiri þörf fyrir að fá tilfinningum sínum svarað í sambúðinni. Karlmönnum finnst þetta oft of mikið og skilja ekki hvað það er sem konur biðj a um og fær- ast því undan. Þá kemur oft í ljós að þó svo að konur hafi meiri orðaforða um tilfinningar og sé tamara að ræða þau mál, þá eiga þær oft erfitt með að gera sér grein fyrir hvað þær í rauninni vilja og koma því til skila til karlmanna. Þannig getur tilfinningatal kvenna verið meira á yfirborðinu en undir niðri eru þær svo ef til vill lokaðar og bældar í tilfinningalegum tengslum engu síður en karlmenn. Karlmenn eru á hinn bóginn oft lok- aðir á báðum sviðum. Þeir eiga gjarnan erfitt með að orða og sýna tilfinningar en líka að komast í snertingu við eigin dýpri líðan. Það er nokkuð algengt að þeir fái ýmis sállíkamleg einkenni af því að þeir geta frekar viðurkennt lík- amlega vanlíðan en andlega." - Hvað getur fólk gert þegar svo er komið? Eins og myndin sýnir voru lögskilnaðir um 100 til 150 á ári á sjötta áratugnum, cn hafa verið á fimmta hundrað á ári undanfarin ár. Tala lögskilnaða á hver 1000 hjón hefur þó ekki vaxið nema tvö og hálffalt - úr 4 í 10 skilnaði á hver þúsund hjón á ári. Hjúskaparslitum við lát maka hefur fjölgað á síðustu 30 árum úr um 400 í um 700 á ári. Síðastliðin 20 ár hefur verið mikil aukning skilnaðartíðni í flestum aldursflokkum, nema hjá fólki á fertugsaldri hefur dregið úr fjölgun skilnaða s.l. 10 ár. Miklu færri konur eru nú gil'tar innan tvítugs en var l'yrir 20 árum. Hjónavígslur urðu flcstar 1974, um 1900, en þeim hefur fækkað mikið síðan og urðu þær ekki nema 1300 árið 1982. Hjón eru um 45 þúsund á landinu, og hefur þeim aðeins fjölgað um eitt þúsund alls á síðast- liðnum fimm árum. 52

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.