19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 53

19. júní - 19.06.1984, Síða 53
„Þegar hjónin eru bæði óánægð er það oftar konan sem tekur skrefið að skilja. Oft er það ekki þaulhugsuð ákvörðun heldur þörf til að binda enda á langvarandi taugastríð og deilur sem endurtaka sig sífellt og engin lausn virð- ist vera á. Konur eru tilbúnari til að taka slíka ákvörðun af því að þeim finnst þær hafa tilfinningalegu ábyrgð- ina í fjölskyldunni hvort eð er skilnað- urinn komi ekki til með að breyta svo miklu þar um. Þá iná líka nefna að konur hafa oftar stuðningsnet trúnaðar- vina og ættingja heldur en karlmenn sem oft eru einir á báti eftir skilnað.“ — Er einnig misjafnt hvað hjón eru reiðubúin að takast á við sambúðar- vanda? „Stundum er annar makinn reiðubú- inn en hinn er það ekki þó svo hann geti komið í viðtöl. Ég vil líka nefna lang- skólagengið fólk í þessu sambandi. Menntafólk á oft erfitt með að taka við hjálp. Það á auðvelt með að koma með skýringar, rökræða um tilfinningar og tala í kringum hlutina. Það er stundum búið að brynja sig mjög vandlega og á því erfitt með að vera einlægt í tilfinn- ingatengslum.“ Jafnréttið og samskipti kynjanna Álfheiður Steinþórsdóttir sál- fræðingur starfar við Foreldra- ráðgjöf Barnaverndarráðs ís- lands. Hún rekur einnig Sálfræði- stöðina ásamt Guðfinnu Eydal. Á vegum Sálfræðistöðvarinnar hafa þær haldið ýmis námskeið fyrir fagfólk og almenning og veitt sálfræðilega ráðgjöf. - Hvað um kvennabaráttuna framund- an? „Mér finnst mikilvægt að læra af reynslunni. Kvennabaráttan hefur um of einkennst af almennu kúgunar- og misréttistali. Konur tala oft um stöðu sína á kvartandi og ásakandi hátt. Slíkt tal er ekki vel til þess fallið að efla bar- áttuna, auka kjarkinn. Margar konur eru með vanmáttarkend, eru óöruggar um sjálfa sig og sjá þá oft ofsjónum yfir velgengni annarra kvenna. Konur verða að skilgreina sjálfar sig sem ein- staklinga með eigin vilja og getu hvort sem er í einkalífi eða starfi. Það ber of mikið á því að konur líti á sig og börnin sem órjúfanlega heild, og skilgreini baráttuna út frá þörfum barna þar sem þær sjálfar taka alla ábyrgð á velferð þeirra. Jafnrétti verður aldrei í reynd nema bæði kynin taki ábyrgð á tilfinninga- legum þörfum barna frá frumbernsku og æ síðan. Ef fólk er ekki tilbúið í þessa fullorðinsábyrgð á uppeldishlut- verkinu getur maður velt fyrir sér orðum Simone de Beauvoir: Ef til vill verða konur að hætta að eiga börn til að jafnréttisbaráttan nái fram að ganga.“ Kvæntur faðir á fertugsaldri: Meira til að gefa og þiggja „Stundum flýgur manni í hug að tilveran hafi verið einfaldari áður, þegar kynhlutverkin voru fast- ákveðin og erfðust kynslóð eftir kynslóð. En aðstæðurnar og við- horfin hafa breyst svo mikið að ekki verður aftur snúið. Ég hef líka séð mikla óhamingju fylgja því að reynt var að viðhalda gömlu kynhlutverki við nýjar aðstæður. Og vísast er hæpið að fullyrða nokkuð um „ham- ingjuna“ forðum. Breytingin hefur kostað mikil átök. Öfgarnar hafa stundum verið miklar. Stundum átti að skipta öll- um verkum hnífjafnt milli maka. Verkin og vinnuálagið skipta auð- vitað miklu máli en það er margt annað sem kemur til. Það er t.d. hægt að taka á sig 51% af húshald- inu án þess að taka á sig ábyrgðina og áhyggjurnar, án þess að gera sér grein fyrir líðan barnanna í skól- anum, án þess að hugsa fyrir föt- unum sem þau þurfa að hafa hrein á morgun o.s.frv. Öfgarnar geta líka komið fram í því að flestum fornum dyggðum er kastað fyrir róðra, svo sem trygg- lyndi, ættrækni, reglusemi o.fl. Úr því að kynhlutverkið hefur svo gjör- samlega breyst, hugsuðu menn, hví skyldu þessar dyggðir ekki vera úr- eltar líka. Svo fóru sumir út í til- raunastarfsemi með líf sitt og sinna sem endaði með ósköpum. Breytt kynhlutverk er auðvitað ekki bara komið undir samskiptum tveggja persóna. Stundum bregðast aðrir nákomnir harkalega við („Ég hélt það skipti nú mestu að hann lyki námi í góðum háskóla.“) eða lýsa aðdáun sinni og dásama afrek karl- mannsins þegar hann sést við elda- vélina, vaskinn eða bleyjurnar. Ég hef líka hvað eftir annað rekið mig á að það að sinna fjölskyldunni er sjaldan talin lögmæt ástæða til þess að mæta ekki á fundi eða í gleðskap, t.d. þegar um vinnufélaga er að ræða. Þrátt fyrir allt finnst mér að jafn- réttið gefi meira en það kostar að koma því á. Það verður meira til að gefaog þiggja." 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.