19. júní


19. júní - 19.06.1984, Page 54

19. júní - 19.06.1984, Page 54
Jafnréttið og samskipti kynjanna Fráskilin, bamlaus kona á þrítugsaldri: Kona ekki lengur talin skrýtin þótt hún vilji vera ein „Jafnréttisumræða síðustu ára hefur alveg tví- mælalaust haft áhrif á samskipti kynjanna en karl- rembusvínsháttur er samt enn við lýði og meira en mann grunaði.“ - Hvar verður þú helst vör við hann, í vinnunni eða í einkalífinu? „Allsstaðar. Karlmenn koma inn í fyrirtækið í fín- um fötum og komast á toppinn eins og hendi sé veif- að. Þeir komast á örskömmum tíma það sem tekur konur mörg ár. Konur treysta ekki á sjálfar sig. Þær bíða eftir því að einhver komi á hvítum hesti og pikki þær upp. Þessi hugsunarháttur er algengari en ætla mætti.“ Frami í atvinnulífinu krefst fórna - Hvenœr varðst þú fyrst vör við misréttið? „Fólk fer fyrst að pæla í sér og umverfinu, þegar það er orðið óánægt í hjónabandinu og hugsar með sér: - Á ég að reyna að ná í annan mann eða á ég að reyna að komast áfram í atvinnulífinu? Ég valdi seinni kostinn. Það er engin spurning að erfiðara er fyrir konur að ná frama í atvinnulífinu, hvort sem þær hafa menntun eða ekki. Þær þurfa að gefa sig allar í starfið og fórna einkalífi sínu. Frami krefst líka fórna af körlum, en þeir geta átt konu heima sem annast þá og börnin. Konur eiga ekki um neitt slíkt að velja. - Ung stúlka á eftir allar sínar barneignir segja atvinnurekendur, sæki hún um eftirsóknarverða stöðu. Einn atvinnu- rekandi viðurkenndi fyrir mér nýlega að konur þurfa að leggja sig helmingi meira fram og vera helmingi duglegri í vinnunni en karlar í sambærilegu starfi.“ - Hvers vegna er þetta svona? „Þetta eru fordómar. Konan var hlekkjuð heima við eldavélina til skamms tíma. Það tekur karla tíma að læra að líta á konur sem jafningja í atvinnulífinu." - Hefur jafnréttisumrœðan haft áhriftil góðs? „Já, hún hefur gefið konum fleiri möguleika og rosalega margt hefur breyst til betri vegar á nokkrum árum. Kona er til dæmis ekki lengur talin skrýtin þótt hún vilji vera ein til að koma sér áfram í lífinu. Hún verður næstum að vera ein, nema hún eigi þeim mun skilningsríkari eiginmann.“ - Hvernig var verkaskiptingin á þínu heimili? „Eiginmaðurinn fyrrverandi var duglegur að elda og vaska upp, en hann tók aldrei til. Aftur á móti skildi ég það fyrst eftir skilnaðinn að bíllinn þvoði sér ekki sjálfur og það þurfti að kaupa bensín á hann af og til. Það fór í taugarnar á honum að ég var að sækjast eftir frama úti í atvinnulífinu. Allt var í lagi meðan ég vann frá 9-5, en þegar það fór að verða meira var það ekki nógu gott. Ég óttaðist þegar ég skildi að ég yrði ekki nema hálf manneskja. Ég hef þroskast heilmikið og langar að vera ein. Mér líður vel.“ Fólk leggur enga rækt við sambandið sín á milli - Hvers vegna fara svona mörg sambönd út um þúfur? „Ég held að aðallega tvennt skemmi hjónabandið hjá ungu fólki: í fyrsta lagi lífsgæðakapphlaupið sem allir hella sér út í. Fólk er kannski farið að basla við að kaupa íbúð og bíl, og stærri íbúð og stærri bíl áður en það þekkist almennilega. Þetta er að vissu leyti neikvætt, en einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk verður að vinna myrkranna á milli, verður skapvont og pirrað og leggur enga rækt við sambandið sfn á milli. í öðru lagi ríkir meira frjálsræði í samskiptum kynj- anna. Allri velmeguninni fylgir svo mikið skemmt- analíf og framhjáhald. Fleiri eru einhleypir nú en áður og einkennilegur mórall er á skemmtistöðunum. Það fer fram ofboðs- legur eltingarleikur að finna einhvern fyrir nóttina. Karlmenn virðast telja að konur eigi að taka því sem þeim býðst og vera þakklátar. Þeir álíta að konur sem eru einar hljóti að vera alveg miður sín - ég tala nú ekki um ef þær eiga börn. Enn hafa karlmenn upphefð af því að sofa hjá sem flestum konum, þótt það sé eitthvað farið að breytast. Kona sem gerði það sama væri talin alger drusla. Það er öruggt að jafnréttisumræðan hefur haft áhrif á kyn- lífið. Konan er ekki lengur til þess að karlmaðurinn geti notað hana til að fullnægja eigin hvötum.“ 54

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.