19. júní


19. júní - 19.06.1984, Page 56

19. júní - 19.06.1984, Page 56
Jafnréttið og samskipti kynjanna Rauðsokkahreyfingunni sem héldu fyrstu ráðstefnuna um kjör láglauna- kvenna árið 1975. Er það ekki alveg ná- kvœmlega sama sagan hjá kvennahreyf- ingunni og hjá verkalýðshreyfingunni, að ógleymdri sjálfri sósíalistahreyf- ingunni að hugmyndafrœðin kemur upphaflega frá menntuðu millistétta- fólki og hvaðan œtti hún annars að koma? „Það kann rétt vera, að í millistétt hafi kviknað margar gagnlegar hug- myndir, en kvennabarátta og stéttar- barátta eru ekki sami hluturinn. Stéttarbaráttan beinist gegn innviðum þjóðfélagsins og gerir ekki greinarmun á konum og körlum. Kvennabaráttan beinist mcir gegn samskiptareglum kynjanna, þar sem mismunandi eðlis- gerðir takast á. Hin árásargjarna jafn- réttisbarátta kvennanna hefur að mínu mati beinst um of gegn karlmanninum, jafnvel gegn hans kynferðislega eðli. Það er neikvætt, og dregur stórlega úr samstöðunni í stéttarbaráttunni. Kjara- barátta sem háð er á grundvelli kvenna- baráttu er marklítil að mínu áliti, og leiðir til takmarkaðs árangurs. Ég tel þá tilhneigingu mjög varhugaverða að konur dragi sig út úr hinni almennu verkalýðshreyfingu. Þær munu þá drag- ast enn meira aftur úr. Hrein kvenna- félög eru tímaskekkja og mikill veik- leiki í senn. Eina lciðin til að konur njóti sannmælis á vinnumarkaðnum er, að þær vinni með karlmönnum. Dagsbrún setti skilyrði - konur fengu betri kjör Gott dæmi um þetta eru nýgerðir samningar Dagsbrúnar við Mjólkur- samsöluna. Nokkrar konur höfðu verið settar í önnur stéttarfélög, sem enga sérsamninga höfðu við fyrirtækið. Þess vegna unnu þær á mun lakari kjörum en Dagsbrúnarmennirnir við hliðina á þeim. Við í Dagsbrún settum það sem skilyrði fyrir samningum að þessar konur, sem áður höfðu gengið í Dags- brún, yrðu settar á sömu kjör og karlmenn." - Var ekki möguleiki á að önnur félög fengju sömu kjör og Dagsbrún? „Nei. Hér var í fyrsta lagi um sér- samning Dagsbrúnar að ræða. í annan stað voru önnur verkalýðsfélög búin að semja og ganga frá sínum samningum. Þar að auki má benda á að félög eru mismunandi sterk. í markaðsþjóðfélag- inu gilda svipuð lögmál á vörumarkaði sem á vinnumarkaði. Sá stcrkasti ræður mestu og fær mest í sinn hlut. Það hefur verið aðal verkalýðshreyfingarinnar frá upphafi að veita þeim veikari skjól frá þeim sterkari. Samtök fjöldans eru ekki stofnuð eða rekin til að styðja við bakið á þeim sterku heldur lítilsmagn- anum.“ - Við hvað miðast styrkleiki félaga? „Styrklciki félaganna fer ekki bara eftir fjölda félagsmanna, heldur fremur eftir þeim félagslega þrótti og þcirri samstöðu sem ríkir innan hvers félags. í sérhverju félagi ríkir ákveðinn stéttar- legur andi, sem á rætur að rekja til baráttusögu félagsins. Þessi atriði liggja Gift móðir á fimmtugsaldri: Þetta er þrældómur „Jafnréttisumræðan hefur haft geysileg áhrif. Nú er t.d. algengt að sjá pabba á ferð með börnin. Það sást varla fyrir 10-15 árum. Þegarég útskrifaðist úr skóla um 1960 var engin jafnréttisumræða hér á landi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar ég fór til Skandinavíu að augu mín byrjuðu að opnast. Þar voru menn um það bil 10 árum á undan okkur. Þessi breyttu viðhorf eru að sumu leyti erfið fyrir bæði kynin. Konur kvarta undan álagi. Þær vinna úti og keppa við karlana á vinnumarkaðn- um og síðan bera þær alla ábyrgð heima. Þetta er þrældómur og þræl- dómurinn hjá konunum á eftir að segja til sín. Það kostar sitt ef konur vilja gera stóra hluti í vinnu og námi. Vanda- mál hefur skapast á heimilum, konur hafa farið í öldungadeild eða annað nám. Margir karlmenn eiga erfitt með að þola það og til árekstra kemur. I Háskólanum gætir vissrar streitu hjá sumum strákum sem eiga konur sem vilja komast áfram til jafns við þá. Það er ekki mjög algengt að stelpur hætti námi í Háskólanum eftir að þær eru komnar almenni- lega af stað, en þærsteypa sér í þræl- dóm. Sumar eru í framhaldsnámi, vinna hálfan daginn og eiga e.t.v. 2 börn. Oft er karlmaðurinn stærsta barnið á heimilinu og margar kopur vilja losna og skilja. Meira vör við kvenhatur nú en áður „Það er erfitt að vera karlmaður í dag. Maður vorkennir þeim greyj- unum. Þeir eiga að ná frama í starfi og verða miklir menn og verða að vinna myrkranna á milli. Karlmenn sem skara framúr hafa haft konu á bak við sig til að þjóna sér og sinna börnunum og nú vita þeir ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þeir þora ekki að vera á móti en innst inni er þetta erfitt og skapar tog- streitu. Ég verð meira vör við kven- hatur nú en fyrir 10-20 árum - ekki í námi eða vinnu - heldur í einka- lífinu. Ég held að ofbeldi á heimil- um hafi aukist á seinni árum. Breytingarnar eru erfiðar þegar þær eru nærri manni sjálfum, þá blandast tilfinningunum rótföst rómantísk hugmynd. Karlmaðurinn vill vera sá sterki sem konan reiðir sig á, en nú kemst konan af án hans. Áður var krafan sú að menn sköff- uðu vel. Körlum finnst þeir setji ofan, en þeir ættu að vera fegnir að fleiri draga baggann að þeim. Jafnréttisumræðan hlýtur að hafa áhrif á unglingana. Vindurinn blæs með stúlkunum núna. Stclpurnar eru yfirleitt hressar og bjartsýnar. Jafnréttisumræðan styður þær mikið, öfugt við strákana. Ungir strákar eru ringlaðri og mcira í vafa. Þeir eru viðkvæmir fyrir því að alltaf er verið að deila á karlmenn.“ 56

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.