19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1984, Qupperneq 65

19. júní - 19.06.1984, Qupperneq 65
Jafnréttið og samskipti kynjanna rétt á sér? Og núna lifirfólk mun lengur en áður og hjónaböndin standa einnig lengur. En þetta er ekki algilt. Margar konur fylgja líka mönnum sínum á stofnun þótt þær séu enn það hressar að þær gætu búið heima mun lengur. Þær hugsa eins og Bergþóra forðum: „Ung var ég gefin Njáli.. Meiri kröfur til kvenna en karla Aðrar kröfur eru gerðar til kvenna en karla. Eigi gamall maður veikburða, ruglaða konu er varla hægt að senda hana heim til hans. En það þykir sjálf- sagt að senda veikan karlmann heim. Það þykir ranglæti að binda eiginmann, sem hefur hreyfifærni, yfir sjúkri konu. Sigurueig ti. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi á öldrunardeild Landspítalans: „Ung uar ég gefin rijáli..." „Jafnréttisumræðan hefur tvímæla- laust haft áhrif á samskipti kynjanna. Ég tel að hún hafi haft þau áhrif að konur eru farnar að gera meiri kröfur til þjóðfélagsins - og til lífsins - að mega njóta sín. Konur láta nú ekki bjóða sér margt af því sem formæður þeirra létu sér lynda. Karlmenn hafa ekki fengið uppeldi sem vekur þá til ábyrgðar á heimilinu. Þeir ætlast yfirleitt til að konan beri ábyrgðina ein, á börnum, heimilisstörfum og innkaupum. Oft er þetta ómeðvitað, það gerist ósjálfrátt. í starfi mínu hitti ég oft gömul hjón sem virðast vera saman aðeins af vana. Ef annað hjóna er sjúklingur og kemst ekki á stofnun er hinn aðilinn skyldaður samkvæmt lögum til að taka maka sinn af spítala og annast hann heima. Þetta lendir oftast á konunum, en þær eru yfirleitt yngri og hraustari. Oft eru þær bundnar yfir veikum eiginmönnum af gamalli hefð. Konum hefur verið ætlað umönnunarhlutverk í fjölskyldunni. Eftir að þær höfðu annast börnin tók við umönnun aldraðra foreldra og að lokum eiginmanns. Oft er grátlegt að sjá gamla konu í þessari aðstöðu. Hún virðist annast eiginmann sinn af eintómri skyldu- rækni. Jákvæðar tilfinningar í hansgarð virðast með öllu horfnar. Þá hugsa ég stundum: - Á hjónabandið nokkurn Áleitnust finnst mér spurningin um, hvort við getum í raun skyldað gamla konu til að taka sjúkan eiginmann heim. Þegar farið er fram á að sjúk- lingar séu teknir heim vísum við hik- laust til framfærslulaganna. Fram- færslulögin kveða á um framfærslu- skyldu maka hvors við annan og einnig skyldu barna til að ala önn fyrir for- eldrum sínum. Ég hef spurt tvo lögfræðinga um túlkun laganna. Annar segir ákvæðin eingöngu fjárhagslegs eðlis. Hinn segir aftur á móti að þau nái einnig til umönnunar. Tilvísun til lag- anna hefur áhrif á fólk, bæði aldraða maka og börn þeirra. Leyfum öldruðum ekki að skilja Oft kemur til uppgjörs hjá öldr- uðum hjónum, þegar maki verður las- burða. Mikil neikvæðni kemur fram í garð makans. Þá rifjast upp það sem illa hefur farið, og kemur það áðstandend- um oft á óvart. „Afi og amma virtust alltaf vera svo hamingjusöm" segja þeir. Ég man engin dæmi þess að aldr- aðir hafi sótt um skilnað. Ég held að umhverfið leyfi ekki öldruðu fólki að skilja - okkur fyndist það ekki við hæfi.“ - Hittirðu ekki stundum hamingjusöm gömul hjón? „Það liggur í eðli starfs míns að fást við vandamál. Til mín leitar fólk sem hefur átt í erfiðleikum lengi vegna veik- inda maka. Ég get ekki sagt að það sé hamingjusamt. En sem betur fer hitti ég einnig hamingjusöm gömul hjón, bæði í starfi og utan þess.“ - Breytist persónuleikinn í ellinni? „Sagt er að bæði kostir og gallar magnist í ellinni. Þeir sparsömu verða nískir og þeir gjafmildu einum um of kærulausir. Sama á við um skapið.“ - Hvernig vildir þú sjólf haga Hfinu í ellinni? „Ég vildi vera heima sem lengst og fá þá þjónustu sem ég þarfnaðist t.d. heimilishjálp og heimahjúkrun. Einnig vildi ég að akstursþjónusta væri fyrir hendi svo ég gæti farið í heimsóknir og tekið þátt í félagsstarfi, þótt heilsan væri farin að gefa sig. Ég vildi fá að draga smátt og smátt úr starfinu, svo ég hefði tíma til að aðlaga mig ellinni og finna mér ný áhugamál." - Hvernig gengur fólki að laga sig að breyttum aðstæðum þegar það hœttir störfum vegna aldurs? „Sumum gengur það vel, einkum þeim sem eiga sér áhugamál. Töluvert er um að menn komi þó aðeins tveim mánuðum eftir að þeir hættu störfum og kvarti yfir minnisleysi og almennri hrörnun. Menntunarskortur sárastur Eldra fólk heynst gagnrýna og vera hrætt við nýtt frjálsræði. Það gagnrýnir að konur eru farnar að vinna úti og ótt- ast að við séum ekki á réttri braut. E.t.v. er það að réttlæta sitt eigið líf með gagnrýninni. Stundum kemur fram beiskja vegna glataðra tækifæra og þeim öldruðu finnst þeir ekki hafa fengið nóg út úr Iífinu. Menntunar- skorturinn brennur sárast og það heyr- ast setningar á borð við: - Ég hefði átt að fara í húsmæðraskóla. Afstaða aldraðra til barna sinna er misjöfn. Sumir vilja ekki vera upp á þau komin, aðrir telja þau skuldi sér. Dæt- urnar reynast yfirleitt betur en synirnir og oftast lendir það á þeim, ef leita þarf aðstoðar fjölskyldunnar. Ég verð lítið sem ekkert vör við stéttamun hjá öldruðu fólki. Þetta er hin dugmikla aldamótakynslóð - nægjusöm og þakklát,“ segir Sigurveig H. Sigurðardóttir. 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.