19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 66

19. júní - 19.06.1984, Síða 66
Tæknibyltingin Áhrif tölvuvæðingarinnar á líf manna er eitt þeirra umræðuefna sem hæst ber um þessar mundir. Allflestir eru þeirrar skoðunar að sú tæknibylt- ing, sem nú hefur staðið lengi yfir og oftast er kennd við tölvur, muni hafa mikil áhrif á líf almennings á næstu árum, eins og hún hefur reyndar gert að undanförnu. Þær spurningar sem vakna eru oftast hvort tæknibreyting- arnar muni leiða af sér atvinnuleysi og meiri misskiptingu tekna og tækifæra en áður eða hvort afleiðingarnar verði fremur styttri vinnutími og meiri frí- stundir án þess að afkoma skerðist, þ.e. að tæknin verði sama allsherjar hjálpar- tækið öllum til handa og rafmagnið er nú fyrir löngu orðið. E.t.v. er ástæða til bjartsýni. Þetta er jú ekki fyrsta tæknibylting mannkyns- sögunnar og hinar hafa ekki gert út af við samfélögin. En óneitanlega hafa tæknibyltingar komið harkalega niður á miklum fjölda manna um stundar- sakir, þótt hingað til hafi, þegar til lengdar lét, skapast fleiri störf og nýjar starfsgreinr og þannig komist á jafn- vægi á nýjan leik. Þeir svartsýnu benda á að einfaldur útreikningur á nýjum störfum og horfn- um störfum sé ekki einhlítur. Þar kemur einnig til hvernig flytja eigi verkafólk milli starfsgreina og svæða. Einnig er bent á að þótt tölvutæknin hafi í för með sér nokkuð af nýjum störfum þar sem krafist er æðri mennt- unar, leiði hún jafnframt til minni krafna og starfsþjálfunar í ýmsum vanastörfum. Þannig myndist fámenn tæknimenntuð yfirstétt og fjölmenn stétt ómenntaðs verkalýðs. í þjónustugreinum gætir áhrifanna einna mest um þessar mundir og því er einnig spáð í nánustu framtíð. Um 51,9% vinnufærra íslendinga stunduðu þjónustustörf af einhverju tagi árið 1980. Talið er að þessi grein hafi, vegna gífurlegs vaxtarhraða á þessari öld, tekið við nýju vinnuafli frá öðrum greinum og þess vegna hafi verið komið í veg fyrir atvinnuleysið að mestu. Eitt aðaleinkenni vinnumarkaðarins í öllum iðnvæddum löndum er kyn- greining starfa. Karlar og konur skipt- ast að mestu leyti í aðskilda hópa og samkeppni á milli þessara tveggja arma vinnumarkaðarins er oft mjög lítil. Oft er einnig talað um skiptingu vinnu- markaðarins í hálauna- og láglauna- svið. Það fer víst ekki framhjá neinum í hvorum hópnum konur eru fjölmenn- ari. Ef einhver er samt í vafa nægir að minna á nýjustu kannanir hérlendis sem sýna að laun kvenna á besta vinnu- aldri eru sambærileg við unglingsstráka og karla á ellilífeyrisaldri. Því er haidið fast fram að það séu ein- mitt störfin sem falla undir láglauna- skilgreininguna sem fyrst verða fyrir áhrifum tölvuvæðingarinnar. Það er því fólkið sem vinnur þau störf sem fyrst og fremst missir vinnu sína og það hefur jafnframt minni möguleika til til- færslu. Ýmislegt bendir til þess að vöxtur þjónustugreina sé að minnka hér og þess er þegar farið að gæta í nálægum Iöndum. Fjölmennustu þjónustugrein- arnar eru ýmis skrifstofustörf, s.s. trygginga- og bankastörf og þar eru konur jafnframt fjölmennastar. Tölvu- væðing í þessum störfum hefur valdið því að þar hefur lítil sem engin fjölgun orðið síðan 1974. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjóvátryggingafélags íslands sagði frá því í sjónvarpi í vetur að störfum þar hefði fækkað á undan- förnum árum úr tæplega 70 í 50. Það væru nær eingöngu störf sem konur höfðu gegnt sem lögðust niður. Aætlað er að í framtíðinni muni fimm sinnum fleiri tæki verða á skrifstofum en nú, flest þeirra byggð á tölvutækni. Þetta kemur til með að auka afköst á skrifstofum til mikilla muna, en framleiðni hefur verið lítil þar í samanburði við önnur störf. Launa- kostnaður á skrifstofum hefur verið allt að 70-80% kostnaðar og því er hag- kvæmt að draga úr kostnaði með því að auka sjálfvirkni. Verð á tölvutækjum fyrir skrifstofur hefur hins vegar lækkað um 10% á ári og geta þeirra 10 þúsund faldast á 15 árum. Ráðstefna Alþjóðasambands versl- unarmanna um tölvuvæðingu sem haldin var nýlega, benti m.a. á að 8% vöxtur sjálfvirkni á 10 ára tímabili mundi gera 20-25% skrifstofufólks óþarft. Um 5 milljónir af 17-18 mill- jónum skrifstofufólks í Vestur-Evrópu mundi þá missa atvinnuna. í skýrslu Siemens „Office“ er áætlað að af 2,7 milljónum skrifstofustarfa í V-Þýska- landi sé hægt að staðla 43% og gera 25- 30% sjálfvirk. Frönsk skýrsla (Nora) spáir 30% atvinnusamdrætti hjá bönk- um og tryggingafélögum á 10 árum og áætlað er að 82 þúsund af 349 þúsund vélriturum í Frakklandi muni missa atvinnuna vegna tilkomu ritvinnslu- tækjanna. í Bretlandi spá sérfræðingar verkalýðssamtakanna 20% atvinnu- leysi á þessu sviði upp úr 1990. í Dan- mörku er reiknað með að á næstu árum hverfi u.þ.b.75 þúsund skrifstofustörf. Af öllu þessu má sjá að þróunin er komin mjög langt. Hana verður ekki hægt að stöðva og vonandi langar engan að stöðva hana. En ef okkar eigin upp- finningar og löngun til framþróunar á að verða sjálfum okkur og börnum okkar til þeirra hagsbóta sem við von- umst eftir, verður að nota sömu aðferðir og góðir stjórnendur fyrir- tækja gera. Þ.e. spá um þróunina og stofna til nýrra atvinnumöguleika og endurmenntunar jafnhliða eða á undan því að störf leggjast niður. Það eru mörg störf í þjóðfélaginu sem hafa ekki verið unnin, t.d. í heilsu- gæslu, uppeldismálum, málefnum aldr- aðra o.fl. Mikilvægt er að fólk leggi fram vinnu, en geti ekki gengið um at- vinnulaust og tekið bætur fyrir. At- vinnuleysi eyðileggur einstaklinginn og þar með þjóðfélagið allt. Því er nauð- synlegt að skapa fólki viðfangsefni sem það leysir í skiptum fyrir lífsviðurværi. En mikilvægast er vitanlega að nota al- mannafé til að styrkja stofnun nýrra framleiðslufyrirtækja. Það skapar þjóðartekjur. Þótt peningar virðist ekki auðfengnir til þess, ber að hafa í huga 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.