19. júní - 19.06.1984, Page 68
Framkvæmdanefnd
um launamál
kvenna
Kvcikjan að Framkvæmdanefnd um
launamál kvenna varð til á ráðstefnu er
Samband Alþýðuflokkskvenna gekkst
fyrir í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi
24. september 1983. Yfirskrift ráðstefn-
unnar var „Launamál kvenna á vinnu-
markaðnum“. Flutt voru erindi um
launamál kvenna og launamisrétti
kynjanna af sjónarhóli félagsfræði,
hagfræði og fjölmiðla, aðila vinnu-
markaðarins og forystu kvennasam-
taka. Ennfremur lýstu konur í láglauna-
störfum kjörum sínum.
Ráðstefnan var öllum opin og mjög
fjölsótt. Sérstaklega var til hennar
boðið fulltrúum stjórnmálaflokka,
launþegasamtaka og kvennasamtaka.
Enda þótt meirihluti þátttakenda væri
konur sátu einnig nokkrir karlar ráð-
stefnuna, af 11 ræðumönnum voru 4
karlar og í palli sátu 4 karlar ásamt 3
konum.
Mikill hugur var í ráðstefnugestum
og mörgum þóttu skörp skil efnislega
milli lýsinga láglaunkvennanna á
kjörum sínum og hins vegar fullyrðinga
annarra um að launamisrétti kynjanna
fyrirfinndist ekki.
Undir lok ráðstefnunnar tóku
nokkra konur tal saman. Voru þær á
einu máli um að hreyft hefði verið
viðamiklu og brýnu úrlausnarefni og
ekki verjandi að slíta ráðstefnunni, án
þess að framhald væri tryggt. Af þessu
spratt tillaga þar sem ráðstefnan for-
dæmir harðlega það launamisrétti sem
ríki á vinnumarkaðinum og jafnframt
eftirfarandi:
„Ráðstefnan samþykkir að efna til
þverpólitisks samstarfs um launamál
kvenna á vinnumarkaðinum.
Samþykkir ráðstefnan að boðað
verði til fundar kvenna úr öllum
stjórnmálaflokkum, þar sem leitað
verður samstöðu um skipan fram-
kvæmdanefndar með þátttöku
kvenna í launþegahreyfingunni og
öðrum áhugaaðilum um launajafn-
rétti kynjanna, sem skipuleggi síðan
aðgerðir er leiði til úrbóta og uppræti
misréttið."
Undir tillöguna skrifuðu:
Jóhanna Sigurðardóttir,
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
Guðrún Ágústsdóttir,
Ragna Bergmann,
Björg Einarsdóttir,
Gerður Steinþórsdóttir,
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
Jóhanna Friðriksdóttir.
Tillagan var rædd og borin undir
atkvæði og samþykkt samhljóða með
öllum greiddum atkvæðum yfirgnæf-
andi meirihluta fundarmanna.
Nefndarskipan - Markmið
Jóhönnu Sigurðardóttur var falið að
kalla flutningsmenn tillögu saman til
fundar, sem haldinn var 3. október.
Var afráðið að við skipan í nefndina
skyldi leitast við að tryggja, að sem
flestar konur ættu óbeinan fulltrúa, án
tillits til stjórnmálaskoðana, starfa eða
búsetu. Gerðar voru tillögur um aðila
er til greina kæmu.
Fullskipuð kom nefndin saman 24.
október og skipti með sér verkum.
Jóhönnu var falið að koma fundum á og
stjórna þeim, Gerði Steinþórsdóttur
voru falin ritarastörf og síðar var Dag-
björt Torfadóttir kjörin gjaldkeri.
Samþykkt var að kalla nefndina
Framkvœmdanefnd um launamál
kvenna og leggja áherslu á launamálin
í samræmi við orðalag tillögunnar frá
24. september, enda þótt nefndar-
mönnum væri ljóst að önnur og almenn
skilyrði hefðu einnig afgerandi áhrif á
kjör kvenna á vinnumarkaðinum.
Launaþátturinn væri hins vegar öllum
sameiginlegur og úrbætur varðandi
þann málaflokk sköpuðu betri stöðu á
öðrum sviðum.
Markmið og leiðir til þess voru skil-
greind þannig: „Markmið Fram-
kvæmdanefndarinnar er að ná fram
úrbótum í Iaunamálum kvenna. Sér-
stök áhersla verði lögð á launajafnrétti
kynjanna á vinnumarkaðinum og með
konum almennt myndist samstaða á
breiðum grundvelli um þessi mál.
Framkvæmdanefndin mun í störfum
sínum leggja ríka áherslu á góða sam-
vinnu og samráð við stéttarfélög um
land allt og heildarsamtök launafólks,
svo og að halda uppi tengslum við kon-
urnar sjálfar á vinnustöðunum, t.d. í
formi fund og upplýsinga um launamis-
rétti kynjanna á vinnumarkaðinum.“
Fyrsta verkefni - Kannanir
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að
safna niðurstöðum úr tiltækum könn-
unum um stöðu kvenna á vinnumarkað-
inum og upplýsingum um launamisrétti
kynjanna. Þjóðfélagsfræðingunum Est-
her Guðmundsdóttir og Guðrúnu Sig-
ríði Vilhjálmsdóttur var falið verkefnið
og að ganga frá greinargerð um það og
gera handrit að bæklingi til dreifingar.
Fjármálaráðherra veitti kr. 50 þús. til
að standa straum af kostnaði við verk-
efnið.
í októberlok lögðu Esther og Guð-
rún Sigríður fram yfirlit um kannanir
sem tiltækar voru allt frá árinu 1975,
ennfremur um fjölda fólks í samtökum
launþega og skiptingu eftir kynjum, svo
og hlutfall kynja í stjórnum sömu sam-
68