19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 71

19. júní - 19.06.1984, Side 71
kringum lögin, það staðfesta m.a. kannanir. Staðan er því: Launajafnrétti í orði - Launamisrétti á borði. í hnotskurn mætti segja að verkefni Framkvæmdanefndar um launamál kvenna sé að stuðla að því að inntak laganna verði raunverulegt - Að umsetja orð í athafnir. Samtök sem eiga fulltrúa í Fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna Á fundi Framkvæmdanefndar um launamá! kvenna sem haldinn var 24. október 1983 var nefndin full- skipuð. í nefndinni eru 19 aðalfull- trúar og jafnmargir til vara frá eftir- töldum aðilum: Samband Alþýðuflokkskvenna Landssamband Sjálfstæðiskvenna Landssamband Framsóknar- kvenna Alþýðubandalagið Bandalag jafnaðarmanna Samtök um kvennalista Kvennaframboð í Reykjavík Alþýðusamband Islands (aðal- fulltrúi úr Iðju) Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Bandalag háskólamanna Samband íslenskra bankamanna Verslunarmannafélag Rcykja- víkur Starfsmannafélagið Sókn Verkakvennafélagið Framsókn Verkakvennafélagið Snót, Vestmannaeyjum Jafnréttisráð Kvenréttindafélag íslands Kvenfélagasamband íslands Bandalag kvenna í Reykjavík Varafulltrúar taka þátt í störfum til jafns við aðalfulltrúa eftir því sem þörf krefur. Fjölbreytt úrval snyrtivara fyrir dömur og herra TOPPTÍSKAN AÐALSTRÆTI 9 — SfMI 13760 Sdmtök kvenna á vinnumarkaðinum Samtök kvenna á vinnumarkaðinum voru stofnuð 3. des. 1983. Aðdragandi að stofnun samtakanna var sá að 22. október s I. stóðu konur úr hinum ýmsu stéttarfélögum fyrir ráðstefnu í Gerðu- bergi í Breiðholti, um kjör kvenna á vinnumarkaðinum. Á ráðstefnunni var fjallað annars vegar um orsakir launa- misréttis karla og kvenna, hinsvegar um leiðir til úrbóta. Um 200 manns sóttu ráðstefnuna, og 16 starfshópar fjölluðu um þema ráðstefnunar. Niðurstöður hópanna varðandi or- sakir misréttisins voru þessar helstar: „Allt þjóðfélagið er mótað af því viðhorfi að sjálfsagt sé að karlar hafi forystu og forræði í öllum málum. Við konur göngumst undir þessar karlveldishugmyndir og treystum körlum betur en okkur sjálfum til að tryggja hagokkar. Afleiðingar þessa eru m.a. að körlum reynist auðvelt að sundra konum í sameiginlegri hagsmunabaráttu þeirra. Við van- metum eigin getu og dómgreind. Við látum það viðgangast að vera skil- greindar sem varavinnuafl. Fyrir- vinnuhugtakið, og þá eingöngu tengt körlum, ræður launakröfum laun- þegasamtakanna. Rödd kvenna við kröfugerð og samninga er veik og þar eins og á öðrum sviðum þjóð- lífsins ráða karlar stefnunni. Þrátt fyrir þá staðreynd að viðurkennt sé að tvo þurfi til að vinna fyrir heimili, cru hugmyndir um karla sem fyrir- vinnur enn ráðandi í launamálum. Jafnframt er öll ábyrgð á umönn- un barna lögð á herðar kvenna, og ekkert tilliti tekið til hins sí- stækkandi hóps kvenna sem einar eru fyrirvinnur." Niðurstöður hópanna um leiðir til úrbóta á því hrikalega misrétti sem ríkir varðandi launakjör kynjanna beindust einkum að tveimur meginhugmyndum. Annars vegar að koma á „kvótakerfi“ sem tryggði konum 51% sæta í stjórnun og nefndum launþegasamtakanna. Hins vegar að konur bindust samtökum þvert á stéttarfélög í því skyni að standa að baráttumálum kvenna. Ráðstefnan tilnefndi 7 konur til að undirbúa stofn- fund Samtaka kvenna á vinnumarkað- inum. Markmið þessara samtaka er að standa sameiginlega vörð um baráttumál kvenna og vera þar stefnumarkandi og vera bakhjarl þeirra kvenna, sem gegna trúnaðarstörfum í launþegasamtök- unum. Var stofnun samtakanna rök- studd með því að hvar sem konur væru við störf í þjóðfélaginu fengju þær lægri laun en karlar. Þannig ættu fiskvinnslu- konan og konan úr BHM samleið. Baráttumál kvenna væru svo víðtæk að þau næðu langt út fyrir launaum- slagið og samtökin kæmu til með að berjast fyrir kjaramálum svo og ýmsum öðrum réttindamálum kvenna, eins og dagvistarmálum, lífeyris- og tryggingar- málum, verkalýðsmálum o.fl. Undirbúningshópurinn hófst þegar handa. Sá hann um að senda út fréttatil- kynningu um stofnun samtakanna til fjölmiðla svo og allra kvenna- og blönd- uðu verkalýðsfélaganna um land allt. Einnig voru samin drög að lögum sam- takanna. Á stofnfundinum voru drögin að lögunum kynnt, fluttar framsögur um hvað gera megi til að styrkja stöðu kvenna í verkalýðsbaráttunni og um sameiginleg baráttumál kvenna í kom- andi kjarasamningum. Sem fyrr var starfað í hópum. Hópumræðurnarfjöll- uðu um framsöguerindin, drögin að lögunum voru skoðuð og lagðar fram breytingartillögur við þau og tilnefndar voru konur í tengihóp. 71

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.