19. júní - 19.06.1984, Síða 72
Lög samtakanna voru samþykkt svo-
hljóðandi:
Lög „samtaka kvenna á vinnu-
markaðnum“
1. Nafn samtakanna er: „Samtök
kvenna á vinnumarkaðnum".
Markmið þeirra er að:
a. Standa að sameiginlegum bar-
áttumálum um kjör kvenna á
vinnumarkaðinum og vera þar
stefnumarkandi.
b. Vera bakhjarl þeirra kvenna,
sem gegna trúnaðarstörfum í
launþegasamtökunum.
c. Hvetja konur til aukinnar þátt-
töku í trúnaðarstörfum innan
launþegasamtakanna.
2. Aðild að samtökunum geta allar
konur átt, sem vilja vinn að mark-
miðum þeirra. Starfssvæði sam-
takanna er landið allt.
3. Félagar starfa r' opnum starfs-
hópum, sem ýmist myndast eftir
ákveðnum málaflokkum eða eftir
landssvæðum.
4. Tengihópur samhæfir störf sam-
takanna. Verkefni hans er auk
þess, að boða til sameiginlegra
funda, að sjá um framkvæmd á-
kvarðana þeirra eða fela hana
starfshópum. Starfsreglur kveða
nánar á um verksvið hans.
5. Lög og starfshættir samtakanna
skal endurskoða árlega.
6. Aðalfund samtakanna skal halda
að hausti, eigi síðar en 1. nóv-
ember. Aðalfundur kýs 15 konur
í tengihóp og 15 konur til vara.
Tryggt skal að hvert landsbyggð-
arkjördæmi tilnefni 1 konu í
tengihóp og 1 til vara. Aðalfund-
ur ákveður félagsgjöld og endur-
skoðar lög og starfshætti samtak-
anna.
Starfsreglur
Hlutverk „tengihóps" er að halda
til haga skýrslum um starfsemi starfs-
hópa og miðla upplýsingum milli
þeirra. Tengihópur skipuleggur dag-
skrá félagsfunda í samráði við starfs-
hópa. Almennir félagsfundir skulu
vera minnst þrisvar á ári. Á þeim eru
teknar ákvarðanir samtakanna á
milli aðalfunda. Gæta skal þess að í
tengihópnum sitji konur úr sem
flestum starfsgreinum. Hver aðal-
maður hefur ákveðinn varamann og
ber ábyrgð á að boða hann í sinn
stað, geti hann ekki komið á fund
tengihóps. Tengihópur sér um fjár-
reiður samtakanna og heldur skrá
yfir allar félagskonur.
Frá útifundi Samtakanna 1. maí 1984. Ljósmynd Ann Mikkelsen.
Konur voru tilnefndar í tengihóp er
starfa skyldi fram að framhaldsstofn-
fundi er ákveðið var að halda í janúar.
Tengihópurinn hófst þegar handa við
að kynna Samtökin og benda á það
hrikalega Iaunamisrétti er ríkir í land-
inu. Var m.a. gefið út dreifirit í jóla-
ösinni í þessu skyni.
Framhaldsstofnfundurinn var hald-
inn í Gerðubergi 29. janúar 1984. Á
honum voru kjaramálin í brennidepli
og samþykkti fundurinn fjölda ályktana
um kjaramál, er síðar voru sendar fjöl-
miðlum og verkalýðsfélögum um land
allt.
Bent var á að atvinnuöryggi kvenna
væri víða bágborið. Fólki á kaup-
tryggingu í fiskvinnslu væri nú víða sagt
upp með aðeins viku fyrirvara og væri
hér aðallega um konur að ræða. Var
krafist breytinga á lögum og kauptrygg-
ingarákvæðum í fiskvinnslu þannig að
farið yrði eftir lögboðnum uppsagnar-
fresti eins og hann er í flestum stéttar-
félögum. Einnig var þess krafist að
engir launataxtar verði fyrir neðan lög-
boðin lágmarkslaun eins og viðgengist.
Tengihópur - engin stjórn
Um innra starf Samtakanna er þetta
að segja: Tengihópsfundir sem haldnir
eru á um það bil 10 daga fresti eru opnir
öllum félögum. Þar sem engin eiginleg
stjórn er á Samtökunum ákvað tengi-
hópur að skipta með sér verkum þannig
að fundarritari síðasta fundar er
fundarstjóri næsta fundar. Fundarstjóri
kýs sér fundarritara. Fundarstjóri og
fundarritari eru nokkurs konar fram-
kvæmdastjórar samtakanna á milli
funda. Ber öðrum úr tengihóp að láta
þær vita hyggjist þeir leggja einhver mál
fyrir næsta fund. Með þessari skipan
mála dreifist ábyrgðin á alla í tengihóp,
og allir fá æfingu í að stjórna fundum.
72