19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 74

19. júní - 19.06.1984, Side 74
Ásmundur Stefánsson. (Tímamynd). Launþegasamtökin og kvennahreyfingamar Hver skyldi afstaða forsvarsmanna Iaunþegahreyfingarinnar vera til þeirra hreyfinga sem tóku til starfa á nýliðnum vetri - Framkvæmdanefndar um launa- mál kvenna annars vegar og Samtaka kvenna á vinnumarkaði hins vegar? Til þess að fá svar við þessu snéri 19. JUNI sér til þeirra Kristjáns Thorlaciusar for- manns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Asmundar Stefánssonar for- seta ASI og lagði fyrir þá þrjár spurn- ingar. Svör þeirra fara hér á eftir. - Hefur þróunin í jafnréttisátt innan verkalýðsfélaga verið svo hœg, að nauð- synlegt hafi verið að stofna Fram- kvœmdanefndina og Samtök kvenna á vinnumarkaðinum? Kristján: „í þessu sambandi verður fyrst af öllu að hafa í huga, að ger- breyting hefur átt sér stað í sambandi við þátttöku kvenna í störfum utan heimilanna. Á fáum áratugum hefur þróunin orðið sú, að nú starfa 60-70% kvenna utan heimilanna samhliða störf- unum heima. Aðrar breytingar í þjóðfélaginu hafa ekki fylgt á eftir. Að mínum dómi skortir t.d. mikið á, að konur taki nægi- lega þátt í starfi verkalýðsfélaganna. Þetta á bæð við um félögin í B.S.R.B. og A.S.Í. Skýringin er nærtæk. Flestar Skrifstofa Samtakanna er í Kvennahús- inu og er opin á fimmtudögum milli kl. 17 og 19. Samningarnir Samtökin efndu til fundar á Hótel Borg 25. febrúar 1984 þegar búið var að semja við ASÍ. Fundurinn var vel sóttur þrátt fyrir litla kynningu. Á fundinum var samningurinn kynntur og útskýrð- ur. Mikill baráttuhugur ríkti á fund- inum. Samþykktar voru allmargar ályktanir varðandi nýgerða samninga. Bent var á að yfirvinna, næturvinna og bónust verði reiknað af töxtum undir áætluðum lágmarkslaunum, sem þýðir að bónusgreiðslur verða reiknaðar af 20-35% lægri taxta en lögboðin lágmarkslaun verða samkv. samn- ingum. Tilboð samningsins um úrbætur fyrir láglaunahópa eru algjörlega ófullnægj- andi, segir í ályktunum og sömuleiðis að bróðurparturinn af úrbótum fyrir láglaunahópa verði tekinn úr sameigin- legum sjóðum landsmanna. Einnig var bent á að láglaunakönnun kjararann- sóknarnefndar hefði sýnt að meðaldag- 74 vinnutekjur Sóknar - lægstu meðal- tekjur samkv. könnuninni, séu 12.448 kr. en lágmarkslaun eigi að vera 12.660. Bendi það til að meginþorri láglauna- kvenna fái ekkert umfram 5% launa- hækkun þá sem allir fá. Loks segir: „í samningunum er ekki að finna nein ákvæði sem tryggja aukin réttindi kvenna, t.d. varðandi kauptryggingu, veikindadaga og lífeyrissjóðsréttindi. Ekki er þar heldur minnst á fyrri kröfur um dagvistarrými fyrir öll börn.“ SAMTÖK KVENNA A VINNUMARKAOINUM Samtökin og Framkvæmda- nefndin Við höfum oft verið spurðar hver væri munurinn á Samtökum kvenna á vinnumarkaðinum og Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna. Því er til að svara að Samtökin eru opin samtök sem halda félagaskrá, og í þau geta allar konur gengið sem vilja vinna að mark- miðum þeirra. Þau eru óháð pólitískum flokkum og verkalýðsfélögum. í fram- kvæmdanefnd eru 18 konur sem til- nefndar voru af pólitískum flokkum, forystukonur úr verkalýðshreyfingunni svo og konur úr kvenréttindafélaginu og bandalagi kvenna. Ágætt samstarf hefur tekist með okkur, það má segja að framkvæmdanefndarkonur hafi betri aðgang að löggjafarvaldinu og for- ystusveit verkalýðshreyfingarinnar, en við höfum hina almennu konu í verka- lýðshreyfingunni innan okkar vébanda, starfandi í starfshópum um hin ýmsu mál. Að lokum skal þess getið að félagar í Samtökunum eru nú farnir að nálgast fjórða hundraðið á þessum stutta tíma sem við höfum starfað. Við viljum hvetja allar konur til að leggja okkur lið, taka þátt í baráttu okkar fyrir bættum kjörum kvenna, því að ÞVÍ FLEIRI, ÞVÍ STERKARI, ÞEIM MUN MEIRI ÁRANGUR!

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.