19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 75

19. júní - 19.06.1984, Síða 75
konur leggja á sig störfin utan heimilis sem viðbót við heimilisstörfin. Þetta þarf auðvitað að breytast og verður að vera hluti af þeirri gerbreytingu í þjóð- lífinu m.a. í jafnréttismálum kynjanna, sem er að eiga sér stað. Þannig er þetta á mörgum sviðum. Engan þarf að undra þótt slíkt átak kalli á aukna forustu kvenna á sviði félagsmála. Stofnun Framkvæmda- nefndarinnar og Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum eru fullkomlega eðlileg viðbrögð við þessari félagslegu nauðsyn, sem vonandi leiðir til aukins starfs kvenna í verkalýðsfélögunum.“ Ásmundur: „Ný samtök eða nefndir um málefni kvenna er að mínu viti hvorki uppreisn gegn Alþýðusamband- inu né Kvennréttindasambandinu né öðrum samtökum sem láta sig jafnrétt- ismál skipta. Framkvæmdanefnd um málefni kvenna og Samtök kvenna á vinnumarkaði má rekja til þeirrar almennu vakningar sem orðið hefur meðal kvenna og endurspeglar að með- vitund og umfjöllun og áróður fyrir málstað kvenna sé forsenda árangurs og sem flesta þurfi að virkja í starfi. Hvert sem litið er blasir við mikill munur á stöðu karla og kvenna. Víst hefur orðið breyting til batnaðar undanfarin ár, en ef j afnréttishugsjónin skiptir okkur máli hlýtur okkur að svíða hve seint sækist. Síðustu árin hafa konur sótt fram á vinnumarkaðinum, þær hafa vaknað til vitundar um stöðu sína og þeim vaxið ásmegin í félagsmálum. Petta kemur mjög skýrt fram í könn- un á stjórnaraðild kvenna í blönduðum verkalýðsfélögum og stjórnum lands- sambanda innan ASÍ. Eins og mynd- irnar sýna hefur stjórnarþátttaka kvenna aukist mjög mikið frá árinu 1972. Ef til vill er athyglisvert til saman- burðar að á vettvangi hinnar jafnréttis- sinnuðu æsku í menntaskólum og versl- unarskólanum hefur lítil breyting orðið á aðild kvenna að trúnaðarstörfum. Skólaárið 1983/1984 voru karlar í 70% trúnaðarstarfa sem er svipað hlutfall og skólaárið 1974/1975. — Teljið þið að þetta sé upphafað klofn- ingi þar sem konur skilji sig frá körlum í verkalýðsfélögum? Ásmundur: „Aukin þátttaka kvenna í félagsstarfi verkalýðssamtakanna er verkalýðsbaráttunni ótvírætt mikill styrkur. Ég tel jafnframt að það sé til Kristján Thorlacius. (Tímamynd) styrktar baráttunni fyrir jöfnuði og jafnræði á milli kynjanna að karlar og konur starfi félagslega hlið við hlið. Gagnkvæmur skilningur og samstaða eflir baráttuþróttinn og léttir róðurinn. Við megum ekki heldur gleyma því að jafnréttisbaráttan snýst ekki bara um jöfnun milli karla og kvenna. Það tryggir ekki há laun að vera karlmaður. Fjöldi karla býr við þröngan kost. Launajöfnun kemur bæði körlum og konum að gagni þó konur njóti þeirra meira. Baráttan fyrir jafnrétti karla og kvenna er hluti af víðtækari baráttu fyrir jafnrétti og baráttu fyrir jafnrétti karla og kvenna og snýst ekki bara um kaup og kjör. Til þess að ná jafnrétti kvenna og karla á vinnumarkaði þarf að ná jafnrétti á heimilunum, jafnrétti í menntun og tryggja aukna félagslega þjónustu samfélagsins. Verkefnið kallar á öfluga þátttöku jafnt karla sem kvenna. Kristján: „Nei, það er fráleitt. Þetta er á hinn bóginn vafalaust upphafið að meiri þátttöku kvenna í starfi samtak- anna.“ - Hvaða áhrif ef einhver á stofnun þess- ara tveggja samtaka eftir að hafa áfram- tíðina í kjarabaráttunni? Ásmundur: „Breið nefnd eins og Framkvæmdanefnd um launamál kvenna og samtök eins og Samtök kvenna á vinnumarkaði geta orðið jafn- réttisbaráttunni til mikils framdráttar. Hvernig til tekst með starfið í framtíð- inni er auðvitað erfitt að sjá fyrir ekki síst þar sem saga þessara aðila er stutt og verkefni þeirra og vinnubrögð enn í mótun.“ Kristján: „Þessi kvennahreyfing á óefað eftir að hafa mikil áhrif í jafn- réttismálunum. Einnig á störf samtaka launafólks. Spurningin er nánast um hve þróunin verður hröð.“ fb Töflurnar sem Ásmundur vísar til og voru unnar á vegum Vinnunnar, blaðs Alþýðu- sambandsins. ,t % BLÖNmiD FELÖG INNAN ASI Hlutur kvonna i holstu truruiVir- stuóum 1972 ou 1983 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.