19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 79

19. júní - 19.06.1984, Síða 79
Bókmenntir Konur og stjómmál EFTIR ESTHER GUÐMUNDSDÓTTUR ÚTGEFANDl: JAFNRÉTTISRÁÐ 1983 Rit þetta á tilurð sína að þakka, eins og höfundur lýsir í formála, því framtaki kvenna „...að safna saman öllum þeim rann- sóknum og upplýsingum sem fyrir lágu unt stjórnmálaþátttöku kvenna á Norður- löndum... “ og hefur að geyma afrakstur þess að því er ísland varðar. Svo sem sjá má er markið sett töluvert hátt, en höfundur varar lesandann þó við strax á næstu síðu þar sem hún greinir frá þeirri afmörkun að í ritinu séu „í flestum til- fellum aðeins tölur og töflur, sent lítið sent ekkert mat hefur verið lagt á“. Ekki skal dregið í efa að þessi afmörkun hafi verið nauðsynleg, eins og aðbúnaði verksins var háttað. Afleiðingin er sú, að höfundinum, Esther Guðmundsdóttur, er sniðinn mjög þröngur stakkur, hins nær ósýnilega skrá- setjara, sem hún raunar ber með sóma, að því er ég best fæ séð, þrátt fyrir að viðfangs- efnið hefði gefið fullt tilefni til rækilegrar fræðilegrar greiningar og skapandi íhlutunar höfundar. Eg vil áður en nánar er vikið að þessu riti, sem nú liggur fyrir, lýsa þeirri von minni að Esther láti ekki staðar numið við þennan áfanga, hún hefur lagt grunn að stærra verki. Bóklestur er eins konar samtal höfundar og lesanda þar sem höfundurinn leggur til umræðuefnið og leiðir samtalið. Gagnsemi eða nautn lesandans af samtalinu veltur ann- ars vegar á því í hve ríkum mæli höfundurinn leggur fram umræðuvert efni og gefur af sjálfum sér, og hins vegar á því í hve ríkum mæli lesandinn getur mætt honum á miðri leið. Bókin Konur og stjórnmál gerir harðar kröfur til lesandans, jafnvel of harðar. Til marks um það er að á þessum tæpu 130 blað- síðum er að finna 40 töflur, sem segir þó ekki alla sögu, vegna þess að þeim er öllum þjappað saman á 50 blaðsíður um miðbik bókarinnar (í kafla II—VII). í fyrsta kafl- anum og síðustu þremur köflunum er engin tafla. Þetta gefur bókinni ójafnt yfirbragð og leiðir jafnframt til þess sums staðar, einkan- lega í þeim kafla þar sem rætt er um hlut kvenna í sveitarstjórnarmálum, að lesand- inn fær á tilfinninguna að höfundurinn hafi sleppt af honum hendinni, eða sé farinn úr símanunt, svo prjónað sé við samlíkinguna, sem gerð var hér að ofan. Margir lesendur eru svo áhugasamir og vel að sér að þeim nýt- ist töflusafnið til sjálfstæðra ályktana og fyrir þá mun það reynast mjög gagnleg saman- tekt. Ég óttast þó að hinir reynist fleiri, sem gefast upp við að hagnýta sér þetta efni í þeim mæli, sem vert væri. Með ofansagt í huga virðist mér sem þessi bók muni koma að bestum notum sem eins konar handbók fyrir þá sem þurfa að hyggja að jafnréttismálum í daglegu starfi sínu. Sér- staklega getur hún komið að notum við kennslu, þ.e. sem bakgrunnsefni og upp- flettirit fyrir kennara, og nokkur eintök af henni ættu að vera til á hverju einasta skóla- bókasafni og almenningsbókasafni. Innan þeirra marka, sem höfundur hefur sett sér, hefur bókin að geyma mjög mikilsverðan fróðleik, nákvæman og tæmandi og svo ferskan, sem verða má. Tölur, t.d. um kosn- ingar, ná alveg fram á mitt síðasta ár, eða um það bil til þess tíma að gengið var frá bók- inni. í fyrsta kafla er rakin í stuttu en ljósu máli söguleg þróun kosningaréttar og kjör- gengis íslenskra kvenna. Þrír næstu kaflar Estlicr Guðmundsdóttir. fjalla um kosningar, þ.e. forsetakjör, og kosningar til Alþingis og sveitarstjórna. Á eftir þeim fylgja aðrif þrír kaflar, sem fjalla um hlut kvenna í stjórnmálaflokkum, stjórn- arráði og í nefndum á vegum ríkis- og félaga- samtaka. Þessir sex kaflar hafa að geyma mjög mikilsverðan fróðleik, eins og áður greinir, en fyrirferð töfluefnis er slík að texta er sums staðar rutt með öllu úr vegi. Fyrir vikið verða þeir mjög óaðgengilegir fyrir les- andann. Þá taka við tveir kaflar, annar um kvennaár Sameinuðu þjóðanna, en hinn um kvennahreyfingar. Sá kafli þótti mér bæði fróðlegur aflestrar og skemmtilegur, enda lætur höfundur meira til sín taka þar en víð- ast annars staðar í bókinni, einkum þar sem vikið er að atburðum áranna eftir 1970. Greiningin á atburðarásinni virðist mér yfir- veguð og sanngjörn, að svo miklu leyti sem ég get dæmt þar um. Estherskrifar látlausan og skýran texta, sem nýtur sín vel í þessum kafla. Lokakafli bókarinnar, sem er saminn af Bergþóru Sigmundsdóttur, fjallar um jafn- réttisumræðu á Alþingi á lýðveldistímanum. Þetta er fróðlegt yfirlit og kennir þar margra grasa. Mætti rita langt mál um þær hugrenn- ingar, sem vakna við að skoða öll þau blóm þannig í einum vendi. Svo sem sjá má þykir mér það helst að- finnsluvert við bókina að yfirgripsmiklar töflur bera texta víða algerlega ofurliði. Þetta á þó aðeins við um hluta bókarinnar og höfundur gerir einnig fulla grein fyrir ástæð- um þessa annmarka í upphafi hennar. Einnig er rétt að ítreka að töflurnar hafa mjög mikið sjálfstætt gildi og geta, svo sem áður er að vikið nýst þeim, sem hafa nauð- synlegar forsendur til að vinna úr þeim. Þær duga þó til þeirra hluta því aðeins að les- andinn geti treyst fyllilega þeim tölum, sem þar er að finna. Vonandi skortir ekki mikið þar á, en varðandi eina töfluna, nánar til- tekið töflu 5, bls. 24, hefur Ólafur Þ. Harðar- son, lektor, bent mér á í samtali að lands- kjörna þingmenn virðist vanta þar á heildar- fjölda þingmanna frá 1916 til 1933. Þetta er þeim mun óeðlilegra sem konur á þingi á þessum árum eru einmitt landskjörnar. Aðeins eru tvö línurit í bókinni, bæði með samanburði milli Norðurlanda. Vissulega hefði það haft umtalsverðan aukakostnað í för með sér að fjölga þessum línuritum, en það hefði þó verið tiltölulega fljótleg aðferð til að gera sumar stórar töflur aðgengilegri fyrir almenna lesendur. Vil ég nefna sem dæmi töflu 4 bls. 23. Ótal spurningar vakna þegar litið er á hlutfall kvenna á þingi, í stjórnmálaflokkum og í stjórnum flokkanna (bls. 52-55). Þarna hefði túlkun af hálfu höfundar verið vel þegin. Á bls. 63-64 er annað dæmi urn ónotað tækifæri til slíkrar túlkunar. Þar kemur fram að hlutfall kvenna í stjórnum samtaka launþega er nær undantekningar- laust lægra en hlutfall þeirra sem félags- manna og munurinn víða hrikalegur. Á þessu er þó sú undantekning að í samtökum háskólamanna BHM, snýst þetta algerlega við, konur eru hlutfallslega fjölmennari á forystuvettvangi en meðal félagsmanna. Enn má nefna spurninguna um hið mikla fylgi kvennaframboða hér á landi síðustu árin borið saman við önnur lönd í nágrenni okkar. Þetta eru aðeins dæmi um fjölmargar spurningar sem lesandinn fær að glíma við hjálparlaust. Vissulega er mest um vert að vekja þessar spurningar og vil ég ekki á nokkurn hátt vanþakka það. Hins vegar neita ég því ekki að ég hlakka til þess að fá að lesa árangurinn af áframhaldandi glímu Estherar Guðmundsdóttur við þær. Allur frágangur bókarinnar Konur og stjórnmál er látlaus og í flestu vandaður. Einkum er vert að geta prýðilegrar heimilda- skrár. Prentvillur fann ég fáar og enga, sem torveldaði skilning. 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.