19. júní - 19.06.1984, Síða 85
Tafla 2.
Tíðni fóstureyðinga á Norðurlöndum
1971-1981
Fjöldi fóstureyðinga á 1000 konur 15-49 ára
'Ár ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð
1971-1975 4,1 13,3 18,6 17,9 14,4
1976-1980 8,7 20,4 14,1 16,2 17,6
1981 10,6 18,4 11,5 14,8 17,3
Heimild: Health Statistics in the Nordic Countrics, NOMESCO 1981.
Fóstureyðingar miðað við fjölda
fæðinga og þungana
Á sama tíma og fóstureyðingum hefur
fjölgað hefur fæðingum fækkað og má ætla
að fóstureyðingar eigi sinn þátt í því. Hins
vegar hefur fæðingartíðnin verið að lækka
meira og minna frá því um 1960. Tilkoma
nýrra og öruggari getnaðarvarna, aukin þátt-
taka kvenna í námi og atvinnu og breytt við-
horf til barneigna eiga sennilega drýgstan
þátt í þessari þróun. Hlutfall fóstureyðinga
af fæðingum hefur farið hækkandi eða úr
tæplega 5 fóstureyðingum á 100 lifandi
fædda tímabilið 1971-1975 í um 11 tímabilið
1976-1980 og árið 1981 voru framkvæmdar
um 14 fóstureyðingar á hvert 100 lifandi
fæddra barna það ár.
En hve margar þunganir enda í fóstur-
eyðingu? Árin 1971-1975 enduðu að meðal-
tali 4 af hverjum hundrað þungunum á ári
með fóstureyðingu en 10% tímabilið 1975-
1980. Árið 1981 var hlútfallið 12%. (Með
þungunum er hér átt við samanlagðan fjölda
fæddra og fóstureyðinga en fósturlátum
sleppt þar sem ekki er til nákvæm skrá yfir
þau).
Ástæöur fóstureyöinga
Ljóst er að félagslegar ástæður eru í dag
helstu forsendur fóstureyðinga. Strax 1976
fyrsta heila árið sem nýju lögin voru í gildi
voru tæplega tvær af hverjum þremur fóstur-
eyðingum framkvæmdar af þeim ástæðum
eingöngu og nú nálgast það að níu af
hverjum tíu fóstureyðingum séu gerðar af
félagslegum ástæðum. Fóstureyðingum af
læknisfræðilegum ástæðum, sem áður voru
frumskilyrði fóstureyðinga hcfur farið fækk-
andi. Árið 1981 voru 8% fóstureyðinga af
þcim ástæðum einum samanborið við 18%
árið 1976. Bæði læknisfræðilegar og félags-
legar ástæður komu við sögu í aðeins 4%
aðgerða árið 1981 en í 19% aðgerða árið
1976. Þessar niðurstöður vekja vissulega
ýmsar spurningar. Gefa þessar tölur rétta
mynd af ástæðum fóstureyðinga? Hefur
hugsanlega orðið breyting á því hvað telst
félagslegt og hvað læknisfræðilegt í aðstæð-
um kvenna? Ekki er ólíklegt að mat þeirra
sem skrá upplýsingarnar geti einnig verið
mismunandi.
Lengd meðgöngu
Langflestar konur, sem fengið hafa fóstur-
eyðingu á undanförnum árum hafa verið
gengnar með 12 vikur eða skemur, er aðgerð
fór fram, eða innan æskilegra marka. Aðeins
3% fóstureyðinga áranna 1976-1981 fóru
fram eftir 12 vikna meðgöngu.
Nokkur atriði varðandi þær
konur sem fengu fóstureyðingu
árin 1976-1981
Lögheimili
Tæplega helmingur kvennanna átti
lögheimili í Reykjavík, um þriðjungur bjó í
kaupstöðum en tæpur fimmtungur í sýslum.
Ljóst er að tíðni fóstureyðinga er mis-
munandi eftir þéttbýlisstigi því að á tíma-
bilinu 1976-1981 sem hér urn ræðir voru
framkvæmdar 5,4 fóstureyðingar á 1000
konur í Reykjavík, 3,8 á 1000 konur í kaup-
stöðum og 3,5 á 1000 konur í sýslum.
Aldur
Á undanförnum árum hafa fóstureyðingar
færst frá þeim eldri til hinna yngri. Árið 1981
var um helmingur kvenna sem fékk fóstur-
eyðingu það ár undir 25 ára aldri samanborið
við 38 af hundraði árið 1976. Athyglisvert er
að fóstureyðingar verða æ algengari hjá
unglingsstúlkum. Hlutur stúlkna 19 ára og
yngri í heildarfjölda fóstureyðinga óx úr
17% árið 1976 í 22% árið 1981. Til saman-
burðar má geta þess að 14% mæðra lifandi
fæddra barna þetta tímabil voru undir tví-
tugu. Tíðni fóstureyðinga eftir aldri er hæst
meðal kvenna á aldrinum 20-24 ára en 1981
fengu 16 af 1000 konum í þeim aldurshópi
fóstureyðingu. Lægst er tíðnin hins vegar
hjá konum 40 ára og eldri en þrjár af 1000
konum í þeim aldurshópi fengu fóstureyð-
ingu árið 1981.
Hjúskaparstaða
Sú breyting hefur átt sér stað á hjúskapar-
stöðu kvenna sem fá fóstureyðingu að hlutur
ógiftra hefur farið vaxandi en giftra og áður
giftra minnkandi. Árið 1981 var meirihluti
þeirra sem fengu fóstureyðingu það ár
ógiftar konur eða 55% heildar, þriðjungur
voru giftar og 9% áður giftar.
Störf
Fram kemur að rúmlega helmingur
kvennanna voru í launuðum störfum, þar af
voru flestar við þjónustu, þá við framleiðslu
og fæstar við stjórnun. Árið 1981 voru um
fjórðungur kvennanna nemar og um fimmt-
ungur húsmæður.
Barneign
Barnlausum konum í hópi þeirra sem fá
fóstureyðingu hefur farið fjölgandi með
árunum og árið 1981 voru þær um 38%. Lítil
breyting hefur orðið hvað snertir konur með
eina til þrjár fæðingar að baki, en í þann hóp
fellur um helmingur kvennanna. Mesta
breyting varð hins vegar hjá þeim konum
sem fætt höfðu fjórum sinnum eða oftar,
þeim fækkaði úr 23% heildar árið 1976 í 9%
árið 1981.
Fyrri fóstureyðingar
Þeirri spurningu skýtur oft upp hvort
konur noti fóstureyðingu sem „getnaðar-
vörn". Ekkert mat skal lagt á það hér en
athugun leiðir í ljós, að um 11 % kvenna sem
fengu fóstureyðingu árin 1976-1981 höfðu
áður fengið fóstureyðingu eða 312 konur.
Langflestar þeirra eða 276 höfðu einu sinni
áður fengið fóstureyðingu 34 konur höfðu
fengið tvær fóstureyðingar áður en tvær
konur höfðu fengið þrjár fóstureyðingar
áður.
Lokaorð
Menn geta deild um það hvort eða hvenær
fóstureyðing eigi rétt á sér, en síður um
nauðsyn þess að komið sé í veg fyrir ótíma-
bæra þungun. Athugun á fóstureyðingum
undanfarinna ára sýnir, að í um 70% tilvika
höfðu engar getnaðarvarnir verið viðhafðar
er þungun varð. í fóstureyðingalögunum
skipa ákvæði um ráðgjöf og fræðslu varðandi
kynlíf og barneignir veigamikinn sess, en
talsvert skortir á að þeim þætti hafi verið
sinnt sem skyldi og er átaks víssulega þörf í
þeim efnum.
Frá menningar-
og minningarsjóði kvenna
Yerkefni sjóðsins eru að styrkja konur til framhaldsnáms og að gefa
út æviminningabækur með greinum um það fólk, sem minningar-
gjafir eru gefnar um. Fjögur bindi eru komin út, síðasta árið 1973. -
Seint hefur gengið að safna í fimmta bindið, en það hefur nú tekist og
mun það koma út í september 1984. Þar verða yfir 80 greinar eftir nær
jafnmarga höfunda og er þar mikinn fróðleik að finna.
Á skrifstofu K.R.F.Í að Hallveigarstöðum, s. 18156 er hægt að ger-
ast áskrifandi að fimmta bindi. Þar fást einnig annað, þriðja og fjórða
bindi æviminningabókanna.
85