19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 83

19. júní - 19.06.1987, Page 83
Sú kvenímynd sem birtist í fjöl- miðlunt hefur löngum verið kvennahreyfingunni þyrnir í augum. Konur hafa talið sig geta lesið af þeirri ímynd viðhorf í garð kvenþjóðarinnar, en þau eru hvort tveggja í senn afleiðing og orsök ólíkrar stöðu kynjanna. Hér á eftir verður gluggað í auglýsingar fjölmiðlanna - gamlar og nýjar - og reynt að átta sig á því, hvort merkja megi breytt viðhorf í kvenna garð frá því sem áður var. Kvenfrelsiskonur hafa beint at- hyglinni að öllum fjölmiðlum þegar þær gagnrýna kvenímyndina sem haldið er á lofti. Gildir þá einu hver fjölmiðillinn er; bókmenntir, mynd- list eða kvikmyndir, sjónvarp, dag- blöð og tímarit. Þær hafa einnig borið niður í öllum hugsaniegum þáttum þessara fjölmiðla - í sjónvarpi tilað- mynda í fréttum, fræðslu- og skemmtiefni og síðast en ekki síst í auglýsingum. Kvenréttindafélag íslands er meðal þeirra er hafa átt frumkvæði að því hérlendis að athuga hvernig málum þessum er háttað. Sérstakur hópur á vegum félagsins gerði árið 1981 úttekt - að vísu engan veginn vísindalega - á hlut kynjanna í fréttum og voru niðurstöður hópsins kynntar á fróðlegri ráðstefnu sem fé- lagið gekkst fyrir það sama ár (sjá 19. júní, 1982). Á þeirri ráðstefnu fjall- aði Kristín Þorkelsdóttir auglýsinga- teiknari um fag sitt að þessu leyti. Núna er skammt að minnast könnun- ar sem Guðmundur Rúnar Árnason fjölmiðlafræðingur gerði á fréttatím- um sjónvarps mánuðina apríl og maí 1986. í niðurstöðum hans reyndust karlar vera um 90% viðmælenda í fréttum en konur um 10%. (Apolitic- al Politics, London School of Econo- mics, 1986). Einnig kom fram að karlar voru inntir eftir annars konar málefnum en konurnar og í ólíku um- hverfi - hvoru tveggja sem reyndist undirstrika ólíka hlutverkaskipan kynjanna hérlendis. Það gerist nú æ algengara að nem- endur grunn- og framhaldsskólanna fái sem verkefni í námi sínu að skoða og bera saman hlut kynjanna í fjöl- miðlum, en að sögn starfskvenna Kvennahússins í Reykjavík leita þessir nemendur gjarnan til þeirra eftir upplýsingum og það í vaxandi mæli. Þá er sjálfsagt að geta þess að á öðrum sviðunt scm falla undir fjöl- miðlun, þ.e.a.s. í bókmenntum og listum almennt, hefur verið vaxandi umræða um þessi mál. Óhætt mun að segja Helgu Kress bókmenntafræðing brautryðjanda á þessu sviði og nú virðist mjög virkt starf unnið af nem- um í bókmenntum. Má í því sam- bandi geta athyglisverðra útvarps- þátta, sent bókmenntanemar fluttu í vetur um kvenrithöfunda, verk þeirra og viðtökurnar sem þær fengu. Mörg munu einnig minnast Listahátíðar kvenna sem hér var haldin í tilefni loka kvennaáratugarins 1985. Þannig hefur umræðan urn kven- ímyndina, sem hófst innan kvenna- hreyfinganna, skotið rótum vítt og breitt og orðið sjálft - kvenímynd - er ekki lengur framandi hugtak, held- ur orð sem fellur opinberlega án þess nokkur kippi sér upp við það. ( HVERJU FELST GAGNRÝNIN? / ður en kemur að viðfangsefni þessa greinakorns, merkjan- legum viðhorfsbreytingum í auglýsingum, er ekki úr vegi að rifja upp í hverju sú gagnrýni felst sem beinst hefur að auglýsingaiðnað- inum og snertir kvenímyndina. Yfir því hefur ekki verið kvartað, líkt og þegar um fréttir er að ræða, að konur komi of sjaldan við sögu í aug- lýsingum - þvert á móti hefur það sem í þessu samhengi er nefnt „notkun“ kvenna þótt í mesta lagi. Er þá fyrst til að taka að konur koma við sögu auglýsinga með tvennu móti: sem markhópur, þ.e. þær eru hinir KVENÍMYND AUGLÝSMGANNA GREIN: MAGDALENA SCHRAM VIÐARKLÆÐNINGAR Á LOFT OG VEGGI Höfum fvrirliggjandi ýmsar tegundir s.s.: FURU OREGON PINE LERKl EIK ÁLM ASK CHERRY CAVIANA GULL-ÁLM TEAK HNOTU Auglýsing úr tímariti árið 1967. Hugniyndin er ekki úrelt þótt Útlitið sé ganialdags.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.