19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 83

19. júní - 19.06.1987, Síða 83
Sú kvenímynd sem birtist í fjöl- miðlunt hefur löngum verið kvennahreyfingunni þyrnir í augum. Konur hafa talið sig geta lesið af þeirri ímynd viðhorf í garð kvenþjóðarinnar, en þau eru hvort tveggja í senn afleiðing og orsök ólíkrar stöðu kynjanna. Hér á eftir verður gluggað í auglýsingar fjölmiðlanna - gamlar og nýjar - og reynt að átta sig á því, hvort merkja megi breytt viðhorf í kvenna garð frá því sem áður var. Kvenfrelsiskonur hafa beint at- hyglinni að öllum fjölmiðlum þegar þær gagnrýna kvenímyndina sem haldið er á lofti. Gildir þá einu hver fjölmiðillinn er; bókmenntir, mynd- list eða kvikmyndir, sjónvarp, dag- blöð og tímarit. Þær hafa einnig borið niður í öllum hugsaniegum þáttum þessara fjölmiðla - í sjónvarpi tilað- mynda í fréttum, fræðslu- og skemmtiefni og síðast en ekki síst í auglýsingum. Kvenréttindafélag íslands er meðal þeirra er hafa átt frumkvæði að því hérlendis að athuga hvernig málum þessum er háttað. Sérstakur hópur á vegum félagsins gerði árið 1981 úttekt - að vísu engan veginn vísindalega - á hlut kynjanna í fréttum og voru niðurstöður hópsins kynntar á fróðlegri ráðstefnu sem fé- lagið gekkst fyrir það sama ár (sjá 19. júní, 1982). Á þeirri ráðstefnu fjall- aði Kristín Þorkelsdóttir auglýsinga- teiknari um fag sitt að þessu leyti. Núna er skammt að minnast könnun- ar sem Guðmundur Rúnar Árnason fjölmiðlafræðingur gerði á fréttatím- um sjónvarps mánuðina apríl og maí 1986. í niðurstöðum hans reyndust karlar vera um 90% viðmælenda í fréttum en konur um 10%. (Apolitic- al Politics, London School of Econo- mics, 1986). Einnig kom fram að karlar voru inntir eftir annars konar málefnum en konurnar og í ólíku um- hverfi - hvoru tveggja sem reyndist undirstrika ólíka hlutverkaskipan kynjanna hérlendis. Það gerist nú æ algengara að nem- endur grunn- og framhaldsskólanna fái sem verkefni í námi sínu að skoða og bera saman hlut kynjanna í fjöl- miðlum, en að sögn starfskvenna Kvennahússins í Reykjavík leita þessir nemendur gjarnan til þeirra eftir upplýsingum og það í vaxandi mæli. Þá er sjálfsagt að geta þess að á öðrum sviðunt scm falla undir fjöl- miðlun, þ.e.a.s. í bókmenntum og listum almennt, hefur verið vaxandi umræða um þessi mál. Óhætt mun að segja Helgu Kress bókmenntafræðing brautryðjanda á þessu sviði og nú virðist mjög virkt starf unnið af nem- um í bókmenntum. Má í því sam- bandi geta athyglisverðra útvarps- þátta, sent bókmenntanemar fluttu í vetur um kvenrithöfunda, verk þeirra og viðtökurnar sem þær fengu. Mörg munu einnig minnast Listahátíðar kvenna sem hér var haldin í tilefni loka kvennaáratugarins 1985. Þannig hefur umræðan urn kven- ímyndina, sem hófst innan kvenna- hreyfinganna, skotið rótum vítt og breitt og orðið sjálft - kvenímynd - er ekki lengur framandi hugtak, held- ur orð sem fellur opinberlega án þess nokkur kippi sér upp við það. ( HVERJU FELST GAGNRÝNIN? / ður en kemur að viðfangsefni þessa greinakorns, merkjan- legum viðhorfsbreytingum í auglýsingum, er ekki úr vegi að rifja upp í hverju sú gagnrýni felst sem beinst hefur að auglýsingaiðnað- inum og snertir kvenímyndina. Yfir því hefur ekki verið kvartað, líkt og þegar um fréttir er að ræða, að konur komi of sjaldan við sögu í aug- lýsingum - þvert á móti hefur það sem í þessu samhengi er nefnt „notkun“ kvenna þótt í mesta lagi. Er þá fyrst til að taka að konur koma við sögu auglýsinga með tvennu móti: sem markhópur, þ.e. þær eru hinir KVENÍMYND AUGLÝSMGANNA GREIN: MAGDALENA SCHRAM VIÐARKLÆÐNINGAR Á LOFT OG VEGGI Höfum fvrirliggjandi ýmsar tegundir s.s.: FURU OREGON PINE LERKl EIK ÁLM ASK CHERRY CAVIANA GULL-ÁLM TEAK HNOTU Auglýsing úr tímariti árið 1967. Hugniyndin er ekki úrelt þótt Útlitið sé ganialdags.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.