19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 3

19. júní - 19.06.1991, Síða 3
Ritsjóraspjall Hvers vegna? Það verður að segjast eins og er að konum er gefin mikil þolinmæði. Kvenréttindafélag íslands var stofnað árið 1907 af greinilegri þörf og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. KRFÍ og ýmis önnur félög hafa unnið ötulum höndum að því að auka °g bæta rétt kvenna til jafns við karlmenn á mörgum sviðum íslensks þjóðfélags og hægt og bítandi hefur arangur náðst. Því miður er það hins vegar svo að þrátt fyrir að flestír viðurkenni nauðsyn fulls jafnrétt- !s kvenna á við karlmenn hvað varðar atvinnu og laun er það staðreynd á því Drottins ári 1991 að slík viðurkenning er oftar en ekki meiri í orði en á borði. I nýafstöðnum alþingiskosningum var staða kvenna sú að engin aukning varð á íjölda þeirra á þingi. Sannlega sitja konur nú í nærri íjórðungi þringsæta en betur má ef duga skal. Ef litið er á framboðslista flestra stjórnmálaflokkanna, sem buðu fram til Alþingis, kemur í ljós að hinir svokölluðu íjórflokkar virðast enn ekki leggja neina sérstaka áherslu á að hafa konur í öruggum sætum, hvað þá efst á lista þeirra. Þetta er þeim mun alvarlegra þegar á það er litið að þessa gömlu flokka skipa margar mjög frambærilegar konur sem vinna vel að þeim málefnum sem þær taka að sér. Þegar nýja ríkisstjórnin var skipuð kom í ljós að aðeins ein kona, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, á þar sæti. Hvers vegna er það svo að leiðin inn á Alþingi og í ríkisstjórn virðist grýttari konum er körlum? í fyrra var gerð skoðanakönnun á vegum Jafnréttis- ráðs um það af hverju svo margar konur, sem raun bar vitni, gáfu ekki kost á sér aftur í framboð til sveitarstjórnar eftir að hafa setið eitt kjörtímabil. Svör kvennanna voru margvísleg en rauði þráðurinn var hins vegar sá að vegna tímaskorts sáu margar þeirra sér ekki fært að halda áfram í sveitarstjórnun- um. Þær sögðu að í ljós hafi komið, fljótlega eftir að þær hlutu kosningu, að í raun var það launastarf- ið, svo heimastarfíð og síðan þriðja starfið sem var í sveitarstjórnunum. Enginn dregur í efa að störf í sveitarstjórnum eru krefjandi en svör kvennanna í könnuninni vekja þá spurningu hvort jafnréttið margumtalaða sé slíkt að konum sé illfært að taka þátt í stjórnmálum vegna þess að þær bera of mikla byrði á öðrum sviðum. Sumar konurnar kvörtuðu einnig undan skorti á stuðningi frá stjórnmálaflokk- unum varðandi þau mál sem þær störfuðu að í sveit- ar- og bæjarstjórnum. Hvers vegna njóta konurnar, sem jafnvel voru hvattar í framboð, ekki fulltingis flokksins sem þær fóru í framboð fyrir? Það er komið sumar og bjart af degi og nóttu. Sólin hefur risið hægt og rólega í kvennabaráttunni en hún er samt aðeins í sólarhæð aprílmánaðar en ekki júnímánaðar. Um leið og 19. júní óskar lesend- um sínum gleðilegs sumars hvetjum við konur til enn frekari sameiningar í baráttunni um jafnrétti þannig að sumarsólhvörf verði einnig fljótt á því sviði. Ellen Ingvadóttir Ritnefnd 19. júní Fh. Anna Guðmundsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Bryndís Kristjáns- dóttir, Unnur Stefánsdóttir, Vilborg Davíðsdóttir, Erna Hauksdóttir, hJagdalena Schram og Ellen Ingva- dóttir. 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.