19. júní - 19.06.1991, Page 23
bindum 1975 og 1978, er afar vönduð og fróðleg úttekt
á byggðaþróun í landshlutanum. Þar er eftirfarandi
klausu að finna eftir nákvæma lýsingu á kynjaskipting-
unni og breytingar á henni:
Þegar borinn er saman hlutfallslegur fjöldi kvenna
og karla í aldurshópum á Austurlandi öllu, blasir
við heldur óheillavænleg mynd ... Það óálitlegasta
við kynjasamsetninguna er hversu konum fækkar
hlutfallslega eftir tvítugsaldur. ... Hlutfallsleg fæð
kvenna á giftingaraldri og helsta frjósemisaldri hlýt-
ur að draga úr íbúafjölgun og hafa félagslegar afleið-
ingar ogauka brottflutning karla frá svæðinu. (1975,
bls 45).
Hér er kominn vandi Hafliðanna og Ingólfanna.
Síðar í skýrslunni er rætt um prjónastofur:
Greinilegt virðist að prjónavöruframleiðslu er helst
að finna í þéttbýli, þar sem sjávarútvegur og fiskiðn-
aður er tiltölulega lítill. Gefur þetta tilefni til að
ætla að prjónavöruframleiðslu sé sumstaðar komið
upp með það fyrir augum að tryggja konum vinnu
á stöðum, þar sem kvennastörf eru fá ... Því má
við bæta að afkoma fyrirtækja í greininni er al-
mennt fremur bágborin, sem styður þá ályktun að
fyrirtækjunum hafi almennt fremur verið komið á
fót með atvinnusjónarmið en gróðasjónarmið í
huga. ... í viðtölum við aðila á svæðinu hefur kom-
ið ótvírætt fram að mikil þörf er fyrir fjölbreyttara
atvinnuúrval fyrir konur í sjávarplássum. Atvinnu-
ástand er þannig í augnablikinu að hætt er við að
það ylli fiskvinnslufyrirtækjum auknurn erfiðleikum
með öflun starfsfólks ef kornið væri upp nýjum
starfsmöguleika. Aukin fjölbreytni hlýtur samt sem
áður að verða framtíðarlausnin. (1975, bls. 278).
Þessi kafli er fyrir margra hluta sakir merkilegur. í
fyrsta lagi leiðir hann hugann að öllum prjóna- og sauma-
stofunum sem komið var á fót vítt og breitt um landið á
8- áratugnum og átti að bæta afkomu sveitarfélaga og
íitvinnuástand. Víst er um það að þær veittu mörgum
konum kærkomin tækifæri til launavinnu þar sem engin
voru fyrir. Vissulega voru gróðasjónarntiðin ekki sett á
ýddinn í sama mæli og þegar fiskeldi og loðdýrarækt eiga
1 hlut. En fyrirstaðan var að sama skapi lítil þegar syrti
1 alinn í þessari grein og aðeins smápeningum varið til
^jörgunaraðgerða samanborið við miljarðana sem farið
hsfa í fiskeldis- og loðdýraævintýrin. 1 öðru lagi er aug-
’jóst hvað hefur forgang - fjölbreytnin, atvinnuúrval fyr-
Ir konur, verður að bíða framtíðarinnar.
Hvenær kemur framtíðin?
Hún var ekki komin þegar 2. bindið
af Austurlandsáætlun kom út
1978. Þar eru hugmyndir til lausn-
ar fyrir landshlutann og þar er alls ekki minnst á konur.
Hins vegar eru konur og málefni þeirra komin inn í
umræðuna um byggðaþróun og byggðastefnu á síðustu
árum.
Konur hafa látið meira til sín taka í bændasamtökunum
tló undanförnu og í ráðherratíð Jóns Helgasonar var
ákveðið að efna til könnunar meðal kvenna í landbúnaði
um stöðu þeirra. Hún birtist 1989. í málefnasamningi
ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem mynduð var
á haustdögum 1988, er ákvæði um að gera skuli átak til
að auka atvinnumöguleika kvenna á landsbyggðinni. Það
er varla tilviljun að þetta ákvæði komst inn á verkefna-
lista ríkisstjórnar eftir kosningar sem skiluðu fleiri konum
af landsbyggðinni inn á þing en nokkru sinni fyrr í sögu
lýðveldisins.
Efndirnar hafa hvorki verið skjótar né stórkostlegar þó
að þingkonur úr öllum flokkum hafi minnt á loforðin
með því að flytja hverja tillöguna á fætur annarri um
atvinnumál kvenna á landsbyggðinni. Ráðist hefur verið
í könnun á atvinnumálum kvenna í dreifbýli (Martha
Ó. Jensdóttir 1989), námskeið verið haldin víða um land
og norræn ráðstefna og einhverju fé veitt til ráðgjafar og
aðgerða. Það hillir kannski undir framtíðina.
Sjálfsmynd kvenna og byggðastefna
að er athyglisvert að kynna sér hug-
myndir bændakvenna, sem koma
fram í skýrslu landbúnaðarráðu-
neytisins og eru það eina sem gefur til kynna hug venju-
legra kvenna út um byggðir landsins. Þessar konur líta
greinilega á sig sem húsmæður og mæður en þær láta sig
einnig miklu skipta stöðu og viðgang búsins og eru virk-
ir þátttakendur í því fyrirtæki, sem kallað hefur verið íjöl-
skyldubú, hvað sem allri verkaskiptingu líður. Við spurn-
ingunni um óskir um atvinnu fyrir utan heimilið svöruðu
helmingurinn já, 9 af hundraði nei og 40 af hundraði að
þær hefðu ekki persónulegan áhuga en sögðu að nauðsyn-
legt væri að önnur störf væru fyrir hendi. Aðeins 5 af
hundraði höfðu áhuga á fullu starfi, 23 af hundraði hálfs
dags starfi og 72 af hundraði á óreglulegu starfi. Þær
fara ekki í grafgötur með það að búið og heimilið gengur
fyrir. En þær vilja gjarnan hafa tækifæri til að afla sér
einhverra tekna og njóta samstarfs og félagsskapar við
aðra af bæ eða vinna að verkefnum heima. Hugmyndirn-
ar um viðfangsefni byggjast á heimafengnum auðlindum,
eigin þekkingu og sköpunargáfu. Það eru hugmyndir um
framkvæmdir, sem ekki kosta mikið og ekki raska miklu
og falla inn í meginstraum daglegs lífs.
Þessar hugmyndir falla vel að þeim aðgerðum og áform-
um sem greina má af framkvæmdavaldsins hálfu. Það
er ljóst að engin stórfengleg áform eru um fjárfestingar,
engar kvennamilljónir eða stórframkvæmdir. Boðið er
upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð við þróunarstarf til
að vinna úr hugmyndum og gera úr þeim söluhæfa vöru
og koma þeim á markað. Framtíðarhorfur landsbyggðar-
kvenna virðast liggja í smáiðnaði, þjónustustörfum, ekki
síst ferðaþjónustu, og íjarvinnslu. Hvort þetta nægir til
að mæta þörfum þeirra fyrir tekjur og áhugaverð við-
fangsefni er ógerningur að spá um. Hvort þetta nægi til
þess að koma í veg fyrir að ungu stúlkurnar flytjist á brott
í jafn miklum mæli og undanfarið er enn erfiðara að sjá
fyrir. En lífvænlegt er það byggðarlag eitt þar sem ungt
fólk af báðum kynjum finnur viðfangsefni við sitt hæfi í
starfi og leik. Það hlýtur að vera markmiðið - kröfurnar
hljóta að miðast við það.
23