19. júní


19. júní - 19.06.1991, Side 25

19. júní - 19.06.1991, Side 25
Guðrún Agnarsdottir kvennaráðstefna á íslandi Áætlað er að ráðstefnan verði í allt að 5 daga á tímabilinu 16. til 21. júní. Ráðstefnugestum gefst því kostur á að sjá hátíðahöld á 17. júní, 19. júní verður sérstaklega minnst á ráðstefn- unni og 21. júní er lengstur sólargang- ur. Mikil áhersla verður lögð á að draga athygli fjölmiðla, ekki síst erlendra, að kvennaráðstefnunni. Það er í raun uiikilvægur og ómissandi liður í því að gera ráðstefnuna alþjóðlega og jafnframt að gera hana að þeim hvata sem kveikt gæti von og eld í hjörtum kvenna út um allan heim. í ráði er að útbúa bæði bók og myndbönd um raðstefnuna sem hægt væri að nota til fræðslu. Heiti ráðstefnunnar á ensku er : Global Summit of Women - Visions for the Future sem þýða má: Heimsþing kvenna um framtiðarsýn. Markmið ráðstefnunnar arkmið ráðstefnunnar er að ræða nýja sýn, sýn kvenna í ðreyttum heimi og þær áherslur sem konur vilja leggja við nauðsynlega appstokkun og endurbyggingu þjóð- •Hagsins. Þau vandamál sem mann- kynið stendur frammi fyrir kreljast aýrra lausna, nýrrar nálgunar. Víða um heim hafa konur lagt fram nýjar, jakvæðar hugmyndir sem varða alla leimsbyggðina. Konur hafa einnig r,°rið með sér farsæla starfshætti og samskiptahefðir inn á fjölmörg svið atvinnulífsins. Ætlunin er að stefna saman þessum konum til að stilla saman strengi sína og leita lausna sem úrelt valdakerfi og stjórnunaraðferðir hafa ekki fund- ið. Markmið ráðstefnunnar er einnig að mynda og treysta tengslanet meðal baráttukvenna víðsvegar um heiminn sem mun nýtast þeim eftir að ráð- stefnunni lýkur. Mikilvægt er að tryggja þátttöku kvenna víðsvegar að úr heiminum og verður haldin undir- búningsfundur í júlí n.k., í Bandaríkj- unum, í því skyni. Þangað verða sér- staklega boðaðir fulltrúar kvenna frá þróunarlöndunum og Austur-Evrópu til að gefa þeim kost á að leggja sitt til málanna við mótun ráðstefnunnar. Undirbúningsnefnd hefur starfað hér á landi á síðan 1990 en í henni eiga sæti fulltrúar kvenna frá Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki, Borgara- flokki, Framsóknarflokki, Kvenna- lista, Sjálfstæðisflokki og Kvenrétt- indafélagi íslands. Framkvæmdastjóri er Guðrún Agnarsdóttir. Undirbún- ingsnefndin fékk góðfúslega afnot af skrifstofuhúsnæði Kvenréttindafé- lagsins um tíma en aðsetur hennar verður í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b, Reykjavík. Ráðgert hafði verið að halda ráð- stefnuna í júní 1991 en það var sam- dóma álit íslensku og bandarísku undirbúningsnefndanna að þá gæfist of naumur tími til undirbúnings svo viðamikillar ráðstefnu. Var því ákveðið að fresta henni um eitt ár. Ráðstefnan hefur þegar hlotið styrk úr bandarískum sjóði auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa góðfúslega tryggt fé til byrjunarframkvæmda. Það kemur hins vegar fyrst og fremst í hlut bandarískra kvenna að sinna • fjáröflun vegna ráðstefnunnar og er hún í fullum gangi en velgengni fjár- öflunar ræður úrslitum um þetta viða- mikla verkefni. Dagskrá ráðstefnunnar er enn í mótun og verður nánar kynnt síðar. í tengslum við þessa ráðstefnu hafa íslenskar konur úr ólíkum stjórnmála- flokkum fundið samvinnugrundvöll eins og svo oft áður. Því fleiri leiðir sem við getum opnað á milli okkar kvenna, því stærri sem okkar sameiginlegi grundvöllur verð- ur, þeim mun líklegra er að við getum styrkt hver aðra í baráttu sem á sér sameiginleg markmið. Þá er einnig líklegra að við fáum einhverju áorkað. íslenskar konur sýna verðugt frum- kvæði með því að bjóða til alþjóða- ráðstefnu kvenna, leiðtogafundar að hætti kvenna, á íslandi. Við vitum að smáþjóð eins og íslendingar gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagi þjóð- anna og hefur ýmislegt fram að færa sem aðrir geta ekki látið í té. Á ís- landi hafa konur farið ótroðnar slóð- ir í leit sinni að auknum réttindum og ríkari aðild að mótun samfélagsins og þær hafa sýnt órofa samstöðu um verkefni sem þær hafa tekið að sér. Þeirri reynslu getum við miðlað um leið og við njótum góðs af því sem aðrar konur hafa fram að færa. 25

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.