19. júní - 19.06.1991, Page 26
Texti: Ellen Ingvadóttir
segir Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikkona
Frá og með 1. janúar 1991 bættist
hin vinsæla leikkona, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, í þann hóp sem fær
heiðurslaun listamanna.
Alþingi ákveður við fjárlagagerð
hverju sinni hvaða listamenn skuli fá
heiðurslistamannslaun að tillögu
menntamálanefnda efri og neðri
deilda Alþingis. I hópnum eru nú 18
listamenn, þar af ljórar konur. Þær
eru Guðbjörg, Jakobína Sigurðar-
dóttir rithöfundur, Jórunn Viðar tón-
skáld og María Markan söngkona.
„Tilnefning mín er að sjálfsögðu
mikil viðurkenning á löngum leiklist-
arferli en ég Iít einnig á hana sem við-
urkenningu fyrir alla leikara,“ segir
þessi fyrsta leikkona í hópi heiðurs-
listamanna, Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir.
■ /' ;■
IfPltPl
Allar upplýsingar er aðfinna í bæklingum okkar.
oér tíma og kynntu þér rétt þinn—það getur borgað sig
(#5| TRYGGINGASTOFNUN
IkI ríkisins
;
Félagslegt öryggi
a Moröurlöndum
MINNISBÓK
BÓKRÚNAR
Útgáfufélagið Bókrún gaf út Minn-
isbók Bókrúnar sl. vetur og er þetta
fimmti árgangur bókarinnar. Minnis-
bókin er dagbók í almanaksformi og
er í henni að finna ýmsan fróðleik um
samtök kvenna. Á hverju ári er kynn-
ing á einum samtökum sérstaklega
og í fimmta árganginum er kafli um
Kvenréttindafélag íslands ásamt
nafnaskrá um formenn félagsins frá
upphafi og aðildarfélög þess.
Þegar minnisbókinni er flett kemur
í ljós að hún hefur að geyma mikið
af upplýsingum er varða konur eða
tengjast þeim á ýmsan hátt. Til dæm-
is er texti við hvern dag ársins um
atburði er marka tímamót í jafnréttis-
baráttunni, félagastofnun og um störf
kvenna almennt. Ritstjóri fimmta ár-
gangs minnisbókarinnar er Valgerður
Kristjónsdóttir.
Frekari upplýsingar um bókina veit-
ir útgáfufélagið í síma 14156 og á
skrifstofu Kvenréttindafélags íslands
í síma 18156. Minnisbókina er hægt
að fá í lausasölu í bókaverslunum eða
með áskrift.
26