19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 37
leysa, bara ef fólk vilji breyta hugsun-
arhætti sínum og samþykkja að kynin
séu fædd jafnrétthá. Það sé feðra jafnt
og mæðra að hugsa um börnin og
þegar það sé viðurkennt leysist málin
af sjálfu sér.
Fjölmargir femínistar taka undir
með þeim sem telja að konur séu ekki
eins metnaðargjarnar og karlar en
nefna um leið að ástæðurnar séu ekki
innbyggðar í „kveneðlið'1 heldur séu
þær fyrst og fremst sögulegar. Alda-
löng kúgun hafi valdið því að konur
haldi aftur af sér og sættist á að hæfi-
leikar sínir séu annað hvort minni en
karla eða þá minna virði. Hér sé einn-
ig þörf á breyttum hugsunarhætti,
bæði meðal kvenna og karla. Og þá
er meðal annars einnig átt við að
hugsunarhátturinn eigi ekki að breyt-
ast í þá átt að konur eigi að sætta sig
við að berjast fyrir frama á forsendum
karlmanna; þ.e. gerast einhvers konar
„karlkonur“, samanber það orðspor
sem fer af fyrrum forsætisráðherra
Bretlands.
Hugtakið „forsendur kvenna" felur
m.a. í sér að sá heimur yrði betri þar
sem frami fólks réðist af fleiri verð-
leikum þess en hæfileikum í bardaga-
tækni og ómældri vinnusemi. I slíkum
heimi fengi fjölskyldulíf að dafna.
Foreldrar, ekki síður en börn, nytu
góðs af og skiluðu þeirri lífsgleði aftur
til baka í atvinnulífið með vöxtum. 1
þessu „draumaríki“ teldist það ekki
fötlun á vinnumarkaði að eiga börn.
Hve lengi skal bíða?
Iaugum þeirra sem hafa beðið lengi
eftir að hugsunarhátturinn breyt-
ist er þörf á nýjum aðferðum.
Tregðulögmálið er ráðandi cins og
dæmin sanna. Þrátt fyrir mikla um-
ræðu hefur fátt eitt komist í fram-
kvæmd. Orðin ein virðast ekki gefa
þann árangur sem vænst var. Með-
mælendur tímabundins forgangs telja
að nú sé kominn tími til að láta verk-
lr> tala; konur muni aldrei geta sannað
getu sína og þannig breytt hugsunar-
hættinum nema fá tækifæri til þess.
Ein hclstu rökin fyrir tímabundnum
hngangi kvenna eru því þau að í
framkvæmd geti hann leitt til þess að
hugsunarháttur samfélagsins gagn-
vart getu og hæfileikum kvenna breyt-
!st. Önnur og raunar enn mikilvægari
eru þau að allir eigi jafnan rétt á að
újóta sömu tækifæra til að nýta hæfi-
leika sína til fulls. Til þess að svo
megi verða í framtíðinni sé nauðsyn-
legt að beita mismunun gagnvart
körlum um tíma þar til eitthvert jafn-
vægi næst. Jafnframt eigi samfélagið
rétt á að njóta hæfileika allra þegn-
anna. Heildin tapi ef ákveðinn hluti
fólksins er útilokaður frá því að þjóna
henni.
Sömu rök gilda að sjálfsögðu þegar
viss störf, til dæmis grunnskóla-
kennsla, barnagæsla og hjúkrun, eru
einokuð af konum. Sá munur er þó
á dæmigerðum kvenna- og karlastétt-
um að kvennastörfín eru undantekn-
ingarlítið lægra launuð en karlastörf.
Það er því skoðun margra að lág laun
séu helsta ástæðan fyrir því að karlar
„leyfi“ konum að vera í meirihluta í
hefðbundu kvennastörfunum. Sú
skoðun hefur jafnvel heyrst að þegar
hlutfall kvenna í karlastarfi sé farið
að nálgast tiltekið hlutfall þá lækki
launin. Um þetta skal ekki dæmt hér,
enda ósannað mál.
Það virðist þó augljóst að stjórn-
kerfið og atvinnulífið hljóta að gjalda
þess ef viðhorf annars kynsins ráða
þar ríkjum. Hvort tveggja hefur mikil
áhrif á líf bæði karla og kvenna. Ef
vilji samfélagsins er á annað borð sá
að öllum sé gert jafnhátt undir höfði
hlýtur að vera nauðsynlegt að viðhorf
beggja kynja eigi fulltrúa sem víðast,
hvort sem það er í valdastöðum eða
annars staðar.
Réttlæti eða ranglæti?
Hér er gengið út frá því sem vísu
að munur sé á viðhorfum karla
og kvenna í heildina litið. Því
skal ekki mótmælt að vissulega eiga
kynin oft samleið þegar ákvarðanir
eru teknar sem eiga að vera til góðs
fyrir heildina. En óhjákvæmilega
koma upp kringumstæður þar sem
grundvallarmunur er á afstöðu kynj-
anna eins og skoðanakannanir um
ýmis mál hafa sýnt fram á.
Hér verður ekki nánar skilgreint í
hverju þessi rnunur felst enda væru
deilur um það líklega efni í heila bók.
En hvort sem ástæður þessa munar
eru bundnar eða eiga einfaldlega ræt-
ur í mismunandi félagsmótun þá verð-
ur því ekki neitað að hann er til stað-
ar. Sem betur fer að margra áliti.
Andmælendur tímabundins for-
gangs leggja oft fram þau rök að
óréttlæti felist í því að neita karli um
starf af þeirri ástæðu einni að hann
er karl. Hver og einn eigi meðfæddan
rétt til að vera metinn sem cinstakling-
ur en ekki sem hluti af tilteknum hópi.
Það séu verðleikar hans sem einstakl-
ings sem máli skipti. I fyrsta lagi er
því til að svara að karlinum yrði ekki
neitað um starfið á þeirri forsendu
einni að hann er karl, eins og ljóst er
af framansögðu. í öðru lagi mætti
spyrja hvaðan þessi meðfæddi réttur
kæmi. Er það ekki réttur atvinnurek-
andans að ráða til sín fólk að eigin
geðþótta? Það eina sem getur haft
áhrif á þetta vald hans er lagasetning
stjórnvalda eða umboðsaðila þeirra.
Til dæmis um tímabundinn forgang
kvenna til starfa.
Ef rétturinn til að vera metinn sem
einstaklingur er á annað borð til stað-
ar þá hefur hann a.m.k. ekki verið
viðurkenndur í verki ennþá. Eða
hvers vegna hefur hæfum konum ver-
ið hafnað urn störf jafn oft og skýrsl-
ur og dómar Jafnréttisráðs íslands
sanna? Jú, vegna þess að þær tilheyra
tilteknum hópi. Hópi sem ekki hefur
verið gefið tækifæri til að sanna gildi
sitt.
Hér gætu andmælendur gripið and-
ann á lofti og spurt í hvössum tóni:
„Með þessu svari er rétturinn til að
vera metinn sem einstaklingur viður-
kenndur. Svarið felur í sér mótsögn.
Og felst eitthvert réttlæti í því að beita
mismunun gegn mismunun?“ Þetta
er líklega sú spurning sem hvað erfið-
ast er að svara. Réttlætið er erfitt að
skilgreina. Ohjákvæmilegt virðist að
beita ranglæti til að ná fram réttlæti.
Reglan um réttinn til að vera metinn
að verðleikum sem einstaklingur
verður að yíkja fyrir reglunni um jafn-
rétti kynjanna eigi markmiðið að nást.
En vera má að við getum gert grein-
armun á réttlætanlegri mismunun og
óréttlætanlegri. Mismunun sú gagn-
vart karlmönnum sem felst í reglum
um tímabundinn forgang kvenna til
starfa er að mínu mati réttlætanleg
vegna þess að hún er til góðs fyrir
bæði kynin þegar til lengri tíma er lit-
ið. Hún leiðir til réttlátara samfélags
þar sem fleiri fá að njóta verðleika
sinna til fulls. Mismunun sú sem enn
viðgengst, þ.e. að hafna konum í störf
vegna þess að þær eru konur, felur
hins vegar í sér æ óréttlátara samfélag
þar sem annað kynið drottnar yfir
möguleikum liins. Áhersla er á það
lögð að hér verður ekki beitt söguleg-
um rökum um kúgun kvenna, einfald-
lega vegna þess að þess gerist engin
þörf. Misréttið blasir við, hvert sem
litið er.
Karlkyns andmælandi minn gæti
sagt sem svo: „Því skyldi cinstakling-
urinn ég gjalda þess misréttis sem kyn
mitt á sök á? Ég er hlynntur jafnrétti
Framhald á bls. 68.
37