19. júní - 19.06.1991, Page 56
Tryggingastofnun, eins og núna, og
fólk ætti rétt á 90% af launum sínum
og þá heildarlaunum, ekki bara dag-
vinnulaunum, upp að ákveðnu þaki
sem væri þrefaldar atvinnuleysis-
bætur, nú um 130 þúsund krónur.
Það er líka ákveðið gólf í þessu og
það fer enginn niður úr fæðingar-
styrknum, sem í dag er 23.000 krón-
ur. Fæðingarstyrkinn fá allar konur.
Miðað við þetta nýja kerfi yrðu alltaf
einhver dæmi þess að konur, sem nú
fá um 55.000 krónur út úr fæðingaror-
lofinu, fengju eitthvað minna en þær
fengju 90% af laununum sínum. Eng-
in skerðing kæmi á laun sem eru lægri
en 23.000 krónur og því er engin
breyting gagnvart konum sem ekki
vinna úti eða konum sem vinna minna
en 512 stundir á ári. Núna, þegar
fæðingarorlofið er ekki tekjutengt,
skiptir ekki máli hvort kona er með
50.000 krónur á mánuði, 150.000 eða
200.000 þúsund; allar konur sem
vinna hálft starf eða meira fá það
sama greitt frá Tryggingastofnun,
þ.e.a.s. um 55.000 krónur.”
-En er atvinnurekandnnum heimilt
að greiða konum viðbót samkvæmt
frumvarpinu?
Nei, þær eiga ekki að fá neinar við-
bótargreiðslur og það á að fylgjast
með því að svo sé. Samtök opinberra
starfsmanna eru aðallega á móti þess-
um breytingum, þar sem gert er ráð
fyrir að lögin nái einnig til þeirra
stétta. En ljóst er að ekki verður fall-
ist á svona kerfi nema það nái til allra
stétta. Við viljum ekki horfa upp á
þetta misrétti í þjóðfélaginu áfram,
annað hvort höfum við samhæft kerfi
fyrir alla eða við bara sleppum þessu.
Það er í raun alveg fáránlegt hvernig
þetta hefur verið framkvæmt; að það
fari eftir því í hvaða stétt þú ert hvað
þú færð mikið í fæðingarorlof!”
Hætt er við að fieiri verði á móti
breytingunum því að framkvæmda-
stjóri Blaðamannafélags íslands,
Fríða Björnsdóttir, sagði í samtali við
19. júní að hún væri viss um að búast
mætti við miklum mótbárum við þess-
um breytingum frá sínum félags-
mönnum. Arið 1976 hefði Blaða-
mannafélagið samið í kjarasamning-
um um að blaðakonur fengju 3 mán-
aða fæðingarorlof á fullum launum,
sem hefði lengst í 4 mánuði um leið
og orlofið lengdist hjá konum í öðrum
stéttarfélögum. Fríða sagði að margar
félagskonur væru með hærri laun en
það hæsta, sem gert er ráð fyrir að
konur fengju greitt samkvæmt breyt-
ingartillögunum, og hún taldi fráleitt
að félagsmenn samþykktu að missa
réttindi sem þeir væru búnir að berj-
ast fyrir að fá inn í sína kjarasamn-
inga.
-Hvað með lengingu fæðingarorlofs?
„Ekki er fjallað um lengingu í þessu
frumvarpi. Lagt hefur verið fram á
þingi frumvarp um lengingu í 10 mán-
uði þannig að fæðingarorlof sé greitt
í níu mánuði auk eins mánaðar fyrir
fæðingu. Þarna er gert ráð fyrir sama
misréttinu áfram en þörf er á jöfnun,
leiðréttingu á kerfinu eins og það er
í dag, áður en farið er að tala um leng-
ingu. Við getum líka leitt að því hug-
ann að ef konur verða vegna barns-
eignar í burtu frá vinnumarkaði í 10
mánuði þá verði þær í auknum mæli
meðhöndlaðar sem eins konar auka-
vinnukraftur, sem gerir alla baráttu
fyrir jöfnum launum og baráttu fyrir
auknum réttindum kvenna á vinnu-
markaði mjög erfiða. Því það er ekki
bæði hægt að hamra á því að konur
eigi rétt á stöðuhækkunum, sömu
launum fyrir sömu vinnu og það eigi
að taka sama tillit til þeirra á vinnu-
markaði og karla - og því að þær
geti farið af vinnumarkaði í 10 mán-
uði - í tæpt ár - og haldið öllum sömu
réttindum. En auðvitað má ekki
gleyma því að kona hefur val um að
taka fæðingarorlof, hún þarf ekki að
taka fæðingarorlof frekar en hún vill.”
Fæðingarorlof stytt
um 12 vikur
etta látum við nægja um fæðing-
arorlof að sinni, en til fróðleiks
og til að íslenskar konur geti borið
stöðu sína í þessum málum saman við
nágrannaþjóðir, þá endursegjum við
stuttlega frétt sem birtist nýlega í dag-
blaði, um stöðu þessara mála í Fær-
eyjum. Þar var greint frá því að ný
stjórn stærsta útfiutningsfyrirtækis
Færeyja hefði stytt fæðingarorlof'
.starfskvenna sinna um 12 vikur. Kon-
urnar þar eiga nú aðeins rétt á átta
vikna fæðingarorlofi á hálfum laun-
um, auk þess sem stjórn fyrirtækisins
hefur hótað að reka íjórar barnshaf-
andi konur. Lög voru sett í Færeyjum
árið 1988 sem kveða á um rétt allra
kvenna til dagpeninga í 26 vikur
vegna barnsfæðingar cn það eru að-
eins konur, sem vinna hjá hinu opin-
bera, sem hafa með samningum síns
stéttarfélags tryggt sér svo langt or-
lof. Konur hjá útfiutningsfyrirtækinu
fyrrnefnda eru ekki í stéttarfélagi.