19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 57
Eftirfarandi T,símahleranir‘‘ eru byggðar á reynslu-
sögum fjölmargra ungra kvenna sem höfu sambúð
með heittelskuðum unnustum í þeirri sælu trú að
íslenskar mædur hefðu alið syni sína upp í anda
frelsis, Je-Fnré-ttis
og t»r«
Þær trúa ekki lengur.___
Það sem
tengdamamma
gleymdi...
eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Sigf’a? Sæl, þetta er ég.
I á, við erum loksins flutt. Fengum tveggja herbergja
íbúð. Já, ég var alveg búin að fá nóg af að búa heima
hjá mömmu og pabba hans Nonna. Ég meina, þau eru
auðvitað ágæt en maður verður nú að hafa eitthvað prí-
vatlíf, ha? Við erum búin að vera út um allt að kaupa
alls konar dót til heimilisins. Pæld’í’ðí, ég að stofna heim-
ili, vá! Við fengum æðislegt sófasett frá tengdó og svo
erum við að skoða markaðina með notuðu húsgögnin,
þú veist.
Gvuð, veistu, ég er svo spennt yfír öllu. Nonni er svo
æðislegur og við tölum um allt mögulegt. Börn, peninga,
húsverkin og allt. Hvað honum finnst um það? Bara,
svipað og mér eða það held ég alla vega. Hann hefur
aldrei sagt neitt um að hann sé ekki til í að gera það
sama og ég á heimilinu. Ég meina, heldurðu að ég færi
að verða svona hrifin af einhverri karlrembu sem neitar
að vaska upp, ha?
Strákar núorðið eru ekki eins og pabbi var þegar hann
var ungur. Það var allt öðruvísi þá, konur unnu ekki
einu sinni úti. Allar límdar við eldhúsvaskinn, með börn-
in hangandi í pilsunum og kallinn berjandi í borðið. Nci
takk, ekki hún ég. Nei, blessuð vertu ekki að hafa áhyggj-
ur af mér. Þú hefur nú alltaf þjáðst af einhverjum stóru-
systur-komplexum! Nonni er meiriháttar og ef það verð-
ur eitthvert vesen þá ræði ég það bara við hann og við
leysum málin.
Já, við tölum betur saman seinna. Bless, bless.
Tenf’damanmia? Sæl, þetta er ég.
Já, bara allt fínt. Nei, Nonni er ekki heima. Það var
nú eiginlega út af honum sem ég hringdi. Eða, sko út
af þvottinum. Já, veistu, ég er að hugsa um að drífa í því
að kaupa þvottavél. Við kaupunt hana bara út á kortið.
Nei, ég veit að þér finnst það ekkert mál að þvo af okk-
ur en sex mánuðir eru heldur langur tími. Sko, ég ætlaði
57