19. júní


19. júní - 19.06.1991, Page 59

19. júní - 19.06.1991, Page 59
um snúast um hvað konur séu leiðinlegar og fari illa með kallana? Þær brenna alltaf matinn, leyfa þeim aldrei að detta í það og eru alltaf að flytja til mömmu sinnar. Ég ætti nú ekki annað eftir en flytja til mömmu, hún er allt- af að segja mér hvað ég sé heppin með Nonna! Það væri frekar að ég skilaði honum aftur heim til tengdó og bæði um hann aftur þegar hún hefur alið hann upp af einhverju viti! Hugsaðu þér hvað þetta er allt óréttl- átt, ha? Ég skil bara ekki alveg af hverju þessar jafnréttis- konur halda að karlarnir séu eitthvað öðruvísi í vinnunni en þeir eru heima hjá sér. Kannski eru þær allar með færeyskar au-pair-stelpur og þá þurfa þær auðvitað ekk- ert að standa í svona stríði. Nei, ég segi nú bara svona, bara grín. Annars er Nonni nú búinn að taka sig heilmikið á. Já, hann dýrkar alveg tvíburana. Alltaf að dúllast með þá þegar hann kemur heim. Skiptir meira að segja á þeim þegar ég bið hann um það. Skrítið samt hvað hann sefur fast á nóttunni þegar þeir vakna. Þeir gætu orgað úr sér lungun án þess að hann rumskaði. Heyrðu, þeir eru að vakna, best að hlaupa. Já, bless. Hie, ég hérna! \ eistu, ég er búin að komast á þá skoðun að ójafnrétt- * ið sé allt tengdamömmunum að kenna. Það eru nú einu sinni þær sem sáu um uppeldið. Já, það er satt að það viðurkennir enginn strákur lengur að hann sé ekki jafnréttissinnaður. Þeir segjast auðvitað allir geta grátið og tala heilmikið um að þeir hafi tilfínningar og það allt. Það gat víst enginn sagt svoleiðis fyrir tuttugu árum. Allir voða fegnir að þurfa ekki lengur að klæða konurn- ar sínar í kápurnar og opna fyrir þær bílhurðirnar. Ann- ars er ég ekkert viss um að íslenskir karlmenn hafi nokk- urn tímann gert svoleiðis, var það ekki bara þegar Kan- inn kom sem ísienskar konur heyrðu um kurteisa karl- menn? En ég hef það svona á tilflnningunni að rauðsokkurnar haldi að þetta með húsverkin hafi verið útrætt á hippatím- anum. Alla vega talar enginn um þetta núna nema við stelpurnar. Mömmurnar feiluðu sig einhvers staðar. Sögðu okkur að jafnrétti væri sjálfsagðasti hlutur í heimi en gleymdu að segja strákunum frá því. Svo sitjum við uppi með synina, ósjálfbjarga eins og ungabörn, og þurf- um að ala þá upp aftur frá byrjun! Svo halda þær að það sé bara nóg að gefa strákum dúkkur og stelpum bíla, ha! Eg held að við ættum að stofna samtök, gefa út hand- bók eða eitthvað svoleiðis. Bókin gæti til dæmis heitið: ,,Bless, mamma!“ Já, eða: „Hvernig á að ala upp fullorð- in börn!“ Veistu, ég setti upp lista í eldhúsinu yfir vinnudaginn minn svo hann sæi hvað ég hef mikið að gera. Hann seg- >r nefnilega svooft: „Þú ert alltafheima, þú átt alltaffrí!" Annars er ég farin að hugsa um að reyna að fá pössun fyrir strákana hálfan daginn og fara að vinna úti aftur. Þeir eru nú að verða eins og hálfs árs og ég ætla ekki að vera heimavinnandi alla ævi. Okkur veitir heldur ekk- ert af peningunum. Það er verst að dagmömmur kosta jafnmikið og maður þénar á hálfum degi. En þá neyðist Nonni að minnsta kosti til að hjálpa eitthvað til á heimil- inu, ekki satt? Jæja, það er best að hætta núna. Strákarn- ir eru að rífast um dótið. Já, hafðu það gott. Bless, bless. HÓTEL VARMAHLÍÐ Skagafirði — sími 95-38170 — 95-38130 I gistihúsinu bjóðum við gistingu, heitan mat, kaffi og margs konar þjónustu. Á staðnum er einnig sundlaug, gufubaö, félagsheimili, póst- og símstöö og fleira. Opiö frá kl. 8.00-23.30 HfiNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTA KODAK HÁALEITIS APÓTEK AUSTURVERl HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 82100 59

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.