19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 67

19. júní - 19.06.1991, Síða 67
ANNIRÁ SKRIFSTOFU Texti: Ellen Ingvadóttir „Það er nokkuð algengt að konur á öllum aldri hringi í skrifstofuna til að grennslast fyrir um starfsemi Kvenrétt- indafélags íslands,“ segir fram- kvæmdastjóri félagsins, Herdís Hall, en bætir við að fleiri konur mættu hringja eða heimsækja aðsetur félagsins. Skrifstofa KRFÍ er á efstu hæð Hallveigarstaða, Túngötu 14. Húsa- kynnin eru glæsileg, en ekkert jafnast á við útsýnið til norðurs, þar sem Esjan blasir við, og til suðausturs þar sem glampar á íjallahringinn á björt- um dögum. Herdís hefur verið framkvæmda- stjóri KRFÍ um þriggja ára skeið og segir í viðtali við 19. júní að þessi ár hafi verið sér mjög lærdómsrík og ánægjuleg. Aðspurð um hlutverk framkvæmdastjóra félagsins segir hún að það sé að sjá um daglegan rekstur skrifstofunnar. „Starfið er að mörgu leyti fjölbreytilegt og dæmi um það er að halda utan um félagatalið, und- irbúa stjórnarfundi og aðra fundi á vegum KRFÍ, sjá um fjármálin og reyndar að framkvæma allt það er stjórnin ákveður. Einnig tökum við á móti framlögum vegna Menningar- °g minningarsjóðs kvenna sem var stofnaður á sínum tíma til að styrkja konur til mennta.“ Það kemur fram í máli Herdísar að 'iokkuð sé um að konur hringi á skrif- stofuna til að leita ráðgjafar uni rétt sinn eða grennslast fyrir um starfssemi iélagsins. „Að nn'nu mati er aldrei nóg af símtölum eða heimsóknum til okk- ar>“ segir hún. „Við veitum að vísu ekki lagalega ráðgjöf en alls konar Hcrdís tlall framkvæmdastjóri KRFl upplýsingar hins vegar, til dæmis um fundi félagsins, stefnumál þess o.fl.“ - Hvernig er upplýsingum um starfs- semi KRFÍ komið til félaga og ann- arra er áhuga hafa á því? „Það má ef til vill segja sem svo að aldrei sé nóg af upplýsingum komið á framfæri. Við gefum út fréttabréf reglulega og ritstjóri þess er Inga Jóna Þórðardóttir sem á sæti í stjórn KRFÍ. Hlutverk mitt varðandi frétta- bréfið er hin framkvæmdalega hlið þess. Einu sinni á ári kemur út rit KRFÍ, 19. júní, og í því er miðlað upplýsingum um kvenréttinda- og jafnréttismál almennt. Ég sé einnig um framkvæmdalega hlið þess blaðs,“ segir Herdís. Kvenréttindafélag íslands er gamalt félag með hugsjónir og stefnumál sem eru sígild. Herdís segir að lokum að hún hvetji fólk til að hringja eða heim- sækja skrifstofuna sem er opin fyrir hádegi alla virka daga. „Við erum ætíð reiðubúnar að svara fyrirspurn- um um starfsemi félagsins og það eru allir velkomnir." 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.