19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 69
Ársskýrsla stjórnar KRFÍ
Starfsárið
28. febr. 1990-26. mars 1991
Þaó má meó sanni segja að viða-
mesta verkefni KRFÍ á síóasta
starfsári hafi veriö afmælishátíð
vegna 75 ára kosningaréttar ís-
lenskra kvenna. KRFÍ fékk snemma
þá hugmynd að minnast þessara
merku tímamóta á einhvern hátt og
lcitaði því hófanna hjá forsetum
Alþingis, Dómsmálaráðuneyti, Fé-
lagsmálaráðuneyti og stjórnmála-
flokkum landsins um samstarf. Und-
irtektir voru mjög góöar og undir-
búningur þessara aóila undir forystu
KRFÍ leiddi síðan til veglegra há-
tíðahalda þann 19. júní s.l.
Hátíðahöldin voru tvískipt. Að
loknum vinnudegi flestra kl.
17.00 síðdegis söfnuðust konur saman
við Miðbæjarskólann og gengu þaðan
fylktu liði að Austurvelli undir lúðra-
blæstri með íslenska fánann og íjall-
konuna í fararbroddi. Margar konur
mættu í íslenskum búningum, enn-
fremur mátti sjá margar konur í ein-
kennisbúningum starfs síns. Var und-
■rbúningur skrúðgöngunnar unninn í
samráði við hinar ýmsu starfsstéttir
kvenna með það í huga að störf nú-
úniakvenna settu svip á gönguna.
Gengin var nánast sama leið og
konur gengu fyrir 75 árum. Þátttak-
endur voru um tíu þúsund talsins og
veðrið hið fegursta allan daginn.
A Austurvelli fór fram leikin dag-
skrá undir stjórn Guðrúnar Ás-
oiundsdóttur en þar var þeirra kvenna
minnst er hvað stærstan hlut áttu í
að konur öðluðust kosningaréttinn á
sínum tíma. Hluti dagskrárinnar var
fluttur af svölum Alþingishússins með
góðfúslegu leyfi forseta Alþingis. Að
því loknu var öllum fundargestum
Austurvallar boðið að skoða Alþing-
ishúsið undir leiðsögn nokkurra þing-
kvenna og þáðu það milli þrjú og ijög-
ur þúsund konur og höfðu mikla
ánægju af.
Um kvöldið var svo hátíðarsam-
koma í íslensku Óperunni og heiðr-
aði forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir samkomuna. Ráðherrum,
alþingismönnum og ýmsum embætt-
ismönnum þjóðarinnar var boðið en
síðan var seldur aðgangur og fylltist
húsið. Á dagskrá voru ávörp, söngur
og hljóðfærasláttur en aðaldagskrár-
liðurinn var söguleg upprifjun á að-
draganda kosingaréttar kvenna undir
heitinu „Áfram liggja sporin”. Dag-
skrá þessi var samin og flutt undir
stjórn þeirra Bjargar Einarsdóttur,
rithöfundar og Guðrúnar Ásmunds-
dóttur, leikstjóra.
KROSSAR A LEIÐI
Sjö gerðir af galvaniseruðum jámkrossum á leiði,
með fallegri ágrafinni plötu úr húðuðu áli. Góðar
festingar, tveir 50 cm langir teinar sem skrúfast
neðan í. Krossamir em sem næst 80 cm háir
Fljót og góð afgreiðsla — sendi um allt land.
ÍVAR KRISTJÁNSSON
SÍMAR: 96-24109 og 96-26063
69