19. júní - 19.06.1991, Síða 76
Ársskýrsla stjórnar KRFÍ
kjörinn staður til að halda alþjóðlegan
leiðtogafund að hætti kvenna til að
ræða nýjar leiðir og nýja sýn á fram-
tíðina og skipan samfélagsins þar sem
allir fengju notið sín, konur, karlar
og börn. Var hugmyndin í fyrstu sú
að halda slíka alþjóðaráðstefnu um
miðjan júní og yrði hún samstarfs-
verkefni íslenskra og bandarískra
kvenna. Til ráðstefnunnar skyldi boð-
ið konum hvaðanæfa úr heiminum.
Hugmyndinni var strax komið á
framfæri við forsætisráðherra og for-
seta Islands og tóku þau henni vel
þegar í stað. Lýsti forsætisráðherra
sig strax reiðubúinn til að styðja við
slíkan leiðtogafund og var fulltrúi
ráðuneytisins, Helga Jónsdóttir, við-
stödd fyrsta formlega fundinn þar sem
hugmyndin var reifuð nánar við kon-
ur frá Kvennalistanum. Betty Friedan
kynnti síðan þessi áform í ávarpi á
hátíðarsamkomunni í Gamla bíói
þann 19. júní.
Frá upphafi var gengið út frá því
að ráðstefna af þessu tagi yrði undir-
búin af breiðri fylkingu kvenna hér-
lendis og hafði KRFI forgöngu um
að skrifa öllum stjórnmálaflokkum,
sem sæti eiga á þingi, og óska tilnefn-
ingar um tvær konur frá hverjum
þeirra í undirbúningshóp en auk
þeirra skyldu koma til tvær konur frá
KRFÍ. Gekk það eftir og tók nefndin
til starfa um mitt sumar. Fyrir hönd
KRFÍ eru í nefndinni þær Jónína
M. Guðnadóttir og Ragnhildur
Hjaltadóttir en Soffía Guðmunds-
dóttir til vara. Auk þeirra er Áslaug
Brynjólfsdóttir í undirbúningsnefnd-
inni fyrir hönd síns flokks, Framsókn-
arflokksins. Mikil fundahöld voru í
nefndinni allt frá upphafi og fram
undir jól enda þurfti að leysa margvís-
leg mál þegar í stað, ekki síst að gera
fjárhagsáætlun, afla tilboða varðandi
ráðstefnuhaldið sjálft og að skipu-
leggja starfið. Vilyrði fékkst fyrir fjár-
veitingu frá Forsætisráðuneytinu til
að standa straum af kostnaði við
skrifstofu og starfsmann en jafnframt
stóðu okkar til boða fjármunir frá
76