19. júní


19. júní - 19.06.1996, Síða 11

19. júní - 19.06.1996, Síða 11
Kvennaréttur Lára V. Júlíusdóttir hdl. Kvennaréttur er hugtak yfir þær greinar lögfræði sem hafa sérstaka þýðingu fyr- ir konur. Þetta er í sjálfu sér ekki sjálf- stæð fræðigrein innan lögfræði heldur spannar öll þau svið þar sem konur njóta sérstöðu í löggjöf. íða erlendis fer fram sérstök kennsla við háskóla í þessu fagi, á dönsku heit- ir þetta kvinderet, á sænsku kvinnoratt og á ensku women’s law. Við Háskóla Islands hefur ekki verið tekin upp kennsla á þessu sviði og hefur hugtakið kvennaréttur því ekki öðl- ast sess hér á landi sem hugtak á fræðigrein. Hugtakið er því í raun ekki annað en íslenskun á þeirri fræðigrein sem kennd er erlendis á því sviði innan lögfræði sem tengist konum. LAGADEiLD Það svið lögfræði sem tilheyrir kvenna- rétti og er kennt við lagaháskóla erlendis er einkurn vinnurótt- ur, fjölskylduréttur, réttarfar, skaðabótarétt- ur, tryggingaréttur og refsiréttur. Sama ætti við hér á landi. Jafnréttislögin íslensku eru að verulegu leyti bundin við þátttöku kvenna á vinnumarkaði og er ætlað að tryggja konum þar jafnan rótt og jafna stöðu á við karla. Fjölskyldurétturinn er það svið iöggjafar sem snertir hiutverk konunnar sem eigin- konu og móður hvað mest og rótt hennar á því sviði. Réttarfarið fjallar meðal annars um sérstök réttarfarsúrræði telji konur rétt á sér brotinn á vinnumark- aði. Skaðabótarétturinn endurspeglar þá staðreynd að tekjur kvenna eru ein- ungis hluti af tekjum karla, í tryggingaréttinum er að finna ýmis sérákvæði um konur og refsirétturinn hefur að hluta til verið kyngreindur. Kvennarétturinn tekur þessi svið til skoðunar og kryfur þau til mergjar út frá nýju sjónarmiði. I kennslu í kvennarétti sem fræðigrein er venjulega byrjað á því að rekja lagaþróun og það hvernig réttarstaða kvenna hefur breyst síðustu 100 árin áður en farið er að fjalla um stöðu konunnar í réttar- ríki dagsins í dag. Ahersla er lögð á þau svið réttarins sem hafa áhrif á stöðu flestra kvenna, kjör, launuð og ólaunuð störf, réttindi bæði í sambúð, í hjúskap og við skilnað, reglur tengdar foreldrahlutverkinu og þá sérstöku vernd sem konur njóta vegna kynferðis síns. Evrópurétturinn hefur einnig að geyma reglur um jafnrétti kvenna og karla. Jafnréttisá- kvæði er einnig að finna í ýmsum al- þjóðlegum samning- um svo sem samn- ingi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum og barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Kvennaréttur hefur verið kenndur sem sérstakt kennslu- efni í háskólum um langt árabil í nágranna- löndum okkar svo sem Noregi og Danmörku. A síðari árum hefur aukin áhersla verið lögð á þetta svið lögfræðinnar víðar, svo sem í Bandaríkjunum og Kanada. Skiptir þar mestu máli að kvenfrelsis- straumar síðustu áratuga eru að skila sér inn í lögfræði með líkum hætti og gerst hefur á öðrum sviðurn þjóðlífsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.