19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1996, Qupperneq 15

19. júní - 19.06.1996, Qupperneq 15
Jafnrétti á v e r a I d a r v e f n u m elsi á netinu leit heldur er það vel nýtilegt í samskipti'af ýmsu tagi. Einfaldast er að nota póstinn, skrifa í þau netföng sem gefin eru upp á heimasíðum ýmissa samtaka og einstaklinga og bíða eftir svari. Fyrir þá sem láta sér það ekki nægja er hægt að gerast áskrifandi að ýmsum póstlistum sem auglýstir eru á heimasíðum kvenfrelsis- samtaka. I tímaritinu Veru var nýlega bent á nokkra gagnlega póstlista og umræðulista, þar sem fjallað er um alls konar mál út frá sjónar- miðum kvenna. Þar er umræðulisti um konur og umhverfismál, kvenréttindi, bókmenntir fyrir börn og fullorðna, lesbískar mæður, kvennasögu o.fl. Eg læt fljóta með netfangið af FEMISA umræðulistanum um kvenréttindi, kynferði, konur og alþjóðleg samskipti og stjórnmál: LISTPROC@CSF.COLORADO.EDU. Vona að listinn sé enn í gangi. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um gagnlega póstlista geta flett upp í Veru, marshefti 1996. Gætið þess þó vel ef þið eruð á póstlista að lesa póstinn nógu oft svo það komi ekki fyrir ykkur að pósthólfið yfirfyllist. Það henti mig nýverið og hólfið mitt var því í lamasessi í allt of langan tíma. Hugbúnaðurinn sem tölvan mín ræður yfir þoldi ekki allan póstinn, 153 bréf á 4 dögum. Einnig er rétt að benda á að hægt er að taka þátt í ráðstefnum á netinu, skiptast á skoðun- um við fólk með sömu hugðarefni. Otal slíkar byrjun á bandarísku slóðinni hér að ofan um 25 ráðstefnur í gangi um margvísleg málefni, s.s. kynferðislega áreitni í skólum, konur, vinnu og tölvunotkun og margt fleira áhuga- vert. Sláið inn slóðina og veljið „Conferences" og síðan efstu línuna sem leiðir ykkur áfram í skráningu á ráðstefnuna. Loks eru það spjallrásirnar. Þar verð ég að skila auðu. Eg hef ekki séð neina spjallrás aug- lýsta sem fjallar um kvenfrelsismál sérstaklega, á þeim síðum sem ég hef flett að undanförnu. En það er aldrei að vita ... ? Eg skora á ykkur sem eruð að lesa þessi orð að senda 19.júní línu ef þið vitið um góðar spjallrásir um kven- frelsismál. íslensk umræða um kvenfrelsismál er rýr, ef nokkur, á netinu. Ur því má sjálfsagt bæta. Til dæmis er auðvelt að senda stjórnmála- mönnum, t.a.m. alþingismönnum bréf í net- föng þeirra og sjálfsagt að nota þá leið til þess að koma sjónarmiðum sínum um kvenréttindi og fleira á framfæri. Þið finnið netföng þing- manna á slóðinni: http://althingi.is/ og smellið á stikkorðið þingmenn þegar þangað er komið. Kvennalistinn er með heimasíðu á netinu þar sem kvenfrelsismál eru til umræðu og vísað í nokkra erlenda vefi sent gagnlegir eru. Síðuna er hægt að finna á http://www.centr- um.is/kvennalistinn/ Fleiri íslenskar slóðir get ég ekki bent á að svo stöddu. Hverjir eru með, hverjir ekki? En er netið þá algott - eða hvað? Nei, á því er sá höfuðgalli að ekki eiga öll sjónarmið að- gang að því. Heilu heimsálfurnar eru enn af- skiptar í þeirri umræðu sem fram fer á netinu, þeir sem búa við lágar tekjur og litla menntun hafa sjaldan aðgang að því. Þetta skekkir um- ræðuna óneitanlega alvarlega. Hins vegar eru fulltrúar ijórða heimsins, frumbyggja, þjóðern- isminnihluta, þjóðarbrota og smáþjóða, mjög virkir á netinu og miðla bæði gagnlegum upp- lýsingum og vekja spennandi umræðu, m.a. um málefni kvenna víða um heim. Þannig get- ur netið gagnast þeim vel sem búa dreift. Frumbyggjar Ameríku og Astralíu eru til dæm- is með öflug samskipti og kynningu á hags- munum sínum og menningu á netinu. Eg rakst t.a.m. nýlega á ágæta leið í þessa umræðu hjá þeim Miðheimamönnum um flokkaðan vef sem kallaður er „Tribal voice“. Aðgengi að net- inu ætti að vera fremur hagstætt kvenfrelsis- konum. Netið er hvað þróaðast í kringum bandaríska háskóla og þar er áhugi á kvenfrels- ismálum verulegur. Hér á landi eru það skól- arnir, ekki síst á háskólastigi sem bjóða hvað greiðastan aðgang að netinu og veraldarvefn- um. Áskrift einstaklinga að netinu er álíka dýr og að dagblaði og sé tölvubúnaður og mótald til á heimilinu, fylgir því lítill kostnaður að tengj- ast. Með aukinni tölvueign og tölvunotkun mun aðgangur að samskipta- og upplýsinga- netinu án efa vaxa og vonandi verður það til þess að efla umræðu um kvenfrelsismál. Anna Olafsdóttir Björnsson Netfang: annari@ismennt.is Heimasíða: http://rvik.ismennt.is/~annari Góðar slóðir: http://www.inform.umd. edu:8080/ Educational_ Resources/ AcademicResources ByTopic/ Womens- Studies (alhliða listi um kvenfrelsismál) http:// www.centrum.is/ unihooks/ felagsfr/ kvennl.html (Bóksala stúdenta) http://.althingi.is/(Alþingi) http://www.centrum.is/kvennalistinn/ (Kvennalist- inn) og loks ein skemmtileg slóð fyrir þær sem muna eftir The Guerrilla Girls sem sýndu í Nýlistasafninu á sínum tíma, frábær áróðursveggspjöld: http:// www.voyagerco. com/gg/gg.html (Guerrilla Girls) 1 3 19.júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.